Hvernig sem það kemur eða kemur málinu ekki við þá er ég að ekki beint að nota nýjustu tæki heima hjá mér
Farsíminn minn er frá 2007 (Sony Ericsson Z530i)
Græjumagnarinn minn er frá 1997 (keyptur á 12.000kr.- í fyrra) (Pioneer Vsx-806rds)
Tölvuskjárinn er frá 2009 og er so far búinn að standa sig lúmskt vel.
Samleigjandi minn er með 15" dell lcd skjá frá sirka 2004 (keyptur á 1000 kall í fyrra)
Græjumagnari samleigjandans er frá miðjum 8. áratugnum, Pioneer stereo magnari, 2x50w. (Pioneer SA-410)
Hátlararnir sem við erum með voru keyptir í góða hirðinum.
Kannski líður sumum bara betur við að nota sömu hlutina lengur, ég meina, þó að ég sé með ibm lyklaborð frá 1998 þykir mér það enganveginn "inferior" nútímalyklaborðum. Allir takkra virka fullkomlega, þó svo að það sé aðeins háværara en önnu lyklaborð. Enda fíla ég þessi gömlu lyklaborð, þau eru svo sterkbyggð, og takkarnir hoppa ekki eða skoppa út um allt ef maður rage-ar og lemur aðeins í það.
Sumir hlutir eru bara einfaldlega samsettir til að endast býst ég við.