Fór með ofninn í viðgerð og það var skipt um stýringu, en ný stýring kostar 42 þúsund.
Þegar heim er komið þá set ég hann í samband og það logar ljós á honum í tvær klukkustundir svo deyr hann.
Ég ef aftur með hann í viðgerð og núna var verið að hringja í mig og mér sagt að það hefði verið ónýtur þéttir á "nýju" stýringunni sem ég borgaði 42 þúsund krónur fyrir.
Og ég spurði hvernig þetta hefði verið lagað, nú með því að skipta um þéttinn sem var bilaður, ég hefði nú viljað fá nýja stýringu sem væri í lagi.

Ætli þetta sé öruggt? þegar ég sæki ofninn næst þá verð ég búinn að keyra með hann fram og til baka hátt í 300km...það verður sorpa næst.