Síða 1 af 1
Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 02:01
af Gunnar
Seinasti skilafresturinn var 22 og ég var að skila því inn núna. Fæ ég einhverja sekt eða hvað?
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 02:09
af AciD_RaiN
Prófaðu að hringja strax á morgun... Maður fær OFTAST séns ef maður lætur vita... Hef lent í þessu oftar en einu sinni
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 04:13
af worghal
hvaða asnaskapur er það að skila of seint ?
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 06:04
af hrabbi
Ef framtali er ekki skilað í tæka tíð er áætlað á mann. Ef skilað er inn eftir framtalsfrest en áður en álagningu er lokið er _hægt_ að leggja álag upp á 0,5% fyrir hvern dag upp að 10%. Eftir álagningu má bæta 15% við. Ég held þú getir samt alveg andað rólega. Úr því að það er svona stutt liðið og þetta kemur (væntanlega) ekki reglulega fyrir færðu annaðhvort bara að skila því venjulega eða það verður flokkað sem kæra vegna álagningarinnar sem verður tekið fullt tillit til. Hringdu bara í RSK þegar það opnar.
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 09:28
af gutti
Svo er hægt skæja frest til 27 mars ef þú hefði gert það
Almennur skilafrestur er til 22. mars,
en framlengdur frestur til 27. mars.
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 10:12
af lukkuláki
gutti skrifaði:Svo er hægt skæja frest til 27 mars ef þú hefði gert það
Almennur skilafrestur er til 22. mars,
en framlengdur frestur til 27. mars.
Já 27. mars
er ekki kominn 30. mars hjá þér ennþá ?
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 11:13
af Gunnar
takk reyni að hafa samband við þau.
Vanalega er ég minntur á að skila inn en eitthvað klikkaði það núna.
ss. vissi enganveginn að það væri núna.
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 11:47
af Gunnar
afsaka double post en vildi segja að ég sendi post og fékk svar nokkrum mínútum síðar
Aðalmálið er að skila.
Hafðu engar áhyggjur, 1-2 dagar eftir frest skipta ekki það miklu máli.
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 12:24
af AciD_RaiN
Gunnar skrifaði:afsaka double post en vildi segja að ég sendi post og fékk svar nokkrum mínútum síðar
Aðalmálið er að skila.
Hafðu engar áhyggjur, 1-2 dagar eftir frest skipta ekki það miklu máli.
Told ya
Re: Of seinn að skila inn skattframtali.
Sent: Fös 30. Mar 2012 15:10
af ZoRzEr
Flott mál. Þeir eru helvíti duglegir að svara tölvupóstinum.