Síða 1 af 3
NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 19:55
af GuðjónR
Verðbreytingar
Verðskrá Nova mun taka breytingum frá og með 1. júní 2012.
Nánari upplýsingar verða aðgengilegar á vef Nova frá og með 1. maí.
Nova mun jafnframt senda viðskiptavinum sínum upplýsingar um þessar breytingar í næsta fréttabréfi
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:05
af Klaufi
Sá þetta áðan..
Ætli það sé kominn tími til að skipta..
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:06
af intenz
Klaufi skrifaði:Sá þetta áðan..
Ætli það sé kominn tími til að skipta..
Kemur í ljós á morgun.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:07
af Bjosep
Meðan þeir halda "frítt Nova í Nova" þá held ég númerinu mínu þarna. Ef því verður breytt þá er það bara bæ bæ ...
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:16
af GuðjónR
Kannski ætla þeir að lækka verðið
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:17
af emmi
Ég held að það sé einmitt það sem breytist, ef ég heyrði þetta rétt þá er þetta frítt í Nova - Nova brot á samkeppnislögum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það þó.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:38
af GuðjónR
emmi skrifaði:Ég held að það sé einmitt það sem breytist, ef ég heyrði þetta rétt þá er þetta frítt í Nova - Nova brot á samkeppnislögum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það þó.
Vona ekki því þá missa þeir sérstöðu sína og verða þegar upp er staðið dýrari en hinir.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:40
af Tesy
Ef það verður ekki lengur frítt að hringja frá NOVA í NOVA, er það þá ekki bara Valdi&Freyr? 1000kr á mánuði frítt og 0 kr V&F í V&F!
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:41
af Minuz1
Hæ, hringdu í mig!
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 20:41
af PepsiMaxIsti
emmi skrifaði:Ég held að það sé einmitt það sem breytist, ef ég heyrði þetta rétt þá er þetta frítt í Nova - Nova brot á samkeppnislögum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það þó.
Vodafone er með frítt innan kerfis, ef að þú kaupir risafrelsi hjá þeim, þannig að það getur ekki verið brot á lögum.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 21:12
af Oak
PepsiMaxIsti skrifaði:emmi skrifaði:Ég held að það sé einmitt það sem breytist, ef ég heyrði þetta rétt þá er þetta frítt í Nova - Nova brot á samkeppnislögum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það þó.
Vodafone er með frítt innan kerfis, ef að þú kaupir risafrelsi hjá þeim, þannig að það getur ekki verið brot á lögum.
Það eru öll símafyrirtæki með þetta...
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Mán 30. Apr 2012 21:25
af GuðjónR
Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ tölvupóst þar sem talað er um að væntanleg verðbreytin verði auglýst síðar.
Hljómar eins og "teaser" ...
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 12:28
af htdoc
hvar sérð maður nýju verðskránna?
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 12:40
af lukkuláki
htdoc skrifaði:hvar sérð maður nýju verðskránna?
Örugglega bara á nova.is frá og með 1. júní 2012.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 12:45
af Moldvarpan
Verðbreytingar hjá Nova
Ný verðskrá tekur gildi 1. júní 2012
Mánaðargjald í áskrift 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla verður 690 kr. í stað 590 kr. áður. Netið í farsímann 100 MB á mánuði fylgir áfram hjá viðskiptavinum í áskrift.
Upphafsgjald á þjónustuleiðinni 0 kr. Nova í Nova í áskrift og frelsi verður 9,90 kr. í stað 6,90 kr. áður og mínútuveriðið verður 19,90 kr. í stað 18,90 kr. áður. Sama gildir fyrir umframnotkun í Súper Nova.
0 kr. Nova í Nova mun áfram fylgja 1.000 mínútur og 500 SMS á mánuði. Viðskiptavinir Nova hringja sífellt í stærri hóp fyrir 0 kr. en viðskiptavinir Nova í farsímaþjónustu eru nú yfir 90.000 talsins. Viðskiptavinir Nova hringja að meðaltali um 160 mínútur á mánuði 0 kr. Nova í Nova og senda um 90 SMS á 0 kr.
Netið í farsímann mun kosta 39 kr. dagurinn fyrir hver 5 MB en kostaði áður 25 kr. Við mælum með því að viðskiptavinir í frelsi nýti sér nýjar tilboðsáfyllingar þar sem netið í farsímann fylgir: 1.500 kr. áfylling (150 MB fylgir) og 3.000 kr.áfylling (300 MB fylgir). Einnig verður hægt að kaupa nýja netið í farsímann áfyllingu 500 MB fyrir 490 kr. Aðrar netáfyllingar 1 GB, 5 GB og 10 GB verða áfram í boði á óbreyttu verði.
Nova mun frá og með 1. júní bjóða nýjan netpakka í áskrift 500 MB fyrir 490 kr. Þá mun 1 GB í áskrift kosta 990 kr. í stað 490 kr. , 5 GB 1.990 kr. í stað 1.490 kr. og 10 GB 2.990 kr. í stað 2.490 kr.
SMS í erlend símanúmer mun kosta 21,90 kr. í stað 20,00 kr. áður.
Hringitónn mun kosta 199 kr. í stað 179 kr. og sé valinn nýr vinatónn kostar hann 199 kr. í stað 89 kr. Hægt verður að kaupa bæði hringitón og vinatón á 259 kr. í stað 239 kr. áður.
Vanskilagjald verður 690 kr. í stað 500 kr. áður.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Nova
Þjónustuver Nova sími 5191919.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 13:16
af GuðjónR
Þetta eru frekar feitar hækkanir sýnist mér.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 13:26
af Bjosep
Jeij
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 13:41
af steinarorri
Það versta við þessa hækkun er daggjaldið á netinu; úr 25 í 39 kr.
Ég er með 1 GB á mánuði í áskrift en ef það klárast, gerðist t.d. fyrir 10. apríl núna (var án nets í smá tíma) þá er ENGIN leið fyrir mig að kaupa auka GB heldur verð ég að nota dagpakkana. Ég hélt maður ætti að græða e-ð á því að vera í áskrift.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:02
af lollipop0
1GB á mán fer frá 490kr í 990kr í áskrift(690kr)?
það er 50% hækkun
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:19
af steinarorri
lollipop0 skrifaði:1GB á mán fer frá 490kr í 990kr í áskrift(690kr)?
það er 50% hækkun
Það er rosaleg hækkun... spurning hvort maður fari ekki að færa sig yfir til Símans, ef maður ætlar að borga þetta gjald get ég alveg eins verið á dreifikerfi sem lætur símann ekki svissa alltaf yfir á 2G kerfið.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:25
af GuðjónR
lollipop0 skrifaði:1GB á mán fer frá 490kr í 990kr í áskrift(690kr)?
það er 50% hækkun
hehehe nei ... það er rúmlega 100% hækkun! (100% hækkun væri 980 og 50% væri 735kr)
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:28
af KermitTheFrog
Einnig verður hægt að kaupa nýja netið í farsímann áfyllingu 500 MB fyrir 490 kr. Aðrar netáfyllingar 1 GB, 5 GB og 10 GB verða áfram í boði á óbreyttu verði.
Er nokkuð sáttur með þetta. 1 GB (990 kr.) er alltof mikið fyrir mig og 150 GB (490 kr.) of lítið
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:33
af lollipop0
GuðjónR skrifaði:lollipop0 skrifaði:1GB á mán fer frá 490kr í 990kr í áskrift(690kr)?
það er 50% hækkun
hehehe nei ... það er rúmlega 100% hækkun!
já rétt hjá þér!
Nova!!!
ætla svo að nota bara 500mb eftir 1 júni
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:43
af bAZik
KermitTheFrog skrifaði:Einnig verður hægt að kaupa nýja netið í farsímann áfyllingu 500 MB fyrir 490 kr. Aðrar netáfyllingar 1 GB, 5 GB og 10 GB verða áfram í boði á óbreyttu verði.
Er nokkuð sáttur með þetta. 1 GB (990 kr.) er alltof mikið fyrir mig og 150
MB (490 kr.) of lítið
Já sammála þér í þessu. 150MB er samt bara rétt undir því að vera nóg fyrir mig.
Re: NOVA breytir verðskránni
Sent: Þri 01. Maí 2012 14:59
af audiophile
Ég hringi svo lítið að það er spurning um að skipta. Þoli ekki hvað það er lélegt 3G sambandið hjá Nova.