Góð reynsla af erlendum fyrirtækjum og verslunum
Sent: Mið 28. Mar 2012 11:54
Sælir vaktarar.
Mér fannst alveg vanta þráð þar sem maður gæti skoðað með hverju menn mæla þegar kemur að því að versla að utan.
Mig langar að byrja á því að lýsa yfir ánægju minni á Corsair.
Ég keypti nýverið Corsair obsidian 800D og tókst að brjóta festingarnar á hurðinni fyrir hörðu diskana.
Ég sendi þeim póst og útskýrði nákvæmlega fyrir þeim hvað hefði gerst og að þetta væri að sjálfsögðu á mína ábyrgð og þeir bentu mér á það hvar ég gæti fundið hurðina á síðunni þeirra. Þar kostaði hún $9,99 og lægsti sendingarkostnaðurinn var $39,99 þannig að ég spurði hvort það væri hægt að fá þetta einhversstaðar annarsstaðar með lægri sendingarkostnaði. Daginn eftir fékk ég póst um að þeir gætu sent mér hana frítt og í dag kom hún upp að dyrum hjá mér með hraðsendingu UPS í bólstruðum kassa sem var í stærri bólstruðum kassa.
Þetta kalla ég frábæra þjónustu.
Eru ekki einhverjir fleiri sem geta deilt svona góðum sögum af sínum viðskiptum við erlenda aðila?
Mér fannst alveg vanta þráð þar sem maður gæti skoðað með hverju menn mæla þegar kemur að því að versla að utan.
Mig langar að byrja á því að lýsa yfir ánægju minni á Corsair.
Ég keypti nýverið Corsair obsidian 800D og tókst að brjóta festingarnar á hurðinni fyrir hörðu diskana.
Ég sendi þeim póst og útskýrði nákvæmlega fyrir þeim hvað hefði gerst og að þetta væri að sjálfsögðu á mína ábyrgð og þeir bentu mér á það hvar ég gæti fundið hurðina á síðunni þeirra. Þar kostaði hún $9,99 og lægsti sendingarkostnaðurinn var $39,99 þannig að ég spurði hvort það væri hægt að fá þetta einhversstaðar annarsstaðar með lægri sendingarkostnaði. Daginn eftir fékk ég póst um að þeir gætu sent mér hana frítt og í dag kom hún upp að dyrum hjá mér með hraðsendingu UPS í bólstruðum kassa sem var í stærri bólstruðum kassa.
Þetta kalla ég frábæra þjónustu.
Eru ekki einhverjir fleiri sem geta deilt svona góðum sögum af sínum viðskiptum við erlenda aðila?