ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?
Sent: Fim 29. Mar 2012 22:35
Sælir.
Eftir að hafa horft á mest mindblowing fyrirlestur sem ég hef séð langaði mig að fá umræðu um það hvernig skólakerfið er byggt upp til þess að brjóta niður fólk sem hefur hæfileika til að læra eitthvað annað en stærðfræði eða sögu.
Hafið þið pælt í því hvort að skólakerfið henti öllum eins og það er í dag, og hvernig það má bæta það? Er það ekki annars markmið samfélags, að sem flestir geti gert eitthvað sem þeir eru hamingjusamir með til þágu samfélagsins?
Snýst lífið bara út á það að búa til verkfræðinga sem hanna svo vélar til að gera lífið auðveldara, eða hefur lífið upp á eitthvað meira að bjóða? Eins og að njóta menningar og lista?
Í þessum fyrirlestri sem ég talaði um er farið yfir sögu eins besta danshöfundar heimsins. Hún rifjaði upp fyrir honum hvernig hún byrjaði í dansinum, um átta ára aldur.
Hún var aldrei góð í skóla og var alltaf á iði og gat ekki sitið kyrr og lært. Hvað yrði gert við svona tilvik í dag? Skellt "ADHD" stimpli á hana og hún látin á róandi lyf.
Hennar saga er bæði áhugaverðari og fallegri, því hún var ein af þessum örfáu.
Þetta var árið 1930, þegar það var ekki búið að "finna upp" ADHD. Hún var send í greiningu ásamt foreldrum og þau ræddu ástandið.
Læknirinn sá að hún var alltaf á iði og gat ekki sitið kyrr, svo hún vildi fá að tala við hana í einrúmi.
Eftir stutt viðtal kemur læknirinn út og segir við foreldrana "stelpan ykkar er ekki með sjúkdóm... hún er dansari".
Eftir það var hún send í dansskóla þar sem hún var í hópi fólks sem var alveg eins, alltaf á iði og elskuðu dans.
Þessi saga snerti mig mjög mikið. Þó mér hafi alltaf gengið vel með að læra því að ég "var svo heppinn" að fæðast með minniseiginleikann, þá skil ég ekki afhverju minni og hæfileikinn til þess að læra stærðfræði, íslensku, ensku og fleiri greinar þurfi að móta skoðun okkar á manneskju? Er það fólk merkilegra? Nei. Það hafa allir sinn rétt á að njóta þessa heims sem við búum í, og leyfa sér að blómstra. Menntakerfið í dag býður alls ekki upp á það að fólk fái að njóta sín, heldur rífur það alla þessa frábæru einstaklinga niður, því þeir eru ekki góðir í stærðfræði.
Þessi fyrirlestur ætti að vera skyldusjón.
http://www.ted.com/talks/ken_robinson_s ... ivity.html
Eftir að hafa horft á mest mindblowing fyrirlestur sem ég hef séð langaði mig að fá umræðu um það hvernig skólakerfið er byggt upp til þess að brjóta niður fólk sem hefur hæfileika til að læra eitthvað annað en stærðfræði eða sögu.
Hafið þið pælt í því hvort að skólakerfið henti öllum eins og það er í dag, og hvernig það má bæta það? Er það ekki annars markmið samfélags, að sem flestir geti gert eitthvað sem þeir eru hamingjusamir með til þágu samfélagsins?
Snýst lífið bara út á það að búa til verkfræðinga sem hanna svo vélar til að gera lífið auðveldara, eða hefur lífið upp á eitthvað meira að bjóða? Eins og að njóta menningar og lista?
Í þessum fyrirlestri sem ég talaði um er farið yfir sögu eins besta danshöfundar heimsins. Hún rifjaði upp fyrir honum hvernig hún byrjaði í dansinum, um átta ára aldur.
Hún var aldrei góð í skóla og var alltaf á iði og gat ekki sitið kyrr og lært. Hvað yrði gert við svona tilvik í dag? Skellt "ADHD" stimpli á hana og hún látin á róandi lyf.
Hennar saga er bæði áhugaverðari og fallegri, því hún var ein af þessum örfáu.
Þetta var árið 1930, þegar það var ekki búið að "finna upp" ADHD. Hún var send í greiningu ásamt foreldrum og þau ræddu ástandið.
Læknirinn sá að hún var alltaf á iði og gat ekki sitið kyrr, svo hún vildi fá að tala við hana í einrúmi.
Eftir stutt viðtal kemur læknirinn út og segir við foreldrana "stelpan ykkar er ekki með sjúkdóm... hún er dansari".
Eftir það var hún send í dansskóla þar sem hún var í hópi fólks sem var alveg eins, alltaf á iði og elskuðu dans.
Þessi saga snerti mig mjög mikið. Þó mér hafi alltaf gengið vel með að læra því að ég "var svo heppinn" að fæðast með minniseiginleikann, þá skil ég ekki afhverju minni og hæfileikinn til þess að læra stærðfræði, íslensku, ensku og fleiri greinar þurfi að móta skoðun okkar á manneskju? Er það fólk merkilegra? Nei. Það hafa allir sinn rétt á að njóta þessa heims sem við búum í, og leyfa sér að blómstra. Menntakerfið í dag býður alls ekki upp á það að fólk fái að njóta sín, heldur rífur það alla þessa frábæru einstaklinga niður, því þeir eru ekki góðir í stærðfræði.
Þessi fyrirlestur ætti að vera skyldusjón.
http://www.ted.com/talks/ken_robinson_s ... ivity.html