Síða 1 af 1

hjólaskór

Sent: Mán 30. Apr 2012 10:32
af kubbur
Ég var að spá, þið sem eruð að hjóla mikið(à reiðhjóli) eruð þið að nota skó með festingum fyrir petalana? (Clip-on) eða körfur? Og mæliði með einhverri tegund frekar En annarri?

Re: hjólaskór

Sent: Mán 30. Apr 2012 11:04
af Glazier
Clipless pedalar eru snilld já.. og mæli með að þú fáir þér crank brothers pedala ;)

Re: hjólaskór

Sent: Mán 30. Apr 2012 13:02
af Bjosep
Ég er búinn að vera að nota táklemmur í nokkurn tíma núna og hef eiginlega bara gefist upp á því þar sem þær valda því alltaf að skórnir rifna meira en eðlilegt er, vegna núnings líklegast. Ég ætla allavega að skipta fyrir sumarið og fá mér hjólaskó. Get svo sem ekki mælt með neinu þar sérstaklega fyrir þig nema mögulega bent þér á að velja þér fjallahjólaskó frekar en götuhjóla skó, þar sem að klítinn á fjallahjólaskónum er uppi í sólanum þannig að þú getur gengið um á skónum án þess að eyðileggja klítann.

Glazier skrifaði:Clipless pedalar eru snilld já.. og mæli með að þú fáir þér crank brothers pedala ;)


Er einhver með umboðið fyrir þá hérna heima eða þarf maður að panta þá af netinu?

Uppfært.

Ég var í útilíf Holtagörðum í gær og það er eithvað af skóm þar á 30% afslætti. Líklegast í stærri stærðum 45+.