Síða 1 af 2

Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:09
af tanketom
Ég var aðeins að velta því fyrir mér hvort þetta væri í raun löglegt?

Semsagt það er ákveðið pizzu fyrirtæki sem óskar eftir sendlum en maður verður að vera með sinn eigin bíl :woozy
og svo er aðal spurninginn: Ef þú átt seigum eins og ég, Toyota Avensis 98 mdl eyðir sirka 10lt á 100 og þú ert ekki að fá tímakaup aðeins 1000 kr á sendingu.
Eru það ekki bara skíta laun þegar maður svo byrjar að reikna allan rekstur á bílnum? Þú hva ferð svona að meðaltali 10 - 15 ferðir á vakt - Veit reyndar ekkert hvort það sé það mikið að gera hjá þeim

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:11
af FuriousJoe
Fyrirtækið á að skaffa atvinnutæki til aksturs, ekki heimta að þú notir þitt eigið né borgir bensín.
og 1000kr per sendingu er ekki í lagi, tímakaup eða fastkaup skv kjarasamningum.


Þetta er allt ólöglegt.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:12
af gardar
Á þetta ekki bara við um þá sem eru yngri en 18 ára?

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:14
af tanketom
fuck it.. nefni bara fyrirtækið hérna: Rizzo pizza

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:15
af FuriousJoe
tanketom skrifaði:fuck it.. nefni bara fyrirtækið hérna: Rizzo pizza



Tilkynna þetta bara, þetta stangast á við allar reglur.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:16
af tanketom
Maini skrifaði:
tanketom skrifaði:fuck it.. nefni bara fyrirtækið hérna: Rizzo pizza



Tilkynna þetta bara, þetta stangast á við allar reglur.


haha fyndið að þeir hafa þorað að auglýsa þetta í fréttablaðinu í dag(í gær tæknileg) nema að þeir kunna löginn bara ekki neitt

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:19
af tdog
Þeir geta borgað honum "leigu" fyrir bílinn. Pabbi er t.d staðarstjóri hjá stórum verktaka, hann kærir sig ekki um að fá í hendurnar ógeðslegann vinnubíl heldur notar bara einkabíl, og fær greitt eldsneyti og viðhald eftir akstursbók.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:21
af tanketom
tdog skrifaði:Þeir geta borgað honum "leigu" fyrir bílinn. Pabbi er t.d staðarstjóri hjá stórum verktaka, hann kærir sig ekki um að fá í hendurnar ógeðslegann vinnubíl heldur notar bara einkabíl, og fær greitt eldsneyti og viðhald eftir akstursbók.


þeir greiða ekki bensín né rekstur bílsins - þú átt algjörlega að sjá um það

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:21
af gardar
Maini skrifaði:
tanketom skrifaði:fuck it.. nefni bara fyrirtækið hérna: Rizzo pizza



Tilkynna þetta bara, þetta stangast á við allar reglur.



Hvaða reglur?

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:25
af Klaufi
Þeir fá væntanlega borgaðan akstur gegn km gjaldi.

Það er til lágmarkstaxti í kjarasamningum.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:27
af tanketom
Klaufi skrifaði:Þeir fá væntanlega borgaðan akstur gegn km gjaldi.

Það er til lágmarkstaxti í kjarasamningum.


neibb, ég talaði lengi við hana og hún sagði þú færð aðeins borgað fyrir hverja sendingu

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:28
af capteinninn
Finna sér bara fínt hjól og neita öllum sendingum innan ákveðins svæðis svo hjólar maður með pizzur á milli staða. Gæti verið fyndið að sjá pizzasendla á hjólum.

En ég er ekki viss hvort þetta sé eitthvað ólöglegt fyrst þeir nefna allt saman fyrirfram en ég veit ekki hver myndi taka þessa vinnu

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:30
af tanketom
hannesstef skrifaði:Finna sér bara fínt hjól og neita öllum sendingum innan ákveðins svæðis svo hjólar maður með pizzur á milli staða. Gæti verið fyndið að sjá pizzasendla á hjólum.

En ég er ekki viss hvort þetta sé eitthvað ólöglegt fyrst þeir nefna allt saman fyrirfram en ég veit ekki hver myndi taka þessa vinnu


Maður þarf víst að eiga bíl :troll

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:33
af Gunnar
tanketom skrifaði:
hannesstef skrifaði:Finna sér bara fínt hjól og neita öllum sendingum innan ákveðins svæðis svo hjólar maður með pizzur á milli staða. Gæti verið fyndið að sjá pizzasendla á hjólum.

En ég er ekki viss hvort þetta sé eitthvað ólöglegt fyrst þeir nefna allt saman fyrirfram en ég veit ekki hver myndi taka þessa vinnu


Maður þarf víst að eiga bíl :troll

ég á bíl. má ég þá mæta á hjólinu mínu? :troll

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:35
af tdog
Hvað færðu borgað fyrir sendinguna?

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:38
af Tiger
tdog skrifaði:Hvað færðu borgað fyrir sendinguna?


tanketom skrifaði:þú ert ekki að fá tímakaup aðeins 1000 kr á sendingu.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:40
af tanketom
tdog skrifaði:Hvað færðu borgað fyrir sendinguna?


ég nenni varla að svara þessu en ég er þegar byrjaður að pikka á takkana, er svona erfit að lesa það sem ég skrifaði efst? :hugenose

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:43
af tdog
tanketom skrifaði:
tdog skrifaði:Hvað færðu borgað fyrir sendinguna?


ég nenni varla að svara þessu en ég er þegar byrjaður að pikka á takkana, er svona erfit að lesa það sem ég skrifaði efst? :hugenose


Ég hélt að það hefði verið innsláttarvilla því mér finnst þetta helvíti hátt. 16" pizza með tveim áleggstegundum og sendingu kostar um 2000 kr, hvernig skila þúsund krónur þá framlegð ef að sendillinn tekur þúsundkall?

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 01:47
af Tiger
tdog skrifaði:
tanketom skrifaði:
tdog skrifaði:Hvað færðu borgað fyrir sendinguna?


ég nenni varla að svara þessu en ég er þegar byrjaður að pikka á takkana, er svona erfit að lesa það sem ég skrifaði efst? :hugenose


Ég hélt að það hefði verið innsláttarvilla því mér finnst þetta helvíti hátt. 16" pizza með tveim áleggstegundum og sendingu kostar um 2000 kr, hvernig skila þúsund krónur þá framlegð ef að sendillinn tekur þúsundkall?


Tekið af heimasíðu Rizzo

Mynd

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 02:00
af Minuz1
Ráðinn sem verktaki...problem?

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 02:06
af tanketom
Tiger skrifaði:
tdog skrifaði:
tanketom skrifaði:
tdog skrifaði:Hvað færðu borgað fyrir sendinguna?


ég nenni varla að svara þessu en ég er þegar byrjaður að pikka á takkana, er svona erfit að lesa það sem ég skrifaði efst? :hugenose


Ég hélt að það hefði verið innsláttarvilla því mér finnst þetta helvíti hátt. 16" pizza með tveim áleggstegundum og sendingu kostar um 2000 kr, hvernig skila þúsund krónur þá framlegð ef að sendillinn tekur þúsundkall?


Tekið af heimasíðu Rizzo

Mynd


hátt :woozy Miðað við að flestir pizza staðir eiga sirka 5 - 7 bíla og þurfa reka þá + laun þá er þetta djók

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 08:12
af Tbot
Ef við miðum við að það séu 168 dagvinnutímar á mánuði og lágmarkslaun séu 160 þús, þá gerir það rétt undir 1.000 á tímann.
Ef starfsmaður skaffar bíl, þá þarf hann að halda aksturbók og er borgað fyrir hvern ekinn km. getur séð þetta á heimasíðum verkalýðsfélaga.
Ef þú ert að vinna sem verktaki þá breytist dæmið, þá ert það þú sem þarft að standa skil á ýmsum gjöldum, s.s tryggingagjald og fl.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 11:08
af Benzmann
Tbot skrifaði:Ef þú ert að vinna sem verktaki þá breytist dæmið, þá ert það þú sem þarft að standa skil á ýmsum gjöldum, s.s tryggingagjald og fl.



þarft líka að vera með sér kennitölu, man ekki alveg hvað þetta heitir, en þetta er sér kennitala sem litlir verktakar fá sér hver og einn, og kostar rúmar 50.000kr að fá

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 11:12
af vesley
benzmann skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þú ert að vinna sem verktaki þá breytist dæmið, þá ert það þú sem þarft að standa skil á ýmsum gjöldum, s.s tryggingagjald og fl.



þarft líka að vera með sér kennitölu, man ekki alveg hvað þetta heitir, en þetta er sér kennitala sem litlir verktakar fá sér hver og einn, og kostar rúmar 50.000kr að fá



Er nokkuð viss að þú getur bara unnið út á þína eigin kennitölu án vandræða.

Re: Atvinna - Pizzusendill

Sent: Lau 17. Mar 2012 11:25
af krat
3-4 sendingar á klukkutíma að meðaltali = 3000-4000kr
5 klukkutímar frá 18:00-23:00 5x 3500 =17500
Jafnvel meira um helgar.
+ ræður þínum keyrslum ef þú vilt gera eitthvað í leiðinni :)


Ráðinn inn sem verktaki, ekkert ólöglegt. :happy

Hvað kostar taxi :) ?