Síða 1 af 1
Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 02:51
af Desria
Hægt er að kynna sér verðhækkun hjá símanum sem kemur í gegn þann 1. Júní hér
http://www.siminn.is/servlet/file/Yfirl ... C_ENT_ID=8Sá ekki að einhver annar hefði sent þetta hingað inn.
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 03:11
af intenz
Ég sem ætlaði að færa mig yfir í Ring. Nú er ekki séns að ég færi mig.
Frelsi og Ring Verð fyrir -> Verð eftir
SMS 12.9 kr. -> 13.9 kr.
MMS 12.9 kr. -> 13.9 kr.
Netið í símanum - dagpakkar 25 kr. -> 39 kr.
Ring - Mínútuverð 17,9 kr. -> 19,9 kr.
Ring - Upphafsgjöld 7,9 kr. -> 9,9 kr
39 kr. fyrir netið í símann? Asnar.
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 03:45
af worghal
er eitthvað að verða tæpt í veskinu hjá þessum blessuðu símafyrirtækjum ?
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 10:59
af GuðjónR
Eru þá Ring og NOVA með identical gjaldskrá?
Nova upphafsgjald: 9,90 kr
Ring upphafsgjald: 9,90 kr
Nova mínútuverð: 19,9 kr
Ring mínútuverð: 19,9 kr
NOVA netið í símanum - dagpakkar 39 kr
Ring netið í símanum - dagpakkar 39 kr
Lengi lifi samkeppnin!!!!!!
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 11:26
af hagur
Tók einmitt eftir þessu ... hækka bæði netið úr 25 í 39. Can't be a coincidence!
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 12:32
af Tbot
Þið eruð ekki að blaðra nóg í símann, svo þeir verða að hækka verðið.
Topparnir þurfa sínar 4 millur á mánuði.
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 12:37
af braudrist
Já, þetta er svívirðilegt! Ég legg til að við notum bréfadúfur til að senda skilaboð og hættum að hringja / senda SMS
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 15:36
af GuðjónR
hagur skrifaði:Tók einmitt eftir þessu ... hækka bæði netið úr 25 í 39. Can't be a coincidence!
Já svolítið sérstakt þegar tveir aðilar breyta gjaldskránni á sama tíma og hafa hana alveg eins. Einhver myndi kalla það samráð.
En það sem mér finnst athyglisvert er að núna þegar allir eru að fjárfesta í snjallsímum og gagnamagn í gegnum farsímakerfið margfaldast þá hækka þeir verðið?
Ég hefði haldið að því fleiri sem kaupa þjónustuna því meiri möguleiki væri á því að lækka og auka samkeppni, nei markasðlögmálin hér eru eins og ríkisstjórnin, allt virkar öfugt.
Þegar nógu margir verða komnir á Metan bíla þá hækka þeir Metanið þannig að það verður dýrara en bensín.
Þetta er svipuð lógík.
Re: Verðhækkun hjá símanum.
Sent: Lau 05. Maí 2012 15:41
af Tbot
Metanið verður skattlagt þá eins og bensín, því aura vantar í ríkiskassann.