Mér skilst nú að búðirnar hérna heima (þessar almennilegu, GÁP, Örninn, Kría o.þ.h.) séu ekki að láta fólk stíga á vigtina ef það brýtur stell. Um að gera að fá sér bara gott hjól og passa bara frekar að vera ekki að hamra á einhverja kanta og þess háttar, þá á þetta að halda vel. Ef þú ferð í örninn og spyrð þá bara hvort að stellið yrði í ábyrgð ef það mundi koma sprunga í það þá geri ég fastlega ráð fyrir að þeir jánki því, þeir hafa ekki verið þekktir fyrir að skjóta sér undan ábyrgð. Þeir (og aðrar búðir) senda stellin bara út og fá ný, það er ekki eins og að þeir þurfi að senda út mynd af eigandanum á vigtinni.
100 þúsund er því miður ekki mikið upp í gott hjól þessa dagana, fjallahjólastellin með minni 26" dekkjunum eru almennt sterkari. Gallinn við þau er bara þessir níðþungu framdemparar sem gera lítið annað en að hægja á manni innanbæjar.
Þetta er reyndar fjallahjól á 28" dekkjum (reyndar bara með 32 teinum):
http://orninn.is/V%C3%B6rur/Rei%C3%B0hj%C3%B3l/Fjallahj%C3%B3l/29%22/TREK_GF_Marlin_29%22 og er á þínu verðbili. Gallinn við hjól á þessu entry level verðum er að allir componentar eru frekar slappir og eflaust eru gjarðirnar á þessu ekkert heví dútí. Það er þó vel mögulegt að það sé hægt að fá þá til að skipta þeim út fyrir sterkari gjarðir, en það gæti náttúrulega kostað sitt.
Athugaðu svo að þú getur fengið 10% - 15% afslátt í flestum hjólabúðunum með því að ganga í íslenska fjallahjólaklúbbinn, ársgjaldið er skitnar 2.000 krónur sem borgar sig upp strax og þú kaupir hjólið:
http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/110/101/ þetta er frábær klúbbur þar sem að félagsmenn fá líka afnot af verkstæðinu hjá þeim á fimtudagskvöldum, námskeið o.fl. o.fl.
Málið er að hjól á þessu verðbili, frá 100 og upp í 200 þúsund eru mjög svipuð gæðalega séð, það er því mest spursmál um að finna hjól sem þú fílar vel, fara bara í búðirnar og prófa. Mæli þó með að þú reynir að fá hjól á nokkuð góðum gjörðum með 36 teinum.