Síða 1 af 1

Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Lau 26. Maí 2012 16:50
af cartman
Sælir

Ég ætlaði bara að minna ykkur á að skoða alltaf tollskýrsluna vel þegar þið eruð að panta af netinu.

Ég keypti HTPC kassa og hann var sendur heim um daginn. Ég var ekki heima þannig að konan borgaði hann. Svo í fyrradag var ég að skoða skýrsluna og sá að hann var tollaður sem Magnari en ekki tölvuvara.

Ég er búinn að senda Íslandspósti kvörtun og þeir eru að skoða þetta.

Verið alltaf með á nótunum með svona :)

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Lau 26. Maí 2012 16:55
af agust1337
Vá, það var ekki gott :shock:
Hvað var upphæðin á?

Og vá ég las þetta sem Tölvukassi vitlaus trollaður haha. ](*,)

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Lau 26. Maí 2012 16:55
af AciD_RaiN
Ég er nú farinn að halda að þeir reyni þetta viljandi... Maður hefur alveg nokkrum sinnum lent í svipuðum aðstæðum :thumbsd

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Lau 26. Maí 2012 18:22
af spankmaster
agust1337 skrifaði:Og vá ég las þetta sem Tölvukassi vitlaus trollaður haha. ](*,)

x2 :hillarius

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Þri 05. Jún 2012 11:51
af cartman
agust1337 skrifaði:Vá, það var ekki gott :shock:
Hvað var upphæðin á?

Upphaflega var ég rukkaður 33.790
Fékk hringingu frá póstinum áðan og þetta átti að vera rétt rúmur 9.000

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Þri 05. Jún 2012 12:08
af beggi90
Hef líka lent í því að vera vitlaust tollaður, varð pirraður og var með vesen útaf ~150kr (inverter flokkaður sem baðvara eða eitthvað álíka).
Fékk það endurgreitt 2-3 dögum síðar.

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Þri 05. Jún 2012 16:18
af worghal
beggi90 skrifaði:Hef líka lent í því að vera vitlaust tollaður, varð pirraður og var með vesen útaf ~150kr (inverter flokkaður sem baðvara eða eitthvað álíka).
Fékk það endurgreitt 2-3 dögum síðar.

En thad er samt gott ad standa i hárinu a theim, annars laera their aldrei hvad er hvad

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Þri 05. Jún 2012 16:29
af dori
Ég var líka að flytja inn mótor og hraðastilli í fjarstýrðan bíl um daginn og kem á Tollmiðstöðina að sækja pakkann um leið og hann lendir. Þá er mér sagt að ég þurfi að borga eitthvað X kr. sem er alveg töluvert yfir því hvað ég áætlaði svo ég spyr hvað það er sem þeir flokka þetta sem.

Þá eru þeir búnir að setja þetta í einhvern flokk sem er "bómull" eða eitthvað kjaftæði og konan í afgreiðslunni segir að það sé standard að merkja bara við það þegar það sé eitthvað "venjulegt" sem ber 10% toll. Ég er reyndar með það alveg á hreinu að ekkert í pakkanum eigi að vera tollað og er líka með það alveg á hreinu nákvæmlega hvaða tollflokkar það eru sem þetta fellur undir og sendi konuna bara til baka með þessi bullplögg og það er leiðrétt á staðnum.

Alveg ótrúlegt hvað þetta lið fær að komast upp með samt. Að hafa einhvern svona "allt" flokk sem þeir henda öllu í er rosalega dónalegt. Er það það sem ég er að borga 450 kall fyrir í hvert skipti sem ég panta mér einhverja smáhluti sem jafnvel hefði verið hægt að troða inn um lúguna hjá mér?

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Þri 05. Jún 2012 16:39
af methylman
Sængurfatnaður er afar vinsæll tollflokkur hjá Póstinum og er mikið notaður þótt að pakkinn sé á stærð við 3,5" Harðan disk.
Algjörlega getulaust fólk sem vinnur þarna segi ég eftir mína reynslu af apparatinu

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Þri 05. Jún 2012 17:26
af Daz
dori skrifaði:Ég var líka að flytja inn mótor og hraðastilli í fjarstýrðan bíl um daginn og kem á Tollmiðstöðina að sækja pakkann um leið og hann lendir. Þá er mér sagt að ég þurfi að borga eitthvað X kr. sem er alveg töluvert yfir því hvað ég áætlaði svo ég spyr hvað það er sem þeir flokka þetta sem.

Þá eru þeir búnir að setja þetta í einhvern flokk sem er "bómull" eða eitthvað kjaftæði og konan í afgreiðslunni segir að það sé standard að merkja bara við það þegar það sé eitthvað "venjulegt" sem ber 10% toll. Ég er reyndar með það alveg á hreinu að ekkert í pakkanum eigi að vera tollað og er líka með það alveg á hreinu nákvæmlega hvaða tollflokkar það eru sem þetta fellur undir og sendi konuna bara til baka með þessi bullplögg og það er leiðrétt á staðnum.

Alveg ótrúlegt hvað þetta lið fær að komast upp með samt. Að hafa einhvern svona "allt" flokk sem þeir henda öllu í er rosalega dónalegt. Er það það sem ég er að borga 450 kall fyrir í hvert skipti sem ég panta mér einhverja smáhluti sem jafnvel hefði verið hægt að troða inn um lúguna hjá mér?


Þú getur fyllt út þína tollskýrslu sjálfur ef þú hefur áhyggjur af því að tollurinn muni flokka þetta óheppilega. Starfsmennirnir hafa víst ýmislegt við tímann sinn að gera, ekki bara skoða hvern einasta pakka sem kemur ótollskýrslaður og giska út í loftið. Eða kasta pílu í tollskrána.

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Mið 06. Jún 2012 10:36
af dori
Daz skrifaði:Þú getur fyllt út þína tollskýrslu sjálfur ef þú hefur áhyggjur af því að tollurinn muni flokka þetta óheppilega. Starfsmennirnir hafa víst ýmislegt við tímann sinn að gera, ekki bara skoða hvern einasta pakka sem kemur ótollskýrslaður og giska út í loftið. Eða kasta pílu í tollskrána.

Það var ekki búið að tollafgreiða hann þegar ég kom. Ég mætti með alla pappíra og tók fram nákvæmlega hvað þetta var (mótor og stýring fyrir mótor) og var m.a.s. búinn að krota hvaða tollaflokkar það væru sem þetta ætti að fara í að þetta balð (frá því þegar ég var að skoða þetta áður en ég mætti). Þessa pappíra tekur konan í afgreiðslunni frá mér og fer með afturfyrir þar sem einhver tollar "brushless motor & speed controller" sem bómull.

Þeir þurfa ekkert að skoða pakkann eða innihald hans (enda voru þeir ekkert að því) en það væri kannski fínt ef þeir annað hvort myndu gera það eða fara eftir nótunni sem ég kom með til þeirra.

Ég hef velt því fyrir mér að fara að fylla út mínar eigin tollskýrslur. Hef bara ekki nennt því ennþá, finnst ég ekki flytja inn alveg nógu mikið til að réttlæta það.

Re: Tölvukassi vitlaust tollaður

Sent: Mið 06. Jún 2012 14:15
af Pandemic
Ég hef séð svona tollskýrsluform og ég skyldi hvorki upp né niður í þessu eyðublaði. Hvar finnur maður upplýsingar um hvernig maður á að fylla þetta út?