Síða 1 af 1

Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Þri 20. Mar 2012 22:25
af GuðjónR
Í síðasta mánuði keypti ég mér (Netið í símann) hjá NOVA, ég keypti 150MB á 490.- kr. sem gildir í mánuð.
Það er skemmst frá því að segja að þegar mánuðurinn var útrunninn þá var ég búinn að nota c.a 130MB þannig að þetta var að virka fínt fyrir mig.
Núna þegar komið var að endurnýjun, þá eru þeir búnir að hækka gjaldið úr 490.- kr. í 990.- kr.
Reyndar bjóða þeir 1GB sem fyrnist á 30 dögum í stað 150MB, en þeir gætu alveg eins boðið 100GB eða 1TB, vegna þess að ég myndi hvort sem er ekki nota meira en 150MB.

Fyrst þeir þurfa endilega að pranga inn á mann 1GB væri þá ekki í lagi að hafa það í amk. 90 daga eins og þegar maður kaupir venjulega gsm frelsis inneign hjá þeim?

Mjög slæm markaðssetning.

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Þri 20. Mar 2012 22:43
af Arkidas
Sammála. Nota sem betur fer ekki net í símanum en væri ósáttur með þetta ef ég gerði það. Endilega sendu þeim línu um þetta og þið öll sem erum með net hjá Nova.

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Þri 20. Mar 2012 22:45
af worghal
ég er nú bara með 100mb sem fylgir reikning.
og startgjaldið á því var 490 síðast þegar ég gáði.
ætli þetta sé búið að hækka líka?

ég hef allavega ekki fengið neitt email, sms eða símhringingu um breytingu.

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Þri 20. Mar 2012 22:56
af GuðjónR
Arkidas skrifaði:Sammála. Nota sem betur fer ekki net í símanum en væri ósáttur með þetta ef ég gerði það. Endilega sendu þeim línu um þetta og þið öll sem erum með net hjá Nova.


Já það er svo sem í lagi að gera það, efast um að það hafi nokkuð uppá sig. Við vitum vel að fyrirtæki í þessum geira er skítsama um kúnnann og hvað honum finnst. Þegar ég fór frá símanum eftir 20 ára viðskipti, var með heimasíma, 3x gsm síma, stærstu nettenginguna og ADSL TV, pakki uppá hátt í 300.000.- á ári, þá var ég ekki einu sinni spurður "af hverju ertu að fara" ... þeim var svo nákvæmlega sama :)
Og ég hef heyrt sömu sögu frá tugum manna, þetta eru risaeðlu fyrirtæki sem skiptir engu máli hvað kúnnanum finnst.

Eina svarið sem þeir kunna ef kúnnunum fækkar er að hækka gjaldskrá til að bæta upp tapið og þeir treysta á að "hinn" aðilinn geri slíkt hið sama "sem hann gerir" ... og það er ekki hægt að kalla það samráð, kannski hermiráð?
Bankarnir gera þetta líka með vextina, olíufélögin gera þetta með bensínið ... og við borgum og þeim er sama :svekktur

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:39
af vesi
GuðjónR skrifaði:Eina svarið sem þeir kunna ef kúnnunum fækkar er að hækka gjaldskrá til að bæta upp tapið og þeir treysta á að "hinn" aðilinn geri slíkt hið sama "sem hann gerir" ... og það er ekki hægt að kalla það samráð, kannski hermiráð?
Bankarnir gera þetta líka með vextina, olíufélögin gera þetta með bensínið ... og við borgum og þeim er sama :svekktur


það sem mér finnst sorglegast af þessu öllu að það þyrfti svo stórt sameiginlegt átak okkar neytenda til að láta þessi fyrirtæki virkilega fynna hversu óssáttur maður er með þessu nákvæmlega ENGU samkeppni. Að á okkar littla landi er það bara ekki hægt,

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:47
af Minuz1
http://alterna.is/component/alterna/?co ... price_list

Netið í símann 5 kr. / MB***

*** Lágmarkseining: 2MB á dag

1295kr mánuðurinn hjá hringdu, 200 MB innifalin.

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Mið 21. Mar 2012 09:12
af FuriousJoe
Ég nota lágmark 1gb mánaðarlega, hef keypt 1gb per mánuð í meira en ár á 990 kr svo þetta er ekkert nýtt.

Re: Undarleg verðhækkun hjá NOVA

Sent: Mið 21. Mar 2012 09:18
af GuðjónR
Maini skrifaði:Ég nota lágmark 1gb mánaðarlega, hef keypt 1gb per mánuð í meira en ár á 990 kr svo þetta er ekkert nýtt.

Þetta er flott fyrir þá sem nota svona gagnamagn, en ég myndi samt vilja fá að kaupa 150MB áfram þar sem ég nota ekki meira.
Get reyndar sleppt því að kaupa netið í símann, þá er það sjálfkrafa 5MB á dag (25kr.) eða 750.- kr á mán sem er þá "bara" 50% hækkun frá því sem var.