Gúrú skrifaði:Stefnir allt í þetta hérna líka. Og allstaðar reyndar.
Vandamálið er að þetta er ekkert nýtt.
Bæði hafa þjónustuaðilar (erlendis) lokað á tengingar á t.a.m. samkeppnisaðila sína (með tilheyrandi publicity stunt) og svo reglulega dúkka upp upplýsingar þess efnis að stjórnvöld í hinum og þessum löndum fara fram á að þjónustuaðilar loki á hinar og þessar síður á þeim forsendum að þar megi finna barnaklám eða annað "slæmt efni."
Hinsvegar í þau skipti sem að þessir listar hafa "lekið út", þá hefur komið í ljós að stundum er líka lokað á síður sem hafa með ákveðnar pólitískar skoðanir að gera eða annað.
T.d. ef mig misminnir ekki þá var helsta ástæða þess að Ástralir fóru á eftir Julian Assange eftir að hann komst yfir og birti upplýsingar um vefsvæði sem að Ástralir höfðu lokað á.
Svo má minnast þess að fyrir ca 3 mán síðan, þá lokaði Síminn.dk (Síminn í danmörku, dótturfélag Símans) óvart á google.com/facebook og fleiri þegar þeir voru að uppfæra listann sem þeir fengu frá dönskum stjórnvöldum yfir heimasíður sem að notendur eiga ekki að geta komist á.
En vegna mannlegra mistaka fór google og facebook og fleira með.
Og allir notendur fengu eftirfarandi skilaboð:
Síminn AS skrifaði:“The National High Tech Crime Center of the Danish National Police [NITEC], who assist in investigations into crime on the Internet, has informed Siminn Denmark A/S, that the Internet page which your browser has tried to get in contact with may contain material which could be regarded as child pornography,”
“Upon the request of The National High Tech Crime Center of the Danish National Police, Siminn Denmark A/S has blocked the access to the Internet page.”
Þetta er ekki "normið" (socially acceptable) í dag.
En með því að þjónustuaðilar byrji "smátt og smátt" að loka á einstaka síður, eins og piratebay, þ.e.a.s. síður sem að hægt er að sannfæra fullt af fólki um að séu "slæmar", og gera þetta publicly, þá mun þetta mjög fljótt verða "normið" að þjónustuaðilar séu að loka á hinar og þessar síður.
Við sjáum t.d. að TeliaSonera ætlar í sumar að reyna að loka á og/eða detecta hvenær notendur þeirra nota Skype yfir 3G, og ætla að rukka sérstaklega fyrir það til þess að "vega upp á móti töpuðum tekjum."
Basically, fólk notar Skype (og aðrar VoIP þjónustur) því það er fjandi dýrt að hringja á milli landa. TeliaSonera ætlar að sjá til þess að þeirra notendur geti annaðvort ekki notað VoIP, eða þá að VoIP sé því mun dýrara.
Þetta er engin þróun til að hrópa húrra yfir neitt...