Síða 1 af 1

dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 12:57
af lyfsedill
http://www.dv.is/blogg/simonis/2012/3/9 ... jaldtolvu/

Er þetta alveg öruggt að geyma dót þarna ég meina verður maður ekki að eiga til afrit af því annarsstaðar ef mar kemst ekki inn á boxið or some?

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 13:55
af Manager1
Dropbox o.þ.h. er eins öruggt og það verður held ég. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að gögnin þín týnist hjá þeim, en eins og þú segir þá getur komið upp sú staða að þú kemst ekki inná aðganginn, t.d. ekkert internet eða í versta falli að einhver hakki aðganginn þinn.

Reglan er sú að maður á aldrei að geyma gögnin sín á bara einum stað, jafnvel þó sá staður sé internetið.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 14:36
af arnif
Nota 2 cloud þjónustur fyrir gögn sem skipta máli og ekki sama lykilorðið...líkurnar á að gögnin hverfi af cloud þjónustum eru afskaplega litlar...

dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 16:06
af GuðjónR
Þetta -box- dæmi, syncar það gögnin á sama hátt og dropbox gerir?

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 16:15
af chaplin
Fær ekki góðar viðtökur hjá Android teiminu, 50GB pláss en 25MB max file size per skrá. Getur ekki uploadað heilli skrá, þarft að fara í skráina og velja allt sem þú vilt uploada. Ég ætla að bíða með þetta, Dropbox dugar mér fínt í bíli.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 16:30
af Tiger
Ég er með default 2GB hjá Dropbox og líkar ágætlega. En er alltaf með þetta næstum í botni. Síðan sá ég cx.com sem bíður uppá 10GB sem er allt annað mál og er með app bæði fyrir pc, ios og android. Helvíti að það megi ekki pósta refral links hérna :) Það væri auka 300BM fyrir alla :)

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 17:16
af Gislinn
Ég nota dropbox svakalega mikið, alger snilld að gera backup jafnóðum. Ég nota líka Ubuntu One (linkur) sem backup en þar get ég geymt 5 GB ef maður er með ókeypis aðgang en ef maður vill 20 GB þá kostar það 29.99 USD á ári. Það er hægt að nota Ubuntu One á windows, linux og Android (veit ekki með apple vörur).

Mæli með að menn skoði það ef þeim vantar fleiri cloud þjónustur.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 17:37
af axyne
Er nýbyrjaður að nota dropbox, einfaldar rosalega fyrir mér að geta unnið við skóladótið bæði á laptopinum í skólanum og borðvélinni heima.
Ekkert vesen lengur að færa gögn á milli véla og lenda í því að vera með sitthvorar útgáfur af einhverju.

Ætla halda mig samt við hefbundið physical backup á öðrum gögnum. finnst óþæginleg tilhugsunin að ljósmyndir og önnur personuleg gögn séu í einhverjum skýum sama hversu öruggt það á að vera.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 17:40
af Tiger
axyne skrifaði:Er nýbyrjaður að nota dropbox, einfaldar rosalega fyrir mér að geta unnið við skóladótið bæði á laptopinum í skólanum og borðvélinni heima.
Ekkert vesen lengur að færa gögn á milli véla og lenda í því að vera með sitthvorar útgáfur af einhverju.

Ætla halda mig samt við hefbundið physical backup á öðrum gögnum. finnst óþæginleg tilhugsunin að ljósmyndir og önnur personuleg gögn séu í einhverjum skýum sama hversu öruggt það á að vera.


Ég er með 440GB af ljósmyndum hjá crashplan og gæti ekki liðið betur, þannig að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með þessu. Ekki myndi mér líða vel með að hafa þetta bara á cd eða HDD hingað og þanngað um tölvuherbergið.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 19:32
af Oak
Skil samt ekki alveg hvernig þeir geta boðið uppá Unlimited GB fyrir 3 dollara...er það bara ég eða er þetta eitthvað fishy...

Tiger skrifaði:
axyne skrifaði:Er nýbyrjaður að nota dropbox, einfaldar rosalega fyrir mér að geta unnið við skóladótið bæði á laptopinum í skólanum og borðvélinni heima.
Ekkert vesen lengur að færa gögn á milli véla og lenda í því að vera með sitthvorar útgáfur af einhverju.

Ætla halda mig samt við hefbundið physical backup á öðrum gögnum. finnst óþæginleg tilhugsunin að ljósmyndir og önnur personuleg gögn séu í einhverjum skýum sama hversu öruggt það á að vera.


Ég er með 440GB af ljósmyndum hjá crashplan og gæti ekki liðið betur, þannig að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með þessu. Ekki myndi mér líða vel með að hafa þetta bara á cd eða HDD hingað og þanngað um tölvuherbergið.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 19:58
af Tiger
Oak skrifaði:Skil samt ekki alveg hvernig þeir geta boðið uppá Unlimited GB fyrir 3 dollara...er það bara ég eða er þetta eitthvað fishy...

Tiger skrifaði:
axyne skrifaði:Er nýbyrjaður að nota dropbox, einfaldar rosalega fyrir mér að geta unnið við skóladótið bæði á laptopinum í skólanum og borðvélinni heima.
Ekkert vesen lengur að færa gögn á milli véla og lenda í því að vera með sitthvorar útgáfur af einhverju.

Ætla halda mig samt við hefbundið physical backup á öðrum gögnum. finnst óþæginleg tilhugsunin að ljósmyndir og önnur personuleg gögn séu í einhverjum skýum sama hversu öruggt það á að vera.


Ég er með 440GB af ljósmyndum hjá crashplan og gæti ekki liðið betur, þannig að ég skil ekki alveg hvað þú átt við með þessu. Ekki myndi mér líða vel með að hafa þetta bara á cd eða HDD hingað og þanngað um tölvuherbergið.


Þeir setja þetta bara upp svona, það eru $3 á mánuði ef þú kaupir 4 ár í einu. En þetta er samt ekki dýrt, ég kaupi alltaf 1 ár í einu og það kostar 50$ árið. Ég er reyndar með Pro acount líka á smugmug og þar eru allar mínar helstu mynir líka í orginal gæðum þannig að 2 offsite backup gera mig alveg áhyggjulausan.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 22:35
af KermitTheFrog
Ég er með öll mín mikilvægustu gögn í RAID5 setupi hérna heima bara :)

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 22:37
af natti
Það er enginn skortur á þessum "backup" lausnum, þó þær séu að verða aðgengilegri fyrir meðaljóninn (sbr það sem Drobox hefur verið að gera.)
En "box.com" er frítt/ódýrt/whatnot akkurat núna, en um leið og notendafjölda er náð þá fer þetta auðvitað að snúast um krónur og aura (eins og Dropbox gerði.)


Manager1 skrifaði:Dropbox o.þ.h. er eins öruggt og það verður held ég


axyne skrifaði:Ætla halda mig samt við hefbundið physical backup á öðrum gögnum. finnst óþæginleg tilhugsunin að ljósmyndir og önnur personuleg gögn séu í einhverjum skýum sama hversu öruggt það á að vera.


What he said..

Og ég skal viðurkenna, ég á erfitt með að skilja afhverju það eru svona svakalega fáir sem að pæla í þessu.
Og þá er ég ekki bara að tala um "meðal-jóninn", heldur fólk sem hefur það að atvinnu að vinna við tölvur...

Af öllum þessu backup þjónustum þá eru mjög fáar sem bjóða upp á þann möguleika að gögnin séu dulkóðuð HJÁ þeim (í skýinu) og þú einn vitir lykilorðið.
Flestar þjónustur bjóða upp á að gögnin séu dulkóðuð þegar þau eru send (in transit) en gögnin liggja svo ekki dulkóðuð í skýinu.
Hjá sumum þjónustum þá eru gögnin dulkóðuð í skýinu, en geymsluaðilinn veit dulkóðunarlykilinn og hefur því alltaf aðgang að gögnunum.
Dropbox býður t.a.m. ekki upp á þá þjónustu (síðast þegar ég vissi) að gögnin séu dulkóðuð án þess að þeir komist í þau.
(Þú getur auðvitað "pre-dulkóðað" sjálfur, en þá ertu líka farinn að auka flækjustigið og getur ekki notað clientinn til að fylgjast með ákveðnum möppum og senda bara updates.)

Afhverju skiptir þetta máli? Afhverju ætti einhver að pæla í þessu?
Ok. Fyrir heimilisljósmyndirnar og margt "í þeim dúr" skiptir þetta kannski engu máli.
Það eru hinsvegar ótalmargir sem eru að nota þetta t.d. fyrir vinnutengd gögn. Gögn sem eðli málsins samkvæmt, eða jafnvel lagalega séð, MEGA ekki vera send til þriðja aðila.
Sum fyrirtæki hafa verið að lenda í vandræðum með þetta þar sem verktakar og/eða starfsfólk er kannski að nota dropbox til að deila gögnum sín á milli. Gögn sem innihalda kannski persónuupplýsingar eða upplýsingar sem gætu nýst til að brjótast inn í fyrirtækið.


1.
Það koma alveg upp dæmi þar sem að starfsfólk fyrirtækja verður rogue (eins og t.d. google lenti í) og fer að skoða gögnin. Sama starfskrafti gæti dottið í hug að taka afrit og selja gögnin til einhverra aðila sem vilja borga fyrir þau.

2.
Hýsingaraðilinn gæti alveg verið hakkaður, og gögnin orðið "public".

3.
Ríkisstjórnir ákveðinna landa gætu farið fram á að öll gögn viðkomandi fyrirtækis/einstaklings/whatever verði framvísað.
Og hérna er eitt big catch: Sum fyrirtæki hafa í gegnum tíðina auglýst að fólk geti valið að gögnin séu ekki geymd í bandaríkjunum til að koma í veg fyrir að bandaríkjastjórn geti heimtað að fá gögnin afhent.
Þetta á ekki lengur við, ef að viðkomandi fyrirtæki er með starfsstöð eða einhvern hluta starfseminnar í bandaríkjunum, þá getur bandaríkin krafist þess að fá gögnin afhent, jafnvel þó að gögnin séu geymd í skotlandi.
Menn vöknuðu við pínu vondan draum hérna...


Mér skilst að Mozy sé ein af þeim lausnum sem er byrjuð að bjóða upp á að gögnin séu dulkóðuð "client-side" án þess að þeir hafi aðgang að þeim.
(Mozy var ekki alltaf þannig, en hafa greinilega brugðist við eftirspurn.)
Helsti "ókosturinn" við að bjóða upp á þetta fyrirkomulag, er að ef að notandinn gleymir passkóðanum sínum sem var notaður til að dulkóða, þá er engin leið að endurheimta hann og Mozy getur ekkert aðstoðað þig og öll gögnin eru töpuð.

Anyway, bara smá rant afþví að mér finnst fólk vera ótrúlega kærulaust þegar kemur að svona málum...

KermitTheFrog skrifaði:Ég er með öll mín mikilvægustu gögn í RAID5 setupi hérna heima bara :)

Og þegar kviknar í heima hjá þér, hvað þá?

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 22:42
af gardar
Piff, ég treysti ekki third party aðilum.

Öll mín backups eru bæði heima og úti í bæ, á netþjónum sem ég á.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Fös 09. Mar 2012 22:45
af vikingbay
KermitTheFrog skrifaði:Ég er með öll mín mikilvægustu gögn í RAID5 setupi hérna heima bara :)

natti skrifaði:Og þegar kviknar í heima hjá þér, hvað þá?


Hehe þegar það kviknar í :sleezyjoe

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Sun 11. Mar 2012 18:08
af intenz
Þetta Box er bara drasl. 25 MB max file size per skrá og glatað Windows sync.

Dropbox ftw.

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Sun 11. Mar 2012 20:47
af Oak
hvar fáið þið þessi 25 mb hjá BOX?

File size limit 2GB

Re: dæmi eins og dropbox og box.com

Sent: Sun 11. Mar 2012 21:04
af Daz
vikingbay skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Ég er með öll mín mikilvægustu gögn í RAID5 setupi hérna heima bara :)

natti skrifaði:Og þegar kviknar í heima hjá þér, hvað þá?


Hehe þegar það kviknar í :sleezyjoe

Þegar það kviknar í, þegar það er brotist inn, þegar það verður rafmagnsvandamál sem eyðileggur tölvubúnað, þegar raidcontrolerinn bilar og skemmir alla diskana, þegar þú formatar óvart. Ef gögnin eru mikilvæg þá viltu eiga "off site" backup. Helst tveimur á mismunandi stöðum svo þú lendir ekki í því að backuplausnin var líka biluð þegar diskarnir krassa.

Svo er bara spurning hvað menn telja mikilvæg gögn.