Síða 1 af 1

Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 18:31
af appel
Sky blocks access to The Pirate Bay file-sharing site
Sky Broadband has begun blocking access to file-sharing site The Pirate Bay.

It follows Virgin Media and Everything Everywhere which have already taken similar action.

http://www.bbc.com/news/technology-18270343



Bretland hefur alltaf verið frekar fasískt samfélag. Svaka lögregluríki, með camerur út um allt, svo fara þeir í þessa ritskoðun á netinu. Brátt verður þetta bara "normið", lokað á hinar og þessar síður.

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 18:35
af Gúrú
Stefnir allt í þetta hérna líka. Og allstaðar reyndar.

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 18:41
af bulldog
hneyksli !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! :mad

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:10
af Daz
Breytir þetta samt svo miklu? Ef menn hafa aðgang til að komast inn á síðuna í gegnum proxy/bakdyr þá dugir það til að sækja .torrent skrána. Svona tæknilega þ.e.a.s. þarf ekki serverinn í neitt meira.

Augljóslega er ekki gott ef ISPar fara að verða stórtækari í því að blokka síður, hvað næst og allt það. En svona tæknilega breytir litlu að blokka á torrent síðurnar sjálfar.

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:10
af natti
Gúrú skrifaði:Stefnir allt í þetta hérna líka. Og allstaðar reyndar.

Vandamálið er að þetta er ekkert nýtt.
Bæði hafa þjónustuaðilar (erlendis) lokað á tengingar á t.a.m. samkeppnisaðila sína (með tilheyrandi publicity stunt) og svo reglulega dúkka upp upplýsingar þess efnis að stjórnvöld í hinum og þessum löndum fara fram á að þjónustuaðilar loki á hinar og þessar síður á þeim forsendum að þar megi finna barnaklám eða annað "slæmt efni."
Hinsvegar í þau skipti sem að þessir listar hafa "lekið út", þá hefur komið í ljós að stundum er líka lokað á síður sem hafa með ákveðnar pólitískar skoðanir að gera eða annað.
T.d. ef mig misminnir ekki þá var helsta ástæða þess að Ástralir fóru á eftir Julian Assange eftir að hann komst yfir og birti upplýsingar um vefsvæði sem að Ástralir höfðu lokað á.
Svo má minnast þess að fyrir ca 3 mán síðan, þá lokaði Síminn.dk (Síminn í danmörku, dótturfélag Símans) óvart á google.com/facebook og fleiri þegar þeir voru að uppfæra listann sem þeir fengu frá dönskum stjórnvöldum yfir heimasíður sem að notendur eiga ekki að geta komist á.
En vegna mannlegra mistaka fór google og facebook og fleira með.
Og allir notendur fengu eftirfarandi skilaboð:
Síminn AS skrifaði:“The National High Tech Crime Center of the Danish National Police [NITEC], who assist in investigations into crime on the Internet, has informed Siminn Denmark A/S, that the Internet page which your browser has tried to get in contact with may contain material which could be regarded as child pornography,”

“Upon the request of The National High Tech Crime Center of the Danish National Police, Siminn Denmark A/S has blocked the access to the Internet page.”


Þetta er ekki "normið" (socially acceptable) í dag.
En með því að þjónustuaðilar byrji "smátt og smátt" að loka á einstaka síður, eins og piratebay, þ.e.a.s. síður sem að hægt er að sannfæra fullt af fólki um að séu "slæmar", og gera þetta publicly, þá mun þetta mjög fljótt verða "normið" að þjónustuaðilar séu að loka á hinar og þessar síður.

Við sjáum t.d. að TeliaSonera ætlar í sumar að reyna að loka á og/eða detecta hvenær notendur þeirra nota Skype yfir 3G, og ætla að rukka sérstaklega fyrir það til þess að "vega upp á móti töpuðum tekjum."
Basically, fólk notar Skype (og aðrar VoIP þjónustur) því það er fjandi dýrt að hringja á milli landa. TeliaSonera ætlar að sjá til þess að þeirra notendur geti annaðvort ekki notað VoIP, eða þá að VoIP sé því mun dýrara.

Þetta er engin þróun til að hrópa húrra yfir neitt...

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:27
af rapport
Mæer finnst þetta eðlileg þróun... það er ekki "tjáningarfrelsi" að brjóta lög ...

En stundum er lögin sjálf hálf tilgangslaus og orðin úreld og þá á að breyta þeim.

STEF á t.d. ekki að fá að nota tollstjórann til að innheimta sín gjöld og geta skv. því "sektað" fólk sem borgar ekki...

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:28
af chaplin
Daz skrifaði:Breytir þetta samt svo miklu? Ef menn hafa aðgang til að komast inn á síðuna í gegnum proxy/bakdyr þá dugir það til að sækja .torrent skrána. Svona tæknilega þ.e.a.s. þarf ekki serverinn í neitt meira.

Augljóslega er ekki gott ef ISPar fara að verða stórtækari í því að blokka síður, hvað næst og allt það. En svona tæknilega breytir litlu að blokka á torrent síðurnar sjálfar.

Hvað er hægt að gera ef IPS fara að blocka síður?

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:39
af Daz
chaplin skrifaði:
Daz skrifaði:Breytir þetta samt svo miklu? Ef menn hafa aðgang til að komast inn á síðuna í gegnum proxy/bakdyr þá dugir það til að sækja .torrent skrána. Svona tæknilega þ.e.a.s. þarf ekki serverinn í neitt meira.

Augljóslega er ekki gott ef ISPar fara að verða stórtækari í því að blokka síður, hvað næst og allt það. En svona tæknilega breytir litlu að blokka á torrent síðurnar sjálfar.

Hvað er hægt að gera ef IPS fara að blocka síður?

Afhverju ertu að spyrja mig? Minn punktur snerist um praktísk áhrif þess að blokka torrent síður.

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 22:02
af dori
rapport skrifaði:Mæer finnst þetta eðlileg þróun... það er ekki "tjáningarfrelsi" að brjóta lög ...

En stundum er lögin sjálf hálf tilgangslaus og orðin úreld og þá á að breyta þeim.

STEF á t.d. ekki að fá að nota tollstjórann til að innheimta sín gjöld og geta skv. því "sektað" fólk sem borgar ekki...

Það er samt gróf aðför að tjáningarfrelsi að það sé hægt að taka svona ákvörðun án þess að það sé tekið fyrir dómara og jafnvel þannig að ekki er hægt að áfrýja því. Það hefur alveg sýnt sig að þegar slíkt kerfi er tekið upp er það misnotað á pólitískan hátt á endanum.

Þú veist það líka alveg jafn vel og ég að þessar aðgerðir eru eins árangursríkar og að breiða dagblað yfir hlandpoll. Eina aðferðin til að taka á svona hlutum er að ráðast á upprunann.

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 23:12
af tomasjonss
Hvað segja þeir sem mest vita um þessi mál? Væri hægt að loka á aðgang okkar að Piratebay eða öðrum síðum. Væri t.d. hægt að loka á Deildu? Ef það er hægt af hverju er það ekki gert?
Með góðri
TJ

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 23:17
af arons4
tomasjonss skrifaði:Hvað segja þeir sem mest vita um þessi mál? Væri hægt að loka á aðgang okkar að Piratebay eða öðrum síðum. Væri t.d. hægt að loka á Deildu? Ef það er hægt af hverju er það ekki gert?
Með góðri
TJ

Líklega hægt að neiða deildu til að loka svipað og var gert með torrent.is, veit hinsvegar ekki hvort það sé hægt að loka á aðgang notenda að síðunni. Annars eins og með pirate bay held ég að það sé hægt að dns blocka síðuna(Svipað og var talað um í kringum sopa pipa dealið fyrir stuttu) en þá ætti að vera hægt að tengjast henni beint í gegnum ip töluna, en þessu er líklega ekki beitt vegna þess að ég held að það þurfi dómsmál sem kosti peninga.

Re: Ritskoðun á pirate bay

Sent: Mið 30. Maí 2012 23:36
af dori
tomasjonss skrifaði:Hvað segja þeir sem mest vita um þessi mál? Væri hægt að loka á aðgang okkar að Piratebay eða öðrum síðum. Væri t.d. hægt að loka á Deildu? Ef það er hægt af hverju er það ekki gert?
Með góðri
TJ

Þú getur lokað svona á vefi með því að blokka DNS (mjög auðvelt að komast framhjá) og með því að núll routa beiðnum á IP töluna (auðvelt að komast framhjá).

Eina leiðin til að loka á svona þjónustur/vefi er að fara með heimild þangað sem vefurinn er hýstur og taka úr sambandi.