Síða 1 af 1
eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 14:46
af playman
Hverninn er það, eru bara allir búnnir að loka á fríar SMS sendingar?
síminn er búin að loka á þær
Já.is er búin að loka á þær
vodafone er búin að loka á þær
Nova er bara fyrir nova
er þetta bara búið að vera eða?
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 14:50
af dori
Alterna.is
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 15:08
af PepsiMaxIsti
Vodafone leyfir sms, en það þarf bara að skrá sig inn, kemur þá eins og sé verið aðs enda úr símanum, held að það kosti ekki neitt.
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 15:22
af wicket
Ég nota vefsms dótið hjá Símanum, þá kemur það eins og úr mínu númeri og maður getur búið til grúbbur og eitthvað.
Annars er maður alveg hættur að senda sms, facebook chat bara tekið yfir.
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 15:24
af PepsiMaxIsti
wicket skrifaði:Ég nota vefsms dótið hjá Símanum, þá kemur það eins og úr mínu númeri og maður getur búið til grúbbur og eitthvað.
Annars er maður alveg hættur að senda sms, facebook chat bara tekið yfir.
Rétt er það, en gallinn er að ekki allir eru með snjalla síma sem að eru með facebook með sér alltaf, en það fer að breytast. þannig að þá notast maður við það, hef sjálfur ekki sent sms af netinu í nokkur ár.
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 16:16
af kubbur
þetta er í raun óbeinn þrýstingur á notendur að fá sér snjallsíma
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 16:37
af GuðjónR
kubbur skrifaði:þetta er í raun óbeinn þrýstingur á notendur að fá sér snjallsíma
Er þetta ekki bara þráðbeinn þrýstingur
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 16:40
af playman
mér fynst allaveganna rosalega óþægilegt að geta ekki sent SMS af og til þegar að maður þarf að ná af fólki,
en snjallsímarnir eru að koma sterkir inn og hægt er að ná af sumum í gegnum facebook þannig, en því miður
þá er Megabætið bara svo dírt að flestir loka á þetta allt saman nema í gegnum Wifi.
Var að vísu að komast að því að alterna bíður enþá uppá frí SMS.
En eins og með síman og vodafone, þarf maður þá ekki að vera með númer hjá þeim til þess að
geta skráð sig og sent SMS?
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 16:46
af zedro
playman skrifaði:En eins og með síman og vodafone, þarf maður þá ekki að vera með númer hjá þeim til þess að
geta skráð sig og sent SMS?
Jebb og kostar smsið 8kr
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 16:52
af playman
Zedro skrifaði:playman skrifaði:En eins og með síman og vodafone, þarf maður þá ekki að vera með númer hjá þeim til þess að
geta skráð sig og sent SMS?
Jebb og kostar smsið 8kr
ekkert nema rán!
Re: eru allir búnnir að loka á SMS sendingar?
Sent: Þri 24. Apr 2012 19:48
af urban
kubbur skrifaði:þetta er í raun óbeinn þrýstingur á notendur að fá sér snjallsíma
afhverju er þetta óbeinn þrýstingur á að fá sér snjallsíma ??
hvað með að senda bara sín sms úr sínum síma og ætlast ekki til þess að það sé allt frítt ??
þarft ekkert snjallsíma til þess að senda sms