Síða 1 af 1

Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Þri 29. Maí 2012 21:36
af Tiger
Þar sem vel tókst til að panta frá Performance PC's og flestir vilja prufa FrozenCPU næst þá er næsta pöntun að fara í gang. Ég hef reyndar ekki pentað frá þeim áður, en margir hafa gert það og gengið vel þannig að þetta verður bara snilld.

Þeir sem vilja vera með, sendi mér link á þær vörur sem þið viljið ásamt magni. Ef það eru séróskir (litur á sleeve's ofl) þá þarf að taka það fram á áberandi hátt.

Ég mun síðan safna þessu öllu saman, reikna kostnað á hvern og einn og þá þarf að koma loka svar og greiðsla á næstu 36 tímum. Síðan verður pantað fyrir þá sem staðfestu og greiddu. Gekk ljómandi fínnt síðast.

Mynd

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Þri 29. Maí 2012 21:45
af Frost
Sæll.

Þetta eru hlutirnir sem mig vantar/langar í

1 stk. http://www.frozencpu.com/products/9989/ ... 0_RPM.html

2 stk. http://www.frozencpu.com/products/14646 ... 2_PWM.html

1 stk. http://www.frozencpu.com/products/12539 ... g39c51s379

Hinsvegar þá er eitt sem er vandamál. Ég mun ekki eiga pening fyrir þessu á föstudaginn, kannski hendir á mig PM ef þetta gengur ekki eða ef þetta reddast ;)

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Þri 29. Maí 2012 21:51
af Tiger
Endilega sendið linkana á mig í einkapósti.

Við getum notendum nokkra daga til að skoða sig um og ákveða sig, verður örugglega ekki pantað fyrr en um eða eftir helgi þannig að þetta er OK Frost.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 30. Maí 2012 01:49
af peturthorra
Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðis? Hvað með þá ?

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 30. Maí 2012 01:57
af Tiger
Ég hef komið þeim vörum til þeirra í gegnum póstinn bara gegn því að þeir borgi sendingarkostnað frá RVK til áfangastaðar.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Fim 31. Maí 2012 00:46
af Tiger
Minni á þessa sem vilja spara sér og dreifa sendingarkostnaði á fleirri aðila.

Komnir 5 aðilar, pláss fyrri fleirri.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Sun 03. Jún 2012 00:09
af Tiger
9 aðilar komnir og það verður opið fyrir pantanir til hádegis á morgun [sunnudag 3/6].

Því miður er samt Dollarinn að rjúka upp, búinn að hækka um rúmlega 3kr síðan í síðustu pöntun.

Sendi verðin á alla á morgun seinnipart.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Þri 05. Jún 2012 13:38
af Tiger
Búið að panta fyrir alla sem staðfestu. En því miður hætti tæpur helmingurinn við núna og var þetta því endalausir útreikningar fram og til baka.

Efast ég nenni að standa í þessu aftur....... :klessa

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Þri 05. Jún 2012 14:08
af oskar9
af hverju eru menn að láta panta fyrir sig og geta svo ekki staðið við sitt ?

ekki setja nafn ykkar á eitthvað og beilið svo á því og setjið fullt að vinnu á milliliðinn sem er að panta fyrir ykkur :mad

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 06. Jún 2012 22:37
af Frost
oskar9 skrifaði:af hverju eru menn að láta panta fyrir sig og geta svo ekki staðið við sitt ?

ekki setja nafn ykkar á eitthvað og beilið svo á því og setjið fullt að vinnu á milliliðinn sem er að panta fyrir ykkur :mad


Einmitt. Fólk verður að fara að skilja að það legst alltaf smá á verðið sem gefið er upp á síðunni.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 06. Jún 2012 22:47
af peturthorra
Leiðinlegt að heyra, en takk fyrir að láta þetta verða að veruleika fyrir okkur sem vorum tilbúnir að ganga frá okkar málum við þig.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 06. Jún 2012 22:48
af Tiger
Frost skrifaði:
oskar9 skrifaði:af hverju eru menn að láta panta fyrir sig og geta svo ekki staðið við sitt ?

ekki setja nafn ykkar á eitthvað og beilið svo á því og setjið fullt að vinnu á milliliðinn sem er að panta fyrir ykkur :mad


Einmitt. Fólk verður að fara að skilja að það legst alltaf smá á verðið sem gefið er upp á síðunni.


Þetta var ekkert major mál :). Bara vesen að setja þetta upp fyrir alla og svo breyta öllu 4x þegar hætt er við. En það var engin skylda að panta, þannig að ég er ekki að "skamma" neinn. Sumir spöruðu sér 10þús í sendingarkostnað miðað við að gera þetta einir, en fannst samt of hár sendingarkostnaður þannig að pointið var að fólk myndi bara reikna þetta út fyrst sjálft og svo sjá hvað þetta kostaði í hóppöntun.

En pöntunin ykkar (ég keypti mér ekkert í þessari pöntun, hafði ekki tíma til að skoða og spegulera vegna fluttninga) var send í gær frá þeim. Efa það komi í þessari viku, en næstu ætti þetta að vera hérna.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 06. Jún 2012 22:58
af Jimmy
Huuuge props á þig fyrir að nenna að halda utan um þetta Tiger.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 06. Jún 2012 23:12
af Frost
Tiger skrifaði:
Frost skrifaði:
oskar9 skrifaði:af hverju eru menn að láta panta fyrir sig og geta svo ekki staðið við sitt ?

ekki setja nafn ykkar á eitthvað og beilið svo á því og setjið fullt að vinnu á milliliðinn sem er að panta fyrir ykkur :mad


Einmitt. Fólk verður að fara að skilja að það legst alltaf smá á verðið sem gefið er upp á síðunni.


Þetta var ekkert major mál :). Bara vesen að setja þetta upp fyrir alla og svo breyta öllu 4x þegar hætt er við. En það var engin skylda að panta, þannig að ég er ekki að "skamma" neinn. Sumir spöruðu sér 10þús í sendingarkostnað miðað við að gera þetta einir, en fannst samt of hár sendingarkostnaður þannig að pointið var að fólk myndi bara reikna þetta út fyrst sjálft og svo sjá hvað þetta kostaði í hóppöntun.

En pöntunin ykkar (ég keypti mér ekkert í þessari pöntun, hafði ekki tíma til að skoða og spegulera vegna fluttninga) var send í gær frá þeim. Efa það komi í þessari viku, en næstu ætti þetta að vera hérna.


Fékk samt eina hugmynd í samband við svona hóp-pantanir. Ef fólk hættir við er þá ekki hægt að kannski senda póst á þá sem eru enn inní þessu með útreiknuðu verði, til að láta þá vita af hækkuðum sendingarkostnaði, svona til að sjá hvort fólk vilji ennþá vera í þessu ef kostnaðurinn hækkar mikið.

Eins og Jimmy sagði, props á þig fyrir að nenna að standa í þessu :)

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Mið 06. Jún 2012 23:55
af GuðjónR
Tiger skrifaði:Búið að panta fyrir alla sem staðfestu. En því miður hætti tæpur helmingurinn við núna og var þetta því endalausir útreikningar fram og til baka.

Efast ég nenni að standa í þessu aftur....... :klessa


Láta fólk borga fyrirfram óafturkræfa greiðslu. Það ætti að koma í veg fyrir svona hringlanda hátt.

Re: Hóp-pöntun frá FrozenCPU

Sent: Fim 07. Jún 2012 00:37
af Tiger
Það var ekki málið Guðjón, margir ætluðu að vera með og fengu verð í hlutina og allt var reiknað miðað við þann fjölda og sendingarkostnað. Ég panta síðan ekki neitt fyrr en allir hafa greitt og það er ekki endurkröfuhæft.

En nóg um þetta, þeir sem keyptu eru sáttir vonandi og allt á leiðinni.