Síða 1 af 2
Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:37
af GuðjónR
Í mínum huga hefur sú athöfn að panta pizzu alltaf verið frekar einföld, en það virðist eitthvað vera að breytast.
Fyrsta apríl þá skrapp ég í bæinn og ákvað að kaupa pizzu í leiðinni, eftir einn hring niður laugaveg og upp hverfisgötu sem tók um 40 mín lá leiðin á Eldsmiðjuna, enda margrómuð hérna á Vakinni fyrir bestu pizzur bæjarins og þó víðar væri leitað.
Þegar inn er komið þá kemur afreiðslustúlka á móti mér og ég segi við hana ég ætla að fá tilboð númer 2. þ.e. 16" pizzu með hakki og pepperóni og 12" margarítu með.
Hún horfir á mig eins og ég væri frá mars og spyr mig síðan, er það tilboð? ... og ég svara ja..segð'þú mér?
Þá labbar hún frá borðinu og spyr kokkinn hvort það sé einhver tilboð í gangi, hann kinkar kolli og hún kemur til baka og segir mér að það sé 30-40 mínútna bið.
Ég bað hana þá um að senda mér sms þegar pizzan væri til, ég ætlaði að taka annan laugaveg á meðan. Hún sagði það ekkert mál, sms yrði sent um leið og pizzan færi í ofninn.
Eftir annan laugaveg og c.a. 35 mínútur var ég mættur á planið fyrir utan Eldsmiðjuna, ákvað samt að bíða aðeins því sms hlyti að fara að koma...en 5 mín síðar nennti ég ekki og rölti inn.
Ég rétti miðann minn og spurði hvað það væri löng bið? Löng bið var endurtekið eftir mér, þessi pizza er löngu tilbúin...ég spurði þá af hverju þeir sendu ekki sms? og það var ekkert svar...
Jæja ... ég tók pizzurnar sem voru farnar að kólna og fór heim en þegar þangað var komið þá voru þær orðnar ískaldar.
Ég kveikti því að ofninum til að skerpa á þeim og skelli þeim inn, 5 mín síðar var farið að krauma í þeim og ég ætla að taka úr ofninum....já nei! þá bilar ofninn!!
Það kviknar mynd af lás á ofninum og ég get ekki opnað, nú voru góð ráð dýr ... eftir að fikta smá sá ég að ekkert myndi ganga þannig að ég rauk inn í bílskúr og sló út örygginu og það virkaði ofninn opnaðist!
Pizzurnar voru á mörkunum að brenna!
Þegar sest var að snæðingi þá kom hins vegar í ljós að margarítan var ekki margaríta heldur hvítlauksbrauð eða hvítlaukspizza...
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:40
af AntiTrust
GuðjónR skrifaði:Þegar sest var að snæðingi þá kom hins vegar í ljós að margarítan var ekki margaríta heldur hvítlauksbrauð eða hvítlaukspizza...
Það virðist hreinlega bara ekki vera á tæru hjá sumum pizzastöðum hvað hvort er, því ég hef margoft lent í því að fá hvítlaukbrauð þegar ég panta margarítu og vill fá pizzu syndandi í osti og engu öðru, en fæ í staðinn örþunnt, stökkt og óætt hvítlauksbrauð.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:42
af SolidFeather
Svo fer maður auðvitað á Pizza King, ekki þetta eldsmiðjudrasl.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:45
af ZiRiuS
SolidFeather skrifaði:Svo fer maður auðvitað á Pizza King, ekki þetta eldsmiðjudrasl.
Kann að meta þetta komment. Amígó gerir bestu pizzurnar!
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:48
af vesi
Finnst GuðjónR bara nokkuð heppin að eignast flotta minningu um pizzu
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:48
af valdij
Ég á í miklu hate/love relationship við Eldsmiðjuna.
Finnst Eldsmiðjan án efa vera bestu pizzurnar þó að auðvitað staðir eins og Gamla Smiðjan og Rizzo séu mjög fínar líkar. En þjónustan á Eldsmiðjunni, guð minn góður.
Til að byrja með þá er nánast undantekningarlaust lágmark klukkutíma biðtími í heimsendingar. Þegar ég hringdi líka seinni hluta mars og ætlaði að panta frá þeim, og koma sækja þá var mér tjáð það væri 90 mín í að sækja á Laugaveginn og 80 mín að sækja á Bragagötuna.. Það var reyndar 10 ára afmælistilboð í gangi í mars en samt sem áður finnst mér allt að 90 mín bið í að koma sækja jaðra við geðveiki.
Hef heldur aldrei, á neinum stað, fengið jafn oft vitlausar pizzur, kaldar pizzur, pöntunin týnst/gleymst. Starfsfólkið þarna virðast oftast ekki hafa -neitt- skipulag þarna. Lenti í því á Bragagötunni að ég ætlaði að koma sækja, pizzan átti að vera tilbúin eftir 20 mín og ég kem eftir ~30.
Sagt að "pizzan er rétt ókomin" þegar ég er búinn að vera þarna inni í 30 min og spyrja í tvígang hvort þetta sé ekki að verða komið, það eru 8 manns heima að biða eftir kvöldmatnum er mér sagt að þeir vita ekkert hvaða pantanir komu fyrstar inn, eru bara að gera pantanir af handahófi.. Enda á að vera þarna inni í samtals klukkutíma þangað til ég fékk pizzuna, n.b. á þessum tímapunkti eru örugglega 10-15 manns þarna sem eru líka búnir að vera bíða heillengi og hálfgerður múgæsingur byrjaður.
En þrátt fyrir allt þetta, þá held ég áfram að panta þarna einfaldlega vegna þess að þetta eru bestu pizzurnar.
En það er vert að taka fram, að Dominos eru komnar með nýjar/öðruvísi pizzur þarna og eru bara orðnar bara virkilega góðar. Elska líka við Dominos að það er nær alltaf 10-15 min í að þú getir sótt, og 20-30 min i að þetta er komið heim til þín ef þú villt fá sent.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 17:49
af Sphinx
bara hrauna yfir liðið þarna niður frá og fá fríar pizzur á alla notendur á vaktinni
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 18:14
af capteinninn
valdij skrifaði:Ég á í miklu hate/love relationship við Eldsmiðjuna.
Finnst Eldsmiðjan án efa vera bestu pizzurnar þó að auðvitað staðir eins og Gamla Smiðjan og Rizzo séu mjög fínar líkar. En þjónustan á Eldsmiðjunni, guð minn góður.
Til að byrja með þá er nánast undantekningarlaust lágmark klukkutíma biðtími í heimsendingar. Þegar ég hringdi líka seinni hluta mars og ætlaði að panta frá þeim, og koma sækja þá var mér tjáð það væri 90 mín í að sækja á Laugaveginn og 80 mín að sækja á Bragagötuna.. Það var reyndar 10 ára afmælistilboð í gangi í mars en samt sem áður finnst mér allt að 90 mín bið í að koma sækja jaðra við geðveiki.
Hef heldur aldrei, á neinum stað, fengið jafn oft vitlausar pizzur, kaldar pizzur, pöntunin týnst/gleymst. Starfsfólkið þarna virðast oftast ekki hafa -neitt- skipulag þarna. Lenti í því á Bragagötunni að ég ætlaði að koma sækja, pizzan átti að vera tilbúin eftir 20 mín og ég kem eftir ~30.
Sagt að "pizzan er rétt ókomin" þegar ég er búinn að vera þarna inni í 30 min og spyrja í tvígang hvort þetta sé ekki að verða komið, það eru 8 manns heima að biða eftir kvöldmatnum er mér sagt að þeir vita ekkert hvaða pantanir komu fyrstar inn, eru bara að gera pantanir af handahófi.. Enda á að vera þarna inni í samtals klukkutíma þangað til ég fékk pizzuna, n.b. á þessum tímapunkti eru örugglega 10-15 manns þarna sem eru líka búnir að vera bíða heillengi og hálfgerður múgæsingur byrjaður.
En þrátt fyrir allt þetta, þá held ég áfram að panta þarna einfaldlega vegna þess að þetta eru bestu pizzurnar.
En það er vert að taka fram, að Dominos eru komnar með nýjar/öðruvísi pizzur þarna og eru bara orðnar bara virkilega góðar. Elska líka við Dominos að það er nær alltaf 10-15 min í að þú getir sótt, og 20-30 min i að þetta er komið heim til þín ef þú villt fá sent.
Þarf maður eitthvað að panta þessar öðruvísi pizzur sérstaklega? Er langt síðan þær komu? Mér hefur alltaf fundist þær vera hálfgert rusl, ég smakkaði hana síðast fyrir nokkrum mánuðum. Á maður kannski að prófa þær aftur?
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 18:52
af ViktorS
Væri til í að hafa fleiri en 3 valmöguleika þegar ég panta pizzu
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 19:17
af valdij
Þessar nyju pizzur eru held ég tiltölulega nykomnar.. Deigið eða osturinn eða bæði það er eitthvað öðruvísi við þessar pizzur frá Dominos núna, á góðan hátt.
Mæli með að fólk prófi að panta sér þunnbotna dominos, mun skárri en þær voru
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 19:21
af GuðjónR
Ekki það að ég vilji vera dónalegur en þegar ég var staddur í Eldsmiðjunni á Suðurlandsbraut þá leið mér eins og ég væri staddur á vernduðum vinnustað.
Vesalings starfsfólkið var alveg útá túni
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 19:23
af KermitTheFrog
Tjah, hefðir átt að fara á Pizzuna
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 19:47
af Gerbill
Greifinn strákar mínir, Greifinn.
En annars nánast alltaf þegar ég fer suður þá finnst mér afgreiðslufólkið vera frekar slakt.
T.d. seinast þegar ég skrapp á Pizza Hut í Smáralind, þá var setið við 2 borð, ég og félagi minn og svo 2 konur með 3 börn.
Þær komu aðeins á eftir okkur og sátu þarna í korter án þess að fá neina aðstoð, svo voru nánast Öll borð óhrein en samt stóðu 2 "þjónar" bakvið og gláptu bara úti loftið.
Svo bað ég Sérstaklega um að fá Ekki dverga pönnu pizzu og viti menn, hvað fékk ég, jú auðvitað dverga pönnupizzu.
Veit ekki, er standardinn á þjónustu/framreiðslustörfum búinn að lækka svona á höfuðborgarsvæðinu eða hef ég bara verið svona 'heppinn' að lenda á þessu?
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 19:58
af intenz
Pizzan hérna megin, lang bestu pizzurnar imo.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:18
af Páll
hannesstef skrifaði:valdij skrifaði:Ég á í miklu hate/love relationship við Eldsmiðjuna.
Finnst Eldsmiðjan án efa vera bestu pizzurnar þó að auðvitað staðir eins og Gamla Smiðjan og Rizzo séu mjög fínar líkar. En þjónustan á Eldsmiðjunni, guð minn góður.
Til að byrja með þá er nánast undantekningarlaust lágmark klukkutíma biðtími í heimsendingar. Þegar ég hringdi líka seinni hluta mars og ætlaði að panta frá þeim, og koma sækja þá var mér tjáð það væri 90 mín í að sækja á Laugaveginn og 80 mín að sækja á Bragagötuna.. Það var reyndar 10 ára afmælistilboð í gangi í mars en samt sem áður finnst mér allt að 90 mín bið í að koma sækja jaðra við geðveiki.
Hef heldur aldrei, á neinum stað, fengið jafn oft vitlausar pizzur, kaldar pizzur, pöntunin týnst/gleymst. Starfsfólkið þarna virðast oftast ekki hafa -neitt- skipulag þarna. Lenti í því á Bragagötunni að ég ætlaði að koma sækja, pizzan átti að vera tilbúin eftir 20 mín og ég kem eftir ~30.
Sagt að "pizzan er rétt ókomin" þegar ég er búinn að vera þarna inni í 30 min og spyrja í tvígang hvort þetta sé ekki að verða komið, það eru 8 manns heima að biða eftir kvöldmatnum er mér sagt að þeir vita ekkert hvaða pantanir komu fyrstar inn, eru bara að gera pantanir af handahófi.. Enda á að vera þarna inni í samtals klukkutíma þangað til ég fékk pizzuna, n.b. á þessum tímapunkti eru örugglega 10-15 manns þarna sem eru líka búnir að vera bíða heillengi og hálfgerður múgæsingur byrjaður.
En þrátt fyrir allt þetta, þá held ég áfram að panta þarna einfaldlega vegna þess að þetta eru bestu pizzurnar.
En það er vert að taka fram, að Dominos eru komnar með nýjar/öðruvísi pizzur þarna og eru bara orðnar bara virkilega góðar. Elska líka við Dominos að það er nær alltaf 10-15 min í að þú getir sótt, og 20-30 min i að þetta er komið heim til þín ef þú villt fá sent.
Þarf maður eitthvað að panta þessar öðruvísi pizzur sérstaklega? Er langt síðan þær komu? Mér hefur alltaf fundist þær vera hálfgert rusl, ég smakkaði hana síðast fyrir nokkrum mánuðum. Á maður kannski að prófa þær aftur?
Sæll, ég er að vinna á dominos og fyrir c.a mánuði var öllum deigum skipt út fyrir nýtt hollara deig.
Svo er osturinn 100% mozarella og svo er komin kantaolía á allar pizzur með venjulega botni, alveg klikkaðslega gott! Svo er einnig byrjað að selja litlar kók í dós!
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:18
af Tbot
"T.d. seinast þegar ég skrapp á Pizza Hut í Smáralind, þá var setið við 2 borð, ég og félagi minn og svo 2 konur með 3 börn.
Þær komu aðeins á eftir okkur og sátu þarna í korter án þess að fá neina aðstoð, svo voru nánast Öll borð óhrein en samt stóðu 2 "þjónar" bakvið og gláptu bara úti loftið."
Mig minnir að þetta dæmi hafi farið á hausinn, voru með stað á suðurlandsbraut og bústaðavegi.
Fór einu sinni á suðurlandsbrautina og hét því að fara þar aldrei aftur. Léleg pízza og allt rándýrt.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:20
af Sphinx
mer finnst geðveikt þæginlegt að fara inna
http://www.dominos.is og panta pizzu.. kominn eftir sirka 35mín
kostar reyndar sitt en það er allt i lagi af og til
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:22
af worghal
Páll skrifaði:Sæll, ég er að vinna á dominos og fyrir c.a mánuði var öllum deigum skipt út fyrir nýtt hollara deig.
Svo er osturinn 100% mozarella og svo er komin kantaolía á allar pizzur með venjulega botni, alveg klikkaðslega gott! Svo er einnig byrjað að selja litlar kók í dós!
besta breyting EVER hjá dominos, pizzurnar urðu svona 100 sinnum betri með þessu nýja deigi og að setja olíuna á kanntinn er bara plús
nú er ég bara að bíða eftir því að geta pantað ostafyllta skorpu
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:25
af astro
Sphinx skrifaði:mer finnst geðveikt þæginlegt að fara inna
http://www.dominos.is og panta pizzu.. kominn eftir sirka 35mín
kostar reyndar sitt en það er allt i lagi af og til
Ég bíð bara enn eftir Dominos appinu, þannig að ég þurfi ekki að standa uppúr lazy-boynum til labba að tölvunni og panta *fatsó*
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:31
af flottur
Foodco(aktu taktu, american style og svo framvegis) keypti eldsmiðjuna og gerði hana að heilalausu batteríi þess vegna er þetta orðið svona.
Standardin lækkaði þegar að foodco keypti draslið
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:37
af GuðjónR
flottur skrifaði:Foodco(aktu taktu, american style og svo framvegis) keypti eldsmiðjuna og gerði hana að heilalausu batteríi þess vegna er þetta orðið svona.
Standardin lækkaði þegar að foodco keypti draslið
Það hlaut að vera, það eru skýringar á öllu.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 20:42
af Demon
valdij skrifaði:Ég á í miklu hate/love relationship við Eldsmiðjuna.
Finnst Eldsmiðjan án efa vera bestu pizzurnar þó að auðvitað staðir eins og Gamla Smiðjan og Rizzo séu mjög fínar líkar. En þjónustan á Eldsmiðjunni, guð minn góður.
Vá eins og talað úr mínum munni.
Pizzurnar á Eldsmiðjunni eru bestar ennþá að mínu mati (þó Dominos pizzur hafi skánað töluvert undanfarið) en ég hef nákvæmlega sömu reynslu og þú af þeim.
Merkilegt nokk þá fær maður betri þjónustu ef maður borðar pizzuna á staðnum, líklega hafa þeir viðskiptavinir alltaf forgang?
En já hef oft fengið þessa lygi um að pizzan sé bara "alveg að verða tilbúin" eða "nýkomin í ofninn" svo kannski 5-10 mín síðar fæ ég sms um að hún sé komin í ofninn?!
Hálfvitar..
Dominos er hinsvegar með þjónustu til fyrirmyndar, ef ég fílaði pizzuna hjá þeim þá myndi ég alltaf versla þar.
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 21:39
af kubbur
dominos hefur skánað alveg heilan helling, ekki bara pitsurnar heldur líka þjónustan
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 21:46
af GuðjónR
Rizzo voru að opna í mosó, held að næsta skrefið sé að prófa hjá þeim
Re: Að panta pizzu ... saga hremminga
Sent: Fim 05. Apr 2012 21:46
af Gúrú
Demon skrifaði:Dominos er hinsvegar með þjónustu til fyrirmyndar, ef ég fílaði pizzuna hjá þeim þá myndi ég alltaf versla þar.
Hef lent í því 3-4 sinnum
í röð núna að þegar að ég mæti á tilsettum tíma, að það sé annaðhvort röð útur dyrum eða ekki,
en
alltaf lendi ég í því að mér er sagt að bíða 5-
15 mínútur í
viðbót eftir að hafa mætt á réttum tíma og beðið í röð í kannski 5-7 mínútur.
Alveg fáránlegt. Maður er ekki að mæta á réttum tíma til að bíða síðan eins og hálfviti í
korter í lobbýinu á pizzastað.