Síða 1 af 1

Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 16:49
af dori
Mér finnst flash vera farinn að krassa alveg ótrúlega mikið undanfarið. Ég nota Google Chrome og er með stillt á "click to flash" en með einhverri meðalnotkun á þeim ~5 síðum sem ég leyfi að nota flash hefur flash playerinn örugglega krassað einu sinni á dag og oftar undanfarið.

Er þetta bara ég eða er eitthvað rugl í gangi? Btw þá er ég ekki að nota eitthvað esóterískar flash myndir heldur er ég t.d. oft að nota Youtube þegar þetta gerist.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 17:05
af Gerbill
dori skrifaði:Mér finnst flash vera farinn að krassa alveg ótrúlega mikið undanfarið. Ég nota Google Chrome og er með stillt á "click to flash" en með einhverri meðalnotkun á þeim ~5 síðum sem ég leyfi að nota flash hefur flash playerinn örugglega krassað einu sinni á dag og oftar undanfarið.

Er þetta bara ég eða er eitthvað rugl í gangi? Btw þá er ég ekki að nota eitthvað esóterískar flash myndir heldur er ég t.d. oft að nota Youtube þegar þetta gerist.


Gerist stundum hjá mér þegar ég er búinn að hafa kveikt á tölvunni og þá browsernum í marga daga, ef ég slekk alveg á browsernum og opna hann aftur þá virkar þetta vanalega smooth eftir það, dunno hvað er málið.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 18:08
af skoffin
Já, flashplayer hefur verið sérlega leiðinlegur upp á síðkastið - bæði í Win XP og Ubuntu.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 18:10
af Viktor
Flash hefur alltaf að verða meira og meira vesen eftir því sem þetta er meira notað, þetta er komið út í tómt rugl núna. Mér finnst Chrome ekki höndla hann vel, hlakka til HTML5 væðingarinnar, þá verður hægt að sleppa þessu Flash sem millileið fyrir allt.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 21:13
af gardar
uninstalla flash og boycotta síður sem nota flash

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 21:18
af tdog
gardar skrifaði:uninstalla flash og boycotta síður sem nota flash


Fyrir fartölvunotendur er þetta tip hreinlega sending frá æðrimáttarvöldum. Flash player er mesti battery- og CPU þjófur sem fyrirfinnst, þá sérstaklega vegna þess að flest vefsvæði nota þetta ömurlega format til þess að birta myndbönd eða auglýsingar.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Mán 07. Maí 2012 23:02
af dori
gardar skrifaði:uninstalla flash og boycotta síður sem nota flash
Ó, bara ég gæti. Það eru því miður ennþá nokkuð margir hlutir sem flash gerir sem er ill- til ómögulegt að gera fyrir alla með hefðbundnu vafraumhverfi (html5 eða hvað sem fólk vill kalla það). Þá er ég augljóslega ekki að tala um þetta auglýsingakrabbamein og slíkt sem er örugglega 99,999% af því sem þetta runtime gerir.

Mér finnst þetta bara farið að gerast rosalega oft núna á síðustu vikum og eins og ég segi þá er ég bara að nota þetta fyrir margmiðlun og slíkt.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 00:16
af Bioeight
Ertu búinn að disabla auka flash plugins í Chrome? Skrifar chrome:plugins í address bar, klikkar á details , skrúllar niður að Flash og disablar þar allt nema einn, þá líklega nýjasta(eitt er mögulega Chrome, annað mögulega í Windows möppunni). Prófa hafa eitt í gangi og sjá hvort það lagar eitthvað, prófa svo næsta.
Útskýrt betur hér: http://support.google.com/chrome/bin/answer.py?hl=en&answer=108086

Það lagaði allt hjá mér að disabla Chrome pluginið og nota bara Adobe pluginið.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 08:49
af viddi

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 10:52
af raRaRa
Hef ekki lent í neinu major veseni með Flash. Það getur vel verið að það sé mjög bundið við síðuna sem þú ert að skoða. Flash forrit geta verið illa skrifuð eins og önnur forrit, sem því miður getur látið browserinn/tab crasha. Það er þó mjög lélegt ef browserinn nær ekki að taka eftir því og slökkva automatically á því plug-in sem veldur veseni.

Annars þykir mér þetta "Hætta nota Flash" út í hött, fínt fyrir leiki, en ég er þó sammála því að það er algjör óþarfi fyrir auglýsingar, hvað þá að búa til heimasíðu með Flash.
Flash player 11.1+ hefur aldrei verið betra, GPU acceleration, getur keyrt 3D leiki sem aldrei áður o.fl. :-)

HTML5 væðing er fín, en ekki misnota hana fyrir "allt". Ég hef oft lent í því að HTML5 leikir og forrit misnota Javascript út í hött sem veldur því að browser/tab crashi. Out of memory error þegar WebGL forrit er að taka frá óvenjulega mikið minni, security holur með WebGL, Javascript lykkjur sem halda þræðinum of lengi (browser frís), o.fl., o.fl.

Hvað þá með YouTube HTML5 playerinn, hann er sá versti sem ég hef notað. Mér líkar mjög vel við YouTube Flash playerinn, gott dæmi hvar plug-ins geta verið góð ;p

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 11:11
af dori
raRaRa skrifaði:Hef ekki lent í neinu major veseni með Flash. Það getur vel verið að það sé mjög bundið við síðuna sem þú ert að skoða. Flash forrit geta verið illa skrifuð eins og önnur forrit, sem því miður getur látið browserinn/tab crasha. Það er þó mjög lélegt ef browserinn nær ekki að taka eftir því og slökkva automatically á því plug-in sem veldur veseni.

Ég tók það fram í fyrsta pósti að ég er oft að skoða Youtube þegar flash er að krassa. Ég hefði kannski líka átt að taka fram að ég er að nota Chrome, mest á OSX en líka á bæði Windows og Linux (Debian). Vafrinn höndlar þetta bara mjög vel. Það kemur gulur borði sem segir mér að flash hafi krassað en restin af síðunni hangir uppi. "Vandamálið" er bara að þetta er farið að gerast ótrúlega oft uppá síðkastið.

Bioeight skrifaði:Ertu búinn að disabla auka flash plugins í Chrome? Skrifar chrome:plugins í address bar, klikkar á details , skrúllar niður að Flash og disablar þar allt nema einn, þá líklega nýjasta(eitt er mögulega Chrome, annað mögulega í Windows möppunni). Prófa hafa eitt í gangi og sjá hvort það lagar eitthvað, prófa svo næsta.
Útskýrt betur hér: http://support.google.com/chrome/bin/answer.py?hl=en&answer=108086

Það lagaði allt hjá mér að disabla Chrome pluginið og nota bara Adobe pluginið.

Þetta gæti verið lausnin hjá mér. Ég er með 3 plugin þarna, 2x 11.2r202 frá Chrome og svo eitt 10.1r102 frá Adobe. Spurning hvort ég prufi að nota bara Adobe pluginið og jafnvel uppfæra það. Það er bara rosalega mikið bögg að þurfa að standa í svona veseni.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 11:19
af raRaRa
Google Chrome ætti að uppfæra Flash sjálfkrafa (a.m.k. í Windows).
Flash player 11.2 hefur auto-update feature sem vantaði lengi.

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 14:01
af Gúrú
dori þetta er gríðarlega þekkt vandamál og hefur verið í einhverjar margar vikur núna.

Það kom oft fyrir mig að vafrinn fraus ef að ég lokaði YouTube myndbandi, skammtímalausnin við því var víst að gera "Right click -> Stop download" áður en að maður lokar því
en langtímalausnin að disablea alla nema einn af þessum clientum. Það virkaði fyrir mig og þetta hefur ekki verið vandamál síðan. :)

Re: Flash player að krassa óvenjulega oft?

Sent: Þri 08. Maí 2012 18:24
af Xovius
Lenti í þessu sjálfur mjög mikið á gömlu borðtölvunni minni en pældi aldrei neitt mikið í því...hef ekkert lent í þessu síðan ég fékk mér nýja tölvu :D Fullkomin lausn.