ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fim 29. Mar 2012 22:35

Sælir.
Eftir að hafa horft á mest mindblowing fyrirlestur sem ég hef séð langaði mig að fá umræðu um það hvernig skólakerfið er byggt upp til þess að brjóta niður fólk sem hefur hæfileika til að læra eitthvað annað en stærðfræði eða sögu.

Hafið þið pælt í því hvort að skólakerfið henti öllum eins og það er í dag, og hvernig það má bæta það? Er það ekki annars markmið samfélags, að sem flestir geti gert eitthvað sem þeir eru hamingjusamir með til þágu samfélagsins?

Snýst lífið bara út á það að búa til verkfræðinga sem hanna svo vélar til að gera lífið auðveldara, eða hefur lífið upp á eitthvað meira að bjóða? Eins og að njóta menningar og lista?

Í þessum fyrirlestri sem ég talaði um er farið yfir sögu eins besta danshöfundar heimsins. Hún rifjaði upp fyrir honum hvernig hún byrjaði í dansinum, um átta ára aldur.
Hún var aldrei góð í skóla og var alltaf á iði og gat ekki sitið kyrr og lært. Hvað yrði gert við svona tilvik í dag? Skellt "ADHD" stimpli á hana og hún látin á róandi lyf.
Hennar saga er bæði áhugaverðari og fallegri, því hún var ein af þessum örfáu.
Þetta var árið 1930, þegar það var ekki búið að "finna upp" ADHD. Hún var send í greiningu ásamt foreldrum og þau ræddu ástandið.
Læknirinn sá að hún var alltaf á iði og gat ekki sitið kyrr, svo hún vildi fá að tala við hana í einrúmi.
Eftir stutt viðtal kemur læknirinn út og segir við foreldrana "stelpan ykkar er ekki með sjúkdóm... hún er dansari".
Eftir það var hún send í dansskóla þar sem hún var í hópi fólks sem var alveg eins, alltaf á iði og elskuðu dans.


Þessi saga snerti mig mjög mikið. Þó mér hafi alltaf gengið vel með að læra því að ég "var svo heppinn" að fæðast með minniseiginleikann, þá skil ég ekki afhverju minni og hæfileikinn til þess að læra stærðfræði, íslensku, ensku og fleiri greinar þurfi að móta skoðun okkar á manneskju? Er það fólk merkilegra? Nei. Það hafa allir sinn rétt á að njóta þessa heims sem við búum í, og leyfa sér að blómstra. Menntakerfið í dag býður alls ekki upp á það að fólk fái að njóta sín, heldur rífur það alla þessa frábæru einstaklinga niður, því þeir eru ekki góðir í stærðfræði.

Þessi fyrirlestur ætti að vera skyldusjón.

http://www.ted.com/talks/ken_robinson_s ... ivity.html


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Leviathan » Fim 29. Mar 2012 22:42

Hef einmitt pælt ótrúlega mikið í þessu undanfarið. Get t.d. ómögulega sætt mig við að þurfa að klára ÍSL 503 til að útskrifast sem stúdent á náttúrufræðibraut.


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Magneto » Fim 29. Mar 2012 22:43

hjartanlega sammála öllu sem þú segir ! mér finnst fáránlegt að allir "eigi" að vera eins !



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf fallen » Fim 29. Mar 2012 22:44

Þetta er algjörlega frábært TEDTalk og eitt af mínum uppáhalds. RSA Animate útgáfan af þessu er líka mögnuð.
http://www.youtube.com/watch?v=zDZFcDGpL4U


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fim 29. Mar 2012 22:55

Magneto skrifaði:hjartanlega sammála öllu sem þú segir ! mér finnst fáránlegt að allir "eigi" að vera eins !

Það er það merkilega við þetta. Samfélagið okkar er byggt þannig upp að ef þú hefur þessa ákveðnu hæfileika á þér að vegna vel. Ef þú hefur einhverja aðra hæfileika hinsvegar, er það aldrei metið til eins eða neins, og þú færð aldrei neina viðurkenningu fyrir það sem þú gerir.

Ýmindið ykkur krakka sem eru rifnir niður t.d. frá 6 ára aldri með þessu meingallaða kerfi, hverjar eru afleiðingarnar?
Til þess að fá viðurkenningu fyrir eitthvað fara margir í það að vera svona "badboys" og "badgirls".
Man alveg eftir því t.d. að þegar ég var í 7unda bekk fannst mér frekar kúl fólk sem fiktaði við að reykja. Ef aginn er ekki nógu góður heimafyrir, þá auðvitað leita þessir einstaklingar í viðurkenningu í gegnum þetta mynstur, byrja að reykja og prufa eiturlyf, bara til að vera EITTHVAÐ í þessum heimi. Ekki bara einhver auli sem fær alltaf 3 á stærðfræðiprófi.

Þetta svo endurspeglar aftur viðmót samfélagsins til fíkniefna og lyfja.
Af því að þessir aðilar leita í þessi efni til að deyfa sig og líða "örlítið skárr" í nokkra tíma, þá er búið að stíla þau öll sem "ógeðsleg efni fyrir aumingja og dópista".
Aftur á móti er sannleikurinn allt annar, eins og hefur margs sinnis komið fram.

En afhverju er það slæmt? Eru dóp til þess að bæta samfélög? Veit það ekki, en það sem er svo slæmt við hræðsluáróðurinn er að fólk notar tóbak og áfengi í gríðarlegum mæli því það er "inn" í samfélaginu, sem mögulega skaða samfélagið töluvert meira, en kannski önnur vímuefni myndu ekki gera ef þau væru notuð af ábyrgðarfullum einstaklingum.

T.d. eru áhrif áfengis oft þau að fólk verður kærulaust og ofbeldishneigt, en kannabis róar þig, e-taflan lætur þig elska snertingu og dans, og LSD leyfir heilanum að reyka. Nú er ég ekki að mæla með þessum lyfjum, en má ekki aðeins staldra við og skoða þetta fordómalaust?

Súlurit úr Lancet:
Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 29. Mar 2012 23:48

Ertu að segja að rangt menntunarkerfi láti fólk leiðast út í eiturlyf? Ef að þú væri kannski að fylgjast með í FÉL103 og 203 þá myndirðu vita það að það er samfélagið sem hefur áhrif á hegðun þína, uppeldi, staðsetning og hvernig fólk þú umgengst, skólakerfið fræðir þig.

Þó ég sé hjartanlega sammála Sir Ken Robinson að þá er ég ekki alveg að skilja hvað þú ert að segja? Ertu að segja að eiturlyf frjóvgi sköpunargleðina? Endilega útskýrðu betur.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf biturk » Fim 29. Mar 2012 23:51

ZiRiuS skrifaði:Ertu að segja að rangt menntunarkerfi láti fólk leiðast út í eiturlyf? Ef að þú væri kannski að fylgjast með í FÉL103 og 203 þá myndirðu vita það að það er samfélagið sem hefur áhrif á hegðun þína, uppeldi, staðsetning og hvernig fólk þú umgengst, skólakerfið fræðir þig.

Þó ég sé hjartanlega sammála Sir Ken Robinson að þá er ég ekki alveg að skilja hvað þú ert að segja? Ertu að segja að eiturlyf frjóvgi sköpunargleðina? Endilega útskýrðu betur.



flest frægustu og bestu lög heims hafa verið samin undir áhrifum eiturlyfja? mikið af málverkum og annar list líka


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 29. Mar 2012 23:54

biturk skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ertu að segja að rangt menntunarkerfi láti fólk leiðast út í eiturlyf? Ef að þú væri kannski að fylgjast með í FÉL103 og 203 þá myndirðu vita það að það er samfélagið sem hefur áhrif á hegðun þína, uppeldi, staðsetning og hvernig fólk þú umgengst, skólakerfið fræðir þig.

Þó ég sé hjartanlega sammála Sir Ken Robinson að þá er ég ekki alveg að skilja hvað þú ert að segja? Ertu að segja að eiturlyf frjóvgi sköpunargleðina? Endilega útskýrðu betur.



flest frægustu og bestu lög heims hafa verið samin undir áhrifum eiturlyfja? mikið af málverkum og annar list líka


Og eru það rökin til að lögleiða það? Kannski koma með tölur á móti hversu mörg að bestu lögum, málverkum og annarri list var búið til án þess að vera undir áhrifum eiturlyfja?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fim 29. Mar 2012 23:57

ZiRiuS skrifaði:
biturk skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ertu að segja að rangt menntunarkerfi láti fólk leiðast út í eiturlyf? Ef að þú væri kannski að fylgjast með í FÉL103 og 203 þá myndirðu vita það að það er samfélagið sem hefur áhrif á hegðun þína, uppeldi, staðsetning og hvernig fólk þú umgengst, skólakerfið fræðir þig.

Þó ég sé hjartanlega sammála Sir Ken Robinson að þá er ég ekki alveg að skilja hvað þú ert að segja? Ertu að segja að eiturlyf frjóvgi sköpunargleðina? Endilega útskýrðu betur.



flest frægustu og bestu lög heims hafa verið samin undir áhrifum eiturlyfja? mikið af málverkum og annar list líka


Og eru það rökin til að lögleiða það? Kannski koma með tölur á móti hversu mörg að bestu lögum, málverkum og annarri list var búið til án þess að vera undir áhrifum eiturlyfja?


ALLS EKKI FARA ÚT Í ÞESSA UMRÆÐU, OFF-TOPIC AFÞAKKAÐ.

Það er enginn að tala um neina lögleiðingu. STOP!


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 29. Mar 2012 23:59

Sallarólegur skrifaði:ALLS EKKI FARA ÚT Í ÞESSA UMRÆÐU, OFF-TOPIC AFÞAKKAÐ.

Það er enginn að tala um neina lögleiðingu. STOP!


Sorry, (þú byrjaðir samt með eiturlyfjatenginguna) en endilega útskýrðu samt betur hvað þú átt við...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fös 30. Mar 2012 00:00

ZiRiuS skrifaði:Ertu að segja að rangt menntunarkerfi láti fólk leiðast út í eiturlyf?


Lastu ekki það sem ég skrifaði?
Þeir einstaklingar sem hafa ekki þessar gáfur sem eru skilgreindar sem "nytsamlegar" af þjóðfélaginu er brotið niður með lélegum einkunnum í stað þess að leyfa því að frjóvga sinn heila á sinn hátt í einhverju sem hentar.

Einstaklingur sem hefur verið brotinn niður frá 6 ára aldri til 15 ára sem fær enga viðurkenningu fyrir það sem hann er sterkur í hlýtur að líða mjög illa, og áfengi og eiturlyf eru oft auðveldasta leiðin til að deyfa slæmar tilfinningar.

Mér finnst svona umræða oft einkennast af sleggjudómum. Allir sem eru á móti þessari skoðun minni fara alltaf því þvílíka "vörn" og segja "ERTU AÐ SEGJA AÐ ALLIR SEM FÁI LÉLEGAR EINKUNNIR FARI Í DÓP" NEI, en það gerist, og það er hægt að bæta þetta.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf ZiRiuS » Fös 30. Mar 2012 00:06

Sallarólegur skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ertu að segja að rangt menntunarkerfi láti fólk leiðast út í eiturlyf?


Lastu ekki það sem ég skrifaði?
Þeir einstaklingar sem hafa ekki þessar gáfur sem eru skilgreindar sem "nytsamlegar" af þjóðfélaginu er brotið niður með lélegum einkunnum í stað þess að leyfa því að frjóvga sinn heila á sinn hátt í einhverju sem hentar.

Einstaklingur sem hefur verið brotinn niður frá 6 ára aldri til 15 ára sem fær enga viðurkenningu fyrir það sem hann er sterkur í hlýtur að líða mjög illa, og áfengi og eiturlyf eru oft auðveldasta leiðin til að deyfa slæmar tilfinningar.


Þetta er bara ekki rétt hjá þér... það er fullt af fólki sem er búið að vera með lélegar einkunnir frá barnæsku (þ.á.m. ég...) sem leiðast ekki út í eiturlyf, eins og ég sagði fyrir ofan þá eru það samfélagslegar aðstæður sem láta fólk fara frekar út á þessa braut, ekki skólakerfið. Ég stórlega efast um að þessar tölur eigi eftir að minnka þó að skólakerfinu yrði breytt...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2484
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf GullMoli » Fös 30. Mar 2012 00:13

Sá þennan fyrirlestur einmitt fyrir einhverjum mánuðum, alveg frábær.

Ég mæli með því að þið kíkið í bók sem heitir Outliers: The Story of Success. Hún tengist ekki beint skólakerfinu okkar en þessi saga um dansarann minnti mig á hana, þar sem hún er einmitt tekin sem dæmi í bókinni og þar segir hún þessa sögu (varð alveg heimsfrægur dansari btw).

Tekið af Wikipedia:

In Outliers, Gladwell examines the factors that contribute to high levels of success. To support his thesis, he examines the causes of why the majority of Canadian ice hockey players are born in the first few months of the calendar year, how Microsoft co-founder Bill Gates achieved his extreme wealth, how The Beatles became one of the most successful musical acts in human history, how cultural differences play a large part in perceived intelligence and rational decision making, and how two people with exceptional intelligence, Christopher Langan and J. Robert Oppenheimer, end up with such vastly different fortunes. Throughout the publication, Gladwell repeatedly mentions the "10,000-Hour Rule", claiming that the key to success in any field is, to a large extent, a matter of practicing a specific task for a total of around 10,000 hours.


EDIT:
Leviathan skrifaði:Hef einmitt pælt ótrúlega mikið í þessu undanfarið. Get t.d. ómögulega sætt mig við að þurfa að klára ÍSL 503 til að útskrifast sem stúdent á náttúrufræðibraut.


Úff, ég er einmitt að hugsa það sama í hverjum einasta fjandans tíma, þetta er ekkert nema einhver bölvuð ljóðaþvæla sem ég hef engin not fyrir. Námið sem ég stefni á snýr í allt aðra átt.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf AciD_RaiN » Fös 30. Mar 2012 00:24

Auðvitað þarf þessi umræða að fara út í rifrildi. Ég get ekkert staðhæft nema frá minni eigin reynslu.

Sjálfur var ég hrikalegur í stærðfræð og er enn en í flestu öðru hef ég aldrei þurft að læra heima til að ná.

Samt sem áður varð ég sprautufíkill til 10 ára og byrjaði að reykja 9 ára osfr. Rétt það sem hann segir með áfengið og þess vegna hætti ég að drekka fyrir 10 árum en hætti ekki að nota annað dóp fyrr en í október.

Þetta var ekki slæmu skólakerfi að kenna en það hjálpaði ekki til að vera barinn niður af kennurunum fyrir að vera nautheimskur og kunna ekki margföldunartöfluna... Í dag á maður auðvelt með að taka gagnrýni en þegar maður er 11 ára þá veit maður ekki alveg hvernig maður á að bregðast við því þegar kennarinn kallar mann aumingja og ef smokkasjálfsalar hefðu verið til í den þá væri maður ekki til. Börn höndla þessa hluti á allt annan hátt.

Ég hef aldrei gert neinum neitt annað en að selja þeim dóp (sem er jú ekki fallegur hlutur) en samt er maður útskúfaður af samfélaginu og kallaður aumingi sem er allt í lagi mín vegna en hvert leiðir það.

Það vildu allir meina að ég væri með ADHD sem krakki en það bara sæist ekki í verki afþví ég var svo rólegur. Það er alltaf reynt að klína þessum sjúkdómi á alla sem eru með eitthvað issue í þessum standard fögum í skólanum.

Maður kann varla að leggja saman tvo og tvo en samt gekk manni vel að framleiða dóp, rækta snáka og í dag er maður nú búinn að ná nokkuð góðum tökum á tölvumálum og á þetta stuttum tíma. Get ekki sagt að maður sé mjög heimskur fyrir að kunna ekki stærðfræði.

Nú er ég kominn langt út fyrir efnið eins og alltaf (kannski athyglusbresturinn :happy ) en ég held að þessi umræða sé nauðsynleg. Þetta er allt svo satt og rétt hjá Sallarólegur en svo eru auðvitað skiptar SKOÐANIR á hlutunum...


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fös 30. Mar 2012 00:26

ZiRiuS skrifaði:það er fullt af fólki sem er búið að vera með lélegar einkunnir frá barnæsku (þ.á.m. ég...) sem leiðast ekki út í eiturlyf


Lestu það sem ég bætti við:

Allir sem eru á móti þessari skoðun minni fara alltaf því þvílíka "vörn" og segja "ERTU AÐ SEGJA AÐ ALLIR SEM FÁI LÉLEGAR EINKUNNIR FARI Í DÓP" NEI, en það gerist, og það er hægt að bæta þetta.

ZiRiuS skrifaði: og ég sagði fyrir ofan þá eru það samfélagslegar aðstæður sem láta fólk fara frekar út á þessa braut, ekki skólakerfið. Ég stórlega efast um að þessar tölur eigi eftir að minnka þó að skólakerfinu yrði breytt...


Áttarðu þig ekki á því að skólakerfið er langstærsti og mest mótandi samfélagsþáttur sem þú gengur í gegnum? Tek sem dæmi þá hef ég kynnst 90% af mínum vinum og kunningjum beint eða óbeint í gegnum skólakerfið.

Ætla ekki að rökræða við þig því að ég veit að ég hef rétt fyrir mér í þessum efnum, og þekki greinilega betur, og fleiri, svona einstaklinga en þú.

Til dæmis er einn félagi minn núna sem er ótrúlega góður í listgreinum, en fékk ekki stærðfræðigenið. Hann hefur reynt ótal sinnum að komast í gegnum menntaskóla, en hans heili og hans gen eru einfaldlega ekki búin til til þess að meðtaka stærðfræði. Fyrir mér þarf hann ekki neina afsökun fyrir því að hafa ekki áhuga á henni, heldur finnst mér að sköpunargáfa hans hefði mátt fá að þróast meira í menntakerfinu. Í stað þess að hann væri núna á góðri leið með að læra einhverja listgrein og verða samfélaginu til hagsbóta kemur hann mögulega með að komast ekki inn í neinn listaháskóla því hann er ekki með stúdentspróf, og endar kannski á félagsbótakerfinu.

Er ekki nær að nýta þessa snillinga í stað þess að brjóta þá niður?
Síðast breytt af Viktor á Fös 30. Mar 2012 00:32, breytt samtals 3 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fös 30. Mar 2012 00:27

AciD_RaiN skrifaði:Þetta var ekki slæmu skólakerfi að kenna en það hjálpaði ekki til að vera barinn niður af kennurunum fyrir að vera nautheimskur og kunna ekki margföldunartöfluna...

Mjög góður punktur, endurspeglar algerlega sem ég er að reyna að koma fram.


AciD_RaiN skrifaði:Það vildu allir meina að ég væri með ADHD sem krakki en það bara sæist ekki í verki afþví ég var svo rólegur. Það er alltaf reynt að klína þessum sjúkdómi á alla sem eru með eitthvað issue í þessum standard fögum í skólanum.

Maður kann varla að leggja saman tvo og tvo en samt gekk manni vel að framleiða dóp, rækta snáka og í dag er maður nú búinn að ná nokkuð góðum tökum á tölvumálum og á þetta stuttum tíma. Get ekki sagt að maður sé mjög heimskur fyrir að kunna ekki stærðfræði.

Nú er ég kominn langt út fyrir efnið eins og alltaf (kannski athyglusbresturinn :happy ) en ég held að þessi umræða sé nauðsynleg. Þetta er allt svo satt og rétt hjá Sallarólegur en svo eru auðvitað skiptar SKOÐANIR á hlutunum...


Alls ekki kominn út fyrir efnið, vantar meiri svona umræðu. Hvernig hefði mátt bæta skólakerfið svo þú hefðir náð lengra og liðið betur með þig?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 925
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Orri » Fös 30. Mar 2012 00:34

Mynd



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf AciD_RaiN » Fös 30. Mar 2012 00:38

Held nú svona að ég persónulega hefði alltaf farið á þennan stað sama hvað en það þarf að gefa fólki kost á því að finna eitthvað sem hentar þeim betur en öðrum.

Ég fékk aldrei lægra en 8.5 í nátturu, líf og efnafræði og var oft búinn með bækurnar þegar hálf önnin var búin enda lá mitt áhugasvið þar en ég hef voða lítið pælt í þessum hlutum enda er þetta allt komið í fortíðina en auðvitað þarf að líta á þá sem eru að brasa í þessu núna...

Maður sér líka allt þetta einelti sem er í gangi í skólunum. Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu en ég veit að eitthvað þarf að gera. Einelti þekktist varla þegar ég var í grunnskóla amk ekki í mínum bæ. Ég var alltaf frekar feitur í gulum galla og kallaður sólin og fannst það bara frekar spaugilegt á meðan stelpa í bekknum var með uppbrett nef og var kölluð svínka og tók því ekki eins vel og ég. Fer ekkert nánar út í þá sálma því það eru menn hér inni sem þekkja viðkomandi stelpu en þetta fékk mjög á hana en samt sem áður fóru skólayfirvöld að taka á þessu einelti sem ÉG var að lenda í... Ég ýtti nú bara undir bollubrandarana enda var þetta bara djók og engum öðrum að kenna en mér að vera feitur. Ég var bara tekinn inn á skrifstofu einn daginn og sagt að nú væri verið að fara að taka á þessu einelti gegne mér sem ég hafði ekki fundið fyrir sjálfur. Stelpan áftur á móti fékk enga aðstoð frá skólanum og enginn skipti sér af henni.

Bottomline: skólayfirvöld taka mjög oft vitlaust á hlutunum og leggja áherslu á ranga hluti "að mér finnst".


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Pandemic » Fös 30. Mar 2012 01:10

Held líka að það sé stórt vandamál hvað er mikið litið niður á iðnmenntun í dag og ekkert nema verkfræðingar og læknar sem fá á sig stimpilinn að vera að "gera góða hluti".
Stundum vildi ég að að ég gæti gert það sama og fær rennismiður gerir eða fær bifvélavirki. En ef einhver fer í smiðinn þá er litið niður á hann og sagt að hann geti ekki lært.

Þetta leiðir af sér stærra vandamál í heiminum í dag og það er offjölgun hámenntaðara skrifstofublokka og fækkun á almennilegu fólki með iðnmenntun.




Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Arnarr » Fös 30. Mar 2012 01:18

Pandemic skrifaði:Held líka að það sé stórt vandamál hvað er mikið litið niður á iðnmenntun í dag og ekkert nema verkfræðingar og læknar sem fá á sig stimpilinn að vera að "gera góða hluti".
Stundum vildi ég að að ég gæti gert það sama og fær rennismiður gerir eða fær bifvélavirki. En ef einhver fer í smiðinn þá er litið niður á hann og sagt að hann geti ekki lært.

Þetta leiðir af sér stærra vandamál í heiminum í dag og það er offjölgun hámenntaðara skrifstofublokka og fækkun á almennilegu fólki með iðnmenntun.


Ég vill nú meina að þetta sé þó að breytast, sérstaklega eftir hrun. Fólk er farið að líta á iðnmenntað fólk með öðrum augum en það gerði hér áður fyrr. Kennararnir töluðu um það þegar að ég var í námi og meistarinn minn minnist stundum á þetta líka.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf intenz » Fös 30. Mar 2012 01:19

Grunnskólar eru allir með sama grunninn fyrir alla og bjóða upp á sérúrræði fyrir þá sem eru "seinni" en hinir. Þar eru allir undir sama hatti.

Menntaskólar/fjölbrautaskólar eru svo með hinar ýmsu brautir fyrir þá sem ekki vilja einblína á raungreinar. T.d. lista- og fjölmiðlasvið í Borgó þar sem kennd er leiklist, myndlist, ofl. fyrir listaunnendur. Eins og ég tók Félagsfræði þar sem ég er ekki sá besti í stærðfræði. Auðvitað er alltaf einhver stærðfræði á hinum brautunum, en það er þá bara eitthvað ákveðið sem krefst til stúdentsprófs.

Háskólar eru svo með framhaldsnám í hverju sem er, þar sem viðkomandi er þá væntanlega búinn að finna það sem hann vill verða í framtíðinni og leggur áherslu á það. Ef áhuginn er ekki fyrir því sem háskólarnir bjóða upp á, þ.e.a.s. ef viðkomandi vill leggja stund á "öðruvísi" nám tengt kvikmyndum/listum/dansi/öðru, þá er alltaf hægt að fara í Kvikmyndaskólann, Listaháskólann, ofl.

Ég sé ekki alveg hvað þú ert að fara með þetta. Ef einhver hefur áhuga á listum/dansi myndi ég mæla með Lista- og fjölmiðlasviði í Borgó og svo Listaháskóla Íslands. Efast um að það sé einhver stærðfræði þar og þú hefur kost á því að verða eitthvað annað en verkfræðingur.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 30. Mar 2012 01:28

Áhugavert Video Sallarólegur, kemur greinilega frá manni (Ken Robinson) sem veit hvað hann er að tala um .
Finnst hann koma skemmtilega inná það að fólk þarf að geta valið að læra það sem það hefur áhuga á (oftast er það á því sviði sem fólk skarar framúr). Persónulega finnst mér gáfulegra að læra af fólki sem mér langar að líkjast (eða lít upp til) (Ég persónulega hef alltaf þurft að vita af hverju ég er að læra hlutinn til að geta haft áhuga á því sem ég er að læra) og hef oft á tíðum lesið mig til um þá hluti sem ég hef haft áhuga á eða spurt þá aðila sem manni langar til að læra af hvernig þeir komust þangað sem þeir eru í dag). Að setja saman nám sem hentar öllum , ég persónulega sé ekki að það sé allveg að gera sig :roll:

Edit:Manni finnst kannski vanta meira af framúrskarandi námsráðgjöfum sem geta stýrt manni á rétta braut og hvar best sé að leita af upplýsingum fyrir nám sem gæti hentað manni (Væri líka skemmtilegra áður en maður færi að mennta sig á eitthverju sviði að fá að kynnast starfinu á eitthvern hátt án þess að stefna blint á þann veg að læra fagið út af því það hljómar svo vel og launin eru góð).


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf Viktor » Fös 30. Mar 2012 02:13

intenz skrifaði:Grunnskólar eru allir með sama grunninn fyrir alla og bjóða upp á sérúrræði fyrir þá sem eru "seinni" en hinir. Þar eru allir undir sama hatti.

Menntaskólar/fjölbrautaskólar eru svo með hinar ýmsu brautir fyrir þá sem ekki vilja einblína á raungreinar. T.d. lista- og fjölmiðlasvið í Borgó þar sem kennd er leiklist, myndlist, ofl. fyrir listaunnendur. Eins og ég tók Félagsfræði þar sem ég er ekki sá besti í stærðfræði. Auðvitað er alltaf einhver stærðfræði á hinum brautunum, en það er þá bara eitthvað ákveðið sem krefst til stúdentsprófs.

Háskólar eru svo með framhaldsnám í hverju sem er, þar sem viðkomandi er þá væntanlega búinn að finna það sem hann vill verða í framtíðinni og leggur áherslu á það. Ef áhuginn er ekki fyrir því sem háskólarnir bjóða upp á, þ.e.a.s. ef viðkomandi vill leggja stund á "öðruvísi" nám tengt kvikmyndum/listum/dansi/öðru, þá er alltaf hægt að fara í Kvikmyndaskólann, Listaháskólann, ofl.

Ég sé ekki alveg hvað þú ert að fara með þetta. Ef einhver hefur áhuga á listum/dansi myndi ég mæla með Lista- og fjölmiðlasviði í Borgó og svo Listaháskóla Íslands. Efast um að það sé einhver stærðfræði þar og þú hefur kost á því að verða eitthvað annað en verkfræðingur.


Þú ert allt of þröngsýnn og horfðir greinilega ekki á fyrirlesturinn, svo ég nenni ekki að fara út í það að útskýra þetta fyrir þér í löngu máli. Skólinn brýtur niður þá sem eru ekki góðir í þessum ~10 greinum sem eru kenndar á fyrstu stigum grunnskóla, þessu finnst mér að þurfi að breyta, svo að skapandi einstaklingar fái að njóta sín og líða vel í skólanum og þar af leiðandi í samfélaginu, ekki að allir eigi að stefna á það að vera læknar því það er svo "kúl" og vel launað.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf DJOli » Fös 30. Mar 2012 04:21

meh.
Síðast breytt af DJOli á Fös 30. Mar 2012 19:04, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 886
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: ADHD - Hin fullkomna afsökun fyrir lélegt skólakerfi?

Pósturaf cure » Fös 30. Mar 2012 05:47

Ég held að það erfi enginn fíkn, fíkn er eithvað sem maður þróar með sér, en eins og á mörgum stofnunum vilja þeir meina að þetta sé sjúkdómur, sem þetta getur reyndar allveg orðið af ef fólk fer ekki varlega.
en málið er það að það tekur enginn sopann fyrir mann sjálfann heldur hellir maður honum sjálfur upp í sig og þá er of seint um bossann gripið hafi maður t.d. búinn að vera edrú í einhvern tíma.
En ég er ekki edrú svo það er ekkert hægt að taka mark á mér :p :fullur