Síða 1 af 1

Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Mán 23. Apr 2012 20:03
af chaplin
Getur e-h sagt mér hverju var breytt í lögunum sem voru sett árið 2009. 2. apríl?

http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.032.html

Re: Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Mán 23. Apr 2012 20:07
af blitz

Re: Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Mán 23. Apr 2012 21:26
af chaplin
Takk fyrir þetta, en ég er með aðra spurningu, því skv. þessum lögum er lánveitanda ekki heimilt að krefjast þess að ábyrgðamenn greiði skuld ef lántakandi fer í greiðsluaðlögun, en skv. máli http://haestirettur.is/domar?nr=7026 - var það síðan dæmt í hag láveitanda.

Með öðrum orðum, Hæstiréttur dæmdi ábyrgðamenn til að greiða skuldina þrátt fyrir að lögin sögðu að það væri ekki leyfilegt.

Getur e-h útskýrt þetta fyrir mér, á mannamáli væri mjög vel þegið. Það sem ég skil ekki er, af það er búið að setja lög, en þau stangast á við stjórnarskrá - eru þau gild í dag eða var þeim breytt?

Edit * Hér er fréttin af Vísi.is

Re: Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Mán 23. Apr 2012 21:32
af Klaufi
chaplin skrifaði:er búið að setja lög, en þau stangast á við stjórnarskrá - eru þau gild í dag eða var þeim breytt?


Kæmi þér það á óvart..?

Re: Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Mán 23. Apr 2012 21:39
af chaplin
Klaufi skrifaði:
chaplin skrifaði:er búið að setja lög, en þau stangast á við stjórnarskrá - eru þau gild í dag eða var þeim breytt?


Kæmi þér það á óvart..?

Kæmi mér hvað á óvart? Ég hefði haldið að lögunum hefði þá verið breytt en finn ekkert um það. Eða var þetta einsdæmi þar sem skuldin var gerð fyrir lögin? Þá reyndar ekki einsdæmi, þar sem þetta myndi væntanlega gilda um öll önnur mál þar sem lánin voru tekin fyrir lögin.

Mín pæling, eru þessi lög gild í dag eða ekki?

Mjög góður pistill hér - http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=129 ... _id=359948

Re: Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Þri 24. Apr 2012 10:43
af chaplin
Enginn hugmynd um þetta, rapport ert þú ekki klár í þessu?

Re: Lögfræðisnillingar - Uppls. um "Lög um ábyrgðarmenn"

Sent: Mán 30. Apr 2012 00:17
af END
Lögin tóku gildi 4. apríl 2009 og halda gildi sínu þrátt fyrir dóminn sem þú vísar til. Hins vegar felur hann í sér að ákvæði laganna um að hafi krafa á hendur lántaka verið lækkuð þá lækki krafan einnig gagnvart ábyrgðarmanni taka ekki til ábyrgðarskuldbindinga sem stofnað var til fyrir gildistöku laganna. Þ.e. þetta ákvæði á aðeins við um ábyrgðarskuldbindingar sem stofnað hefur verið til 4. apríl 2009 eða síðar.

Ef þú vilt kanna gildi tiltekinnar ábyrgðar þá getur verið að hún falli undir samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga en það var í gildi fyrir setningu laganna en tekur aðeins til þeirra kröfuhafa sem eru aðilar að því. Einnig getur umboðsmaður skuldara aðstoðað við að kanna þetta.