Held það sé allt í lagi með rafgeymirinn en það virkaði ekkert að gefa honum straum.
Dró hann á verkstaði B&L og þar verður kannað hvað er að, mig grunar sterklega að startarinn sé bilaður.
Ég þurfti reyndar að kvitta undir blað þar sem ég viðurkenni að skulda þeim 13500 kr. fyrir bilanagreiningu!
Var orðinn svo pirraður á þessu öllu að ég nennti ekki að spyrja manninn út í þetta, finnst líklegt að þetta sé eitthvað gjald sem þeir rukka ef kúnninn ætlar sér að láta laga bílinn annarsstaðar. Allaveganna ef bilanagreining kostar 13500 hvað kostar þá viðgerðin

Jæja...kaffibolli og út að mála staura og langbönd...