Síða 1 af 1

að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 21:41
af kubbur
úff, í gær ákvað konan að hætta á facebook þar sem henni finnst þetta vera of mikill tímaþjófur, af hugulsemi ákvað ég að hætta líka til að sjá hvernig líf án facebook er
í dag er ég búinn að fá 4 símtöl frá fólki sem hélt að ég hefði eytt því út af facebook, þegar ég sagði því að ég hefði deactivate'að facebookið mitt fékk maður spurningar eins og "af hverju", "til hvers" og svo framvegis, það var eins og það skildi ekki tilganginn í því

það sem ég sakna mest er að getað ekki uploadað myndum í strauminn hjá mér beint úr símanum og chattið

hafið þið gert þetta og hvernig fannst ykkur og fóruð þið aftur á facebook ?

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 21:42
af SolidFeather
Ég myndi líklegast afvirkja mitt ef það væri ekki svo mikið af grúppum fyrir skólann þarna.

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 21:48
af bulldog
Ég myndi aldrei hætta á facebook. Tímaþjófur eða ekki það kemur þá bara alltaf eitthvað annað í staðinn. :8)

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 21:49
af Plushy
Hvað eruð þið eiginleg að eyða tíma í á facebook sem hefur svona mikil áhrif á ykkur...?

Það er hægt að nota þetta í svo mikið, þetta er ekki bara til að skoða myndir af heitum gellum eða spila leiki. Ég nota þetta aðallega til að sjá hvað vinir mínir eru að gera. Ekki nenni ég að hringja í hundrað manns á dag og spyrja hvort það hafi verið að gera eitthvað skemmtilegt. Síðan get ég haft samband við alla ef að þarf, nánast allir með facebook í dag. Sama með að búa til og halda utan um hópa. Erum með fótboltahóp fyrir vinnuna, hóp fyrir fólk í vinnunum mínum svo við getum reddað vöktum o.s.frv, síðan eru námshópar, afþreyingarhópar ofl.

Held að þessi "tímaþjófur" hafi verri áhrif sé hann ekki til staðar. Nema fólk kunni sér ekki hóf.

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 21:51
af bulldog
hvar er þessi gráa lína að kunna sér hóf ? 2 klst á dag 8 klst á dag ?

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 22:11
af Frost
Ég nota facebook kannski svona klst á viku, varla. Myndi ekki sakna þess þó það myndi hverfa...

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 22:39
af Krissinn
Frost skrifaði:Ég nota facebook kannski svona klst á viku, varla. Myndi ekki sakna þess þó það myndi hverfa...


Sammála, kíki annað slagið :P Þá aðalega til að tékka á afmælisdögum og commenta í athugasemdakerfi DV.is :)

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 22:40
af Krissinn
krissi24 skrifaði:
Frost skrifaði:Ég nota facebook kannski svona klst á viku, varla. Myndi ekki sakna þess þó það myndi hverfa...


Sammála, kíki annað slagið :P Þá aðalega til að tékka á afmælisdögum og commenta í athugasemdakerfi DV.is :)


aðallega"

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 23:03
af tomasjonss
Finnst Facebook frekar leiðinlegt en hefur vissulega marga góða kosti sem hafa verið taldir upp. En þar sem öll þjóðin er á Facebook fær maður á tilfinninguna að það séu allir með nefið ofan í öllum og það er eitthvað óspennandi við það. Síðan er líka óttalega mikið væl í mörgum, nagg nagg nagg, rétt eins og í þessum pósti hér hjá mér :happy

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 23:08
af intenz
Ég (og margt annað fólk) væru mun betri námsmenn ef ekki væri fyrir Facebook. True story.

En ég ÞARF að nota þetta út af því að kúrsar í skólanum nota þetta til að brúa bilið milli nemenda og kennara í sambandi við verkefni og skilning á námsefni. Það er ástæðan af hverju ég er ekki löngu búinn að loka þessu.

Það sem ég hef komist að með Facebook og nám er það að maður fer í gegnum marga tugi statusa/pósta hjá fólki á degi hverjum og fyllir hugann af einhverju drasli sem nýtist manni ekkert hvað námsefnið varðar. 95% af efni inni á þessu eru tilgangslausar upplýsingar. Svo eftir "stutta" Facebook dvöl, tekur það mann langan tíma að komast aftur inn í það sem maður var að gera, áður en maður "kíkti" á Facebook. Þ.a.l. minni lærdómur, hence verri námsárangur.

Þetta er tilgangslausasta drasl sem til er. En auðvitað fer það eftir því hvernig maður notar þetta. Sumir nota þetta eingöngu til að skoða einkaskilaboð og event invites, sem er mjög sniðugt, þar sem staðreyndin er sú að þú ert ekki maður með mönnum nema þú sért á Facebook og maður fær nánast öll boðskort í dag í gegnum þennan miðil.

Re: að hætta á facebook

Sent: Þri 28. Feb 2012 23:10
af Unnaro
Þetta er bara nánast orðinn nauðsynjahlutur í lífinu hjá manni vegna þess að það fer svo margt fram þarna.

'Grúppa' varðandi skólann sem að hjálpar mikið. Mismunandi vinahópar hver með sína grúppu þar sem hlutir og viðburðir eru ræddir/skipulagðir. Vinnan með sér grúppu sem er líka mjög þægilegt. Maður fær varla boð í afmæli nema í gegnum facebook o.s.fr.

Samt er þetta nú enganveginn einhver tímaþjófur hjá mér. Kíki helst bara á þetta þegar maður á dauðan tíma.

Finnst alveg fáránlegt að þegar maður er í fyrirlestri skólanum og horfir yfir tölvurnar hjá fólki og annarhver maður er á facebook, það bara skil ég ekki. Ekki eins og að það sé mætingaskylda.

Re: að hætta á facebook

Sent: Mið 29. Feb 2012 01:09
af dori
krissi24 skrifaði:
Frost skrifaði:Ég nota facebook kannski svona klst á viku, varla. Myndi ekki sakna þess þó það myndi hverfa...


Sammála, kíki annað slagið :P Þá aðalega til að tékka á afmælisdögum og commenta í athugasemdakerfi DV.is :)

Athugasemdirnar á DV eru eins og íslandsmót í misskilningi, þröngsýni og í að vera almennt leiðinlegt fólk.

Annars þá kíki ég á facebook tæplega einu sinni í viku. Myndi eyða þessu ef ekki væri fyrir event og slíkt. Svo nota ég þetta bara í incognito því að ég fíla ekki að láta njósna um mig (það er helsta ástæðan fyrir því hvað ég nota þetta lítið - að ég vil ekki tengja neysluna mína við mína pesónu svo að facebook geti selt það).