Síða 1 af 1

Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 21:40
af natti
Bascially what the topic says.

Var að spá í hvort einhverjir hérna væru vel að sér eða hefðu prufað að leika sér e-ð með GPS senda/transmitter // GPS tracking unit?

T.d. ef mig langaði að setja GPS sendi í töskuna mína og fylgjast með ferðum hennar. (Væri sérstaklega þægilegt ef að taskan mín hverfur.)

Og ég er s.s. að leita að sendum, preferably litlum og góðum.
Og svona að gamni mínu setti ég upp OpenGTS (GPS tracking kerfi) til að taka við gögnunum.

Ég hef svosem skoðað "internetið" og aflað mér grunn-upplýsinga, en vantar tvennt:

1. Hvort menn séu með einhverja persónulega reynslu/þekkingu, og geta gefið einhver tips / mælt með einhverju sérstöku framyfir annað.

2. Hvaða innlendir söluaðilar gætu verið að selja svona lagað?

Any thoughts?

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 21:47
af GuðjónR
depill.is gæti verið það sem þú leitar af.
Hef ekki prófað þetta samt. Rögg ehf

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 22:05
af Pandemic
gæti ímyndað mér að ódýrast væri að henda litlum farsíma og láta hann uploada á netið hnitum í gegnum 3G.

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 22:50
af natti
GuðjónR skrifaði:depill.is gæti verið það sem þú leitar af.
Hef ekki prófað þetta samt. Rögg ehf


Þetta er í hnotskurn það sem ég vill gera, nema á eigin server (ie ekki nota "þjónustuna" frá depill.is.)
Server hlutinn er up&working, þetta er því bara spurning um tækin.

Spurning um að senda þeim póst og sjá hvort þeir gefi e-ð upp hvaða tæki þeir séu að nota, eða hvort þetta sé allt "trade-secrets" :)

En hugmyndafræðin í grunninn er snilld.
Koma t.d. sendum fyrir á krökkunum (skólatöskunni, úlpunni eða e-ð) og geta alltaf staðsett þau.
Basically fór að pæla í þessu fyrir stuttu þegar það kom tilkynning & frétt um að einhver gaur á bíl hefði verið að reyna að lokka til sín krakka stutt frá skólanum hjá stjúpsyninum...
Svo væri ég alveg til í að hafa svona í ferðavélatöskunni, mótorhjólinu, bílnum, etc... :P Bara upp á fikt-factorinn að gera...

Eini "ókosturinn" er kostnaðurinn. Ef að tækið á að geta sent gögnin þá þarf það sim-kort, sem að er þá alltaf annaðhvort mánaðargjald eða semi-reglulegar frelsis-áfyllingar.

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 22:55
af GuðjónR
Gefa konunni fallegt hálsmenn með GPS sendi :evillaugh

Annars hefði ég verið til í að hafa svona á plast-gaskútnum mínum sem vars skorinn frá grillinu og stolið fyrir einu og hálfu ári.
Kostar "bara" 18k svona kútur.

Er ekki hægt að fá eitthvað "app" í síma sem gerir það sama? þ.e. eins og iCloud og "find my phone" virkar? Bara nákvæmara...

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:03
af natti
GuðjónR skrifaði:Gefa konunni fallegt hálsmenn með GPS sendi :evillaugh

Annars hefði ég verið til í að hafa svona á plast-gaskútnum mínum sem vars skorinn frá grillinu og stolið fyrir einu og hálfu ári.
Kostar "bara" 18k svona kútur.

Er ekki hægt að fá eitthvað "app" í síma sem gerir það sama? þ.e. eins og iCloud og "find my phone" virkar? Bara nákvæmara...


Það er til "app" fyrir bæði iPhone og Android sem virka á móti OpenGTS.
Ég er currently með app á iPhone-inum svona til að prufa þetta...

En ég fer ekki að kaupa sér síma fyrir allt sem ég vill tracka... hence the littlu sendar ...
Mynd

Edit: Ég get breytt kortinu í googlemaps eða önnur kort.. og svo mælieiningum úr mph í km etc.etc.

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:05
af GuðjónR
Staddur uppá Kletthálsi? ... hvað heitir þetta app?

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:07
af natti
GuðjónR skrifaði:Staddur uppá Kletthálsi? ... hvað heitir þetta app?


Jamm, at the moment :)

Appið sem ég er að prufa fyrir iphoneinn heitir GTS Tracker og er e-ð þýskt apparat.
Actually eina forritið sem ég hef fundið fyrir iPhone.

Google sýnir hinsvegar að fleiri forrit séu til fyrir android...

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:09
af gardar
verslar bara einhvern skítódýrann sendi á ebay, þetta er flest allt sama tóbakið

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:12
af GuðjónR
Er það ekki GPS tracker? ...

Kíktu á: þetta

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:16
af natti
GPS Tracker virðist ekki hafa möguleikann á að senda á "custom" server.
Í því liggur munurinn, að ég vill ekki nota annars-manns-þjónustu :)
(fikt-factorinn að "do-it-yourself" :P )

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:17
af GuðjónR
Já og líka "óþarfiaðallirvitihvaðégeraðgera" faktorinn...

Re: Hefur einhver reynslu/þekkingu á GPS sendum?

Sent: Mán 27. Feb 2012 23:23
af Klaufi
Ef að sá sem er með Depill.is er sá sami og ég held að þetta sé:

-Þá ætti ekki að vera neitt mál að fá uppgefið hvaða sendar þetta eru.
-Þá kosta þeir 10-15k komnir heim.
-Þá er hann mjög líklega til í að aðstoða þig við þetta.
-Þá er hann það mikill græjufíkill að hann selur ekki þjónustu nema að hann (smámunasami) sjálfur sé sáttur.

Ég myndi prufa að maila á þá og spyrja út í þetta.
Í versta falli færðu leiðinda svar til baka..