Síða 1 af 2

Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 21:58
af intenz
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/03/22 ... r_sogunni/

Bæði auðkenning og svo þetta...

"SMS sendingar af Já.is eru ekki lengur gjaldfrjálsar, hvert SMS kostar 6 til 8 krónur og verður gjaldfært af símreikningi þínum"

:uhh1

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:00
af AciD_RaiN
Hvaða rugl er það?? :thumbsd Var ekki nóg að banna manni að senda í nova númer??

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:03
af lukkuláki
Ég hlýt að vera skyggn ;) ég sá þetta fyrir og það eru svona 2 - 3 ár síðan.
6 - 8 krónur ha ha ha ha ha einmitt það verður nú ekki lengi. Verður komið í amk. 10 - 15 kall áður en við vitum af.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:06
af Bjosep
Þið getið ennþá notað vodafone.is

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:08
af gardar
Ég var nú löngu hættur að nota þá, eftir að þeir lokuðu á sendingar í nova númer. En þetta er klárlega seinasti nagli í líkkistu Já.

Ef menn eru eitthvað að spá í hvað þeir eigi að nota í staðin þá bjóða þessir vefir upp á frí sms.

http://alterna.is/
http://www.vodafone.is/
http://www.nova.is/

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:09
af hagur
Asnalegt. Þegar þetta er orðið svona vesen og ekki ókeypis lengur, mun þá einhver nota þetta? Þá sendir fólk bara frekar úr símanum sínum.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:12
af GuðjónR
Ætli næsta skref verið ekki að rukka fyrir uppflettingar á símanúmerum :face

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:17
af intenz
gardar skrifaði:Ég var nú löngu hættur að nota þá, eftir að þeir lokuðu á sendingar í nova númer. En þetta er klárlega seinasti nagli í líkkistu Já.

Ef menn eru eitthvað að spá í hvað þeir eigi að nota í staðin þá bjóða þessir vefir upp á frí sms.

http://alterna.is/
http://www.vodafone.is/
http://www.nova.is/

Nova býður bara upp á frítt SMS innan Nova.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:19
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:Ætli næsta skref verið ekki að rukka fyrir uppflettingar á símanúmerum :face


Þeir finna leið til þess vittu bara til

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:22
af Tiger
gardar skrifaði:Ég var nú löngu hættur að nota þá, eftir að þeir lokuðu á sendingar í nova númer. En þetta er klárlega seinasti nagli í líkkistu Já.

Ef menn eru eitthvað að spá í hvað þeir eigi að nota í staðin þá bjóða þessir vefir upp á frí sms.

http://alterna.is/
http://www.vodafone.is/
http://www.nova.is/


NOVA bíður bara uppá að senda í nova nummer, vodafone sendir auglýsngu frá sjálfum sér með þannig að ætli það fari ekki að detta út....

Ég reyndar nota þessa þjónustu aldrei, sendi bara úr mínum síma og borga fyrir það. En mér finnst þetta nokkuð logisk breyting og það fylgja öruggleg allir á eftir.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:26
af GuðjónR
Þetta minnir mig á þegar yfirmaður hjá leit.is hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi vera með vefinn (solpallar.is) á leitarvélinni, ég sagði já auðvitað vefurinn hefur alltaf verið þar.
Þá sagði hann, ekki lengur nema að þú borgir 30k á ári, ég sagðist ekki hafa neinn áhuga á því að borga honum það vefurinn væri á google sem væri alvöru leitarvél.
Þá sagði hann, iss það notar engin google!!!

Í mörg ár var vefurinn ekki inni hjá þeim, þeir drápu leit.is með þessum gjörning að taka út öll þau fyrirtæki sem vildu ekki borga sig inn á hann.
Annars þá sé ég að solpallar.is er kominn inn núna, mín vegna mættur þeir taka hann út aftur.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:28
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Þetta minnir mig á þegar yfirmaður hjá leit.is hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi vera með vefinn (solpallar.is) á leitarvélinni, ég sagði já auðvitað vefurinn hefur alltaf verið þar.
Þá sagði hann, ekki lengur nema að þú borgir 30k á ári, ég sagðist ekki hafa neinn áhuga á því að borga honum það vefurinn væri á google sem væri alvöru leitarvél.
Þá sagði hann, iss það notar engin google!!!

Í mörg ár var vefurinn ekki inni hjá þeim, þeir drápu leit.is með þessum gjörning að taka út öll þau fyrirtæki sem vildu ekki borga sig inn á hann.
Annars þá sé ég að solpallar.is er kominn inn núna, mín vegna mættur þeir taka hann út aftur.


leit.is ???? Er það eitthvað ofan á brauð? :skakkur

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:28
af AciD_RaiN
GuðjónR skrifaði:Þetta minnir mig á þegar yfirmaður hjá leit.is hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi vera með vefinn (solpallar.is) á leitarvélinni, ég sagði já auðvitað vefurinn hefur alltaf verið þar.
Þá sagði hann, ekki lengur nema að þú borgir 30k á ári, ég sagðist ekki hafa neinn áhuga á því að borga honum það vefurinn væri á google sem væri alvöru leitarvél.
Þá sagði hann, iss það notar engin google!!!

Í mörg ár var vefurinn ekki inni hjá þeim, þeir drápu leit.is með þessum gjörning að taka út öll þau fyrirtæki sem vildu ekki borga sig inn á hann.
Annars þá sé ég að solpallar.is er kominn inn núna, mín vegna mættur þeir taka hann út aftur.

hahahahaha "það notar engin google" :hillarius :hillarius

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:37
af GuðjónR
hahaha já ég var að spá í að setja þetta á brandara þráðinn en þá hefði engin trúað mér.
Þetta er svo lýsandi dæmi um íslenska tréhesta að það hálfa væri nóg, þetta samtal átti sér stað í júní 2003 og ég man nákvæmlega hvar ég var staddu og hvað ég var að gera.
Þetta er eitt af þessum "mómentum" sem maður gleymir aldrei, ég hélt að það væri verið að gera síma at í mér.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:38
af Arkidas
GuðjónR skrifaði:Þetta minnir mig á þegar yfirmaður hjá leit.is hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi vera með vefinn (solpallar.is) á leitarvélinni, ég sagði já auðvitað vefurinn hefur alltaf verið þar.
Þá sagði hann, ekki lengur nema að þú borgir 30k á ári, ég sagðist ekki hafa neinn áhuga á því að borga honum það vefurinn væri á google sem væri alvöru leitarvél.
Þá sagði hann, iss það notar engin google!!!

Í mörg ár var vefurinn ekki inni hjá þeim, þeir drápu leit.is með þessum gjörning að taka út öll þau fyrirtæki sem vildu ekki borga sig inn á hann.
Annars þá sé ég að solpallar.is er kominn inn núna, mín vegna mættur þeir taka hann út aftur.


Vá! Þetta er það asnalegasta sem ég hef heyrt / séð! http://cl.ly/0u1E3O342E1U1O3R3y1X

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 22:43
af hagur
Vá, ég vissi ekki einu sinni að leit.is væri ennþá til!

En já, þetta er stjarnfræðilega vitlaust eitthvað og gamaldags.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fim 22. Mar 2012 23:07
af Black
ætli fyrirtækin hafi ekki "misnotað" þetta kerfi,Tannlæknar etc,notuðu þetta alltaf til að minna á tíma og svona.Annars þekki ég mjög fáa hjá símanum eða vodafone sem ég þarf a ð senda sms í gegnum ja.is, Nota bara nova :)

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 00:03
af braudrist
Þeir hljóta nú að fara að skattleggja þessar SMS sendingar bráðum, ég trúi ekki öðru :troll

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 03:45
af natti
Black skrifaði:ætli fyrirtækin hafi ekki "misnotað" þetta kerfi,Tannlæknar etc,notuðu þetta alltaf til að minna á tíma og svona.Annars þekki ég mjög fáa hjá símanum eða vodafone sem ég þarf a ð senda sms í gegnum ja.is, Nota bara nova :)


"Misnotað" og ekki "misnotað".
Eins og kemur fram í fréttinni þá er það ekki eins og ja.is hafi tekið þetta upp og breytt að eigin frumkvæði.
Þið getið þakkað Póst og Fjarskiptastofnun algjörlega fyrir þetta.

"Frítt" SMS þjónustan var einfaldlega fjármögnuð með auglýsingum. Litlar stuttar auglýsingar sem takmörkuðu hversu marga stafi þú gast notað, sett aftast í textaskilaboðin.
Póst og Fjarskiptastofnun ákvað(*) að þetta væri óleyfilegt, þar sem viðtakandi hafði ekki gefið fyrirfram leyfi fyrir auglýsingunni.
Ja.is stendur því frammi fyrir eftirfarandi valkostum:
1. Hætta að vera með auglýsingar, og reka þessa þjónustu með tapi.
2. Gera eins og Vodafone og auglýsa bara sjálfan sig (samt á gráu svæði), fá engar tekjur á móti, og reka þessa þjónustu með tapi.
3. Byrja að rukka fyrir þjónustuna
4. Loka þessari þjónustu.

Þið sjáið kannski að það er ekkert business case fyrir #1 og #2, og ef valið er á milli #3 og #4, þá er betra að fá peninga og veltu heldur en enga peninga og veltu (og halda áfram að fá fólk til að heimsækja vefsíðuna þeirra, gerir þeim auðveldara að rukka meira fyrir auglýsingar á síðunni.)

* Við skulum samt hafa það alveg á hreinu, hvaðsvosem ja.is "hefði getað gert" ef þetta hefði ekki komið til, þá var það Póst og Fjarskiptastofnun sem lokaði fyrir fríþjónustuna, með einni heimskulegustu röksemdarfærslu sem ég hef lesið í seinni tíð.
Að viðtakandi hafi ekki fyrirfram gefið heimild fyrir móttöku auglýsingu.
Það sem P&F var s.s. að segja, að mér er óheimilt að setja upp fría SMS þjónustu, taka 20 stafi af skilaboðunum og nota sem auglýsingapláss, til þess að standa straum af kostnaði við SMSin.
Nú veit ég ekki með ykkur, en geri lítið af því að fylla út eyðublöð hér og þar þar sem ég gef FYRIRFRAM samþykki fyrir móttöku auglýsinga.
Engu að síður er auglýsingum troðið ofan í kokið á mér í sjónvarpi, útvarpi, í gegnum póstlúguna, eða jafnvel í formi tölvupósts frá íslenskum fyrirtækjum, og á allan mögulegan hátt sem fyrirtækjum dettur í hug að gera.
P&F tók hinsvegar þá afstöðu að Íslenskum fyrirtækjum væri FULLKOMLEGA HEIMILT að senda mér óumbeðnar auglýsingar í tölvupósti, svo lengi sem ég gæti beðið um að HÆTTA að fá þær. (afþví að opt-out virkar svo ótrúlega vel, svona helst til að staðfesta að email addressan sé "virk" svo hægt sé að selja hana áfram...)
Þetta eru allt dæmi um þar sem fyrirtæki eru að senda mér auglýsingar í massavís, og það er allt eðlilegt, troðið ofanímig á allskonar hátt.
En það að einhver SEM ÉG ÞEKKI skuli senda mér ókeypis SMS gegn því að það fái 20stafa auglýsing að fljóta með, neineineineinei, ÞAÐ ER BANNAÐ!.
Við erum ekki að tala um óumbeðin fjöldapóst, auglýsingabæklinga, símtöl eða annað áreiti frá fyrirtækjum, heldur að einhver sem ég þekki komist hjá því að borga 10kr í SMS kostnað gegn því að láta 20stafa auglýsingu fylgja með.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 05:06
af Moquai
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ætli næsta skref verið ekki að rukka fyrir uppflettingar á símanúmerum :face


Þeir finna leið til þess vittu bara til


Fyrir einungis 3995* krónur á mánuði, færð þú ótakmarkaðann aðgang að símaskrá okkar!

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 08:37
af GuðjónR
natti skrifaði:
Black skrifaði:ætli fyrirtækin hafi ekki "misnotað" þetta kerfi,Tannlæknar etc,notuðu þetta alltaf til að minna á tíma og svona.Annars þekki ég mjög fáa hjá símanum eða vodafone sem ég þarf a ð senda sms í gegnum ja.is, Nota bara nova :)


"Misnotað" og ekki "misnotað".
Eins og kemur fram í fréttinni þá er það ekki eins og ja.is hafi tekið þetta upp og breytt að eigin frumkvæði.
Þið getið þakkað Póst og Fjarskiptastofnun algjörlega fyrir þetta.

"Frítt" SMS þjónustan var einfaldlega fjármögnuð með auglýsingum. Litlar stuttar auglýsingar sem takmörkuðu hversu marga stafi þú gast notað, sett aftast í textaskilaboðin.
Póst og Fjarskiptastofnun ákvað(*) að þetta væri óleyfilegt, þar sem viðtakandi hafði ekki gefið fyrirfram leyfi fyrir auglýsingunni.
Ja.is stendur því frammi fyrir eftirfarandi valkostum:
1. Hætta að vera með auglýsingar, og reka þessa þjónustu með tapi.
2. Gera eins og Vodafone og auglýsa bara sjálfan sig (samt á gráu svæði), fá engar tekjur á móti, og reka þessa þjónustu með tapi.
3. Byrja að rukka fyrir þjónustuna
4. Loka þessari þjónustu.

Þið sjáið kannski að það er ekkert business case fyrir #1 og #2, og ef valið er á milli #3 og #4, þá er betra að fá peninga og veltu heldur en enga peninga og veltu (og halda áfram að fá fólk til að heimsækja vefsíðuna þeirra, gerir þeim auðveldara að rukka meira fyrir auglýsingar á síðunni.)

* Við skulum samt hafa það alveg á hreinu, hvaðsvosem ja.is "hefði getað gert" ef þetta hefði ekki komið til, þá var það Póst og Fjarskiptastofnun sem lokaði fyrir fríþjónustuna, með einni heimskulegustu röksemdarfærslu sem ég hef lesið í seinni tíð.
Að viðtakandi hafi ekki fyrirfram gefið heimild fyrir móttöku auglýsingu.
Það sem P&F var s.s. að segja, að mér er óheimilt að setja upp fría SMS þjónustu, taka 20 stafi af skilaboðunum og nota sem auglýsingapláss, til þess að standa straum af kostnaði við SMSin.
Nú veit ég ekki með ykkur, en geri lítið af því að fylla út eyðublöð hér og þar þar sem ég gef FYRIRFRAM samþykki fyrir móttöku auglýsinga.
Engu að síður er auglýsingum troðið ofan í kokið á mér í sjónvarpi, útvarpi, í gegnum póstlúguna, eða jafnvel í formi tölvupósts frá íslenskum fyrirtækjum, og á allan mögulegan hátt sem fyrirtækjum dettur í hug að gera.
P&F tók hinsvegar þá afstöðu að Íslenskum fyrirtækjum væri FULLKOMLEGA HEIMILT að senda mér óumbeðnar auglýsingar í tölvupósti, svo lengi sem ég gæti beðið um að HÆTTA að fá þær. (afþví að opt-out virkar svo ótrúlega vel, svona helst til að staðfesta að email addressan sé "virk" svo hægt sé að selja hana áfram...)
Þetta eru allt dæmi um þar sem fyrirtæki eru að senda mér auglýsingar í massavís, og það er allt eðlilegt, troðið ofanímig á allskonar hátt.
En það að einhver SEM ÉG ÞEKKI skuli senda mér ókeypis SMS gegn því að það fái 20stafa auglýsing að fljóta með, neineineineinei, ÞAÐ ER BANNAÐ!.
Við erum ekki að tala um óumbeðin fjöldapóst, auglýsingabæklinga, símtöl eða annað áreiti frá fyrirtækjum, heldur að einhver sem ég þekki komist hjá því að borga 10kr í SMS kostnað gegn því að láta 20stafa auglýsingu fylgja með.


Algjörlega sammála!

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 08:49
af lukkuláki
Hvað með þessar andskotans auglýsingar sem eru á undan fréttum á mbl.is og á flestum stöðum, má þetta ?
Þetta pirrar mig ekkert smá. Langar kannski til að sjá eina frétt og ég get ekki séð hana nema horfa á einhverja helv. auglýsingu á undan og ég hef ekkert val.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 09:49
af jericho
Greyið já.is. Ég finn samt ekki til nokkurrar samúðar í þeirra garð. Þeir bjóða ennþá frítt upp á kortavefinn, sem er reyndar frábær. Ætli þeir græði mikið á honum? Þeir hljóta að fara að rukka fyrir kortavefinn fljótlega ef svo er ekki...

Annars prófaði ég að senda SMS af Alterna síðunni og 10 mínútum síðar hafa smsin enn ekki borist. Ég sendi eitt sms í Vodafone númer og annað í Símans númer. Spurning hvort þjónustan sé eingöngu fyrir Alterna númer?

edit: þetta átti auðvitað að vera Alterna, en ekki Advania

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 10:07
af AndriKarl
jericho skrifaði:Greyið já.is. Ég finn samt ekki til nokkurrar samúðar í þeirra garð. Þeir bjóða ennþá frítt upp á kortavefinn, sem er reyndar frábær. Ætli þeir græði mikið á honum? Þeir hljóta að fara að rukka fyrir kortavefinn fljótlega ef svo er ekki...

Annars prófaði ég að senda SMS af Advania síðunni og 10 mínútum síðar hafa smsin enn ekki borist. Ég sendi eitt sms í Vodafone númer og annað í Símans númer. Spurning hvort þjónustan sé eingöngu fyrir Advania númer?

Ég prófaði að senda af Advania í Nova númer og það kom strax.

Re: Já.is í ruglinu

Sent: Fös 23. Mar 2012 10:13
af jericho
Addikall skrifaði:Ég prófaði að senda af Advania í Nova númer og það kom strax.


ég veit hvað var að.. .ég ýtti á ENTER þegar ég hafði stimplað inn númerið. Það virkar sem sagt ekki :-/