Síða 1 af 1

Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 16:55
af quzo
Hvaða router er fólk að mæla með.
Það er verið að spila leiki og annað, þannig router sem maður sleppur við að vera alltaf að opna port og eitthvað svoleiðis væri kostur.
Þarf að vera með þráðlausu neti og það góðu.
Lágmark 4 net port.

Hvernig líst mönnum á þennan t.d. :
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7397

eða:
http://tolvutek.is/vara/trendnet-gigabi ... 0-n-router

Kæru vaktarar viljiði endilega koma með uppástungur, budget er undir 30k svona til að hafa eitthvað viðmið.

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 16:58
af worghal
ég er að nota 300mbps útgáfuna af trendnet routernum, virkar eins og í sögu :D :happy

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 17:05
af DanniFreyr
Er með Zyxel-inn virkar mjög vel hjá mér á 50mb ljósi, er alveg að ná fullum hraða og aðeins meira en það.

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 17:09
af chaplin

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 17:31
af tdog
Ef þú vilt sleppa við það að standa í veseni við að opna port, þá getur þú bara sleppt því að vera með router og fengið þér bara módem og sviss.

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 17:33
af quzo
Einn félagi minn var að mæla með þessum hérna :
http://www.tl.is/vara/24663

Sagði að þetta væri flott ef þú værir með ADSL eins og er enn svo væri náttúrulega ljósnet á leiðinni og þessi hentaði ljósnetinu frá símanum

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 20:03
af bulldog
tdog skrifaði:Ef þú vilt sleppa við það að standa í veseni við að opna port, þá getur þú bara sleppt því að vera með router og fengið þér bara módem og sviss.


300 bauda módem virkar eins og í sögu =D>

Mynd

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 20:28
af Revenant
chaplin skrifaði:Þessi fær öll mín meðmæli - http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3167


Mæli með þessum. Ég flash-aði OpenWrt í staðin fyrir stock og er með rock solid ljósleiðaratengingu eftir það.

Re: Fjárfesta í Router fyrir heimilið

Sent: Mán 12. Mar 2012 21:14
af hagur
Revenant skrifaði:
chaplin skrifaði:Þessi fær öll mín meðmæli - http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3167


Mæli með þessum. Ég flash-aði OpenWrt í staðin fyrir stock og er með rock solid ljósleiðaratengingu eftir það.


Hvernig er WIFI-ið á þessum að virka? Er sjálfur með Zyxel nbg420n sem mér finnst fínn, fyrir utan að wifi er að stríða mér soldið.