Síða 1 af 1

Siminn VS Vodafone

Sent: Mið 22. Feb 2012 08:57
af PepsiMaxIsti
Góðan dag

Nú langar mig að athuga hvort að þið hafið einhverja skoðun á því hvort sé betra að vera hjá Vodafone eða símanum hvað varðar net og heimasíma, það er sama verð hjá báðum. Því langar mig að sjá hvað öðrum fynnst. Vonast til að fá sem flesta til að tala um þetta.

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Mið 22. Feb 2012 10:05
af audiophile
Ég var með net hjá Vodafone og það var alltaf eitthvað vesen. Ég er núna með Ljósnet hjá Símanum og er mjög ánægður.

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Mið 22. Feb 2012 10:12
af pattzi
Ljós hjá vodafone virkar helvíti fínt

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Mið 22. Feb 2012 10:12
af lukkuláki
audiophile skrifaði:Ég var með net hjá Vodafone og það var alltaf eitthvað vesen. Ég er núna með Ljósnet hjá Símanum og er mjög ánægður.


Heima: Var hjá Símanum og þar var allt að + allt svo dýrt er búinn að vera hjá Vodafone í nokkur ár núna og er mjög sáttur.
Fyrirtækið sem ég er að vinna hjá er líka að gefast upp á Símanum og færa sig til Vodafone þar erum við að tala um þjónustu upp á nokkur hundruð þúsund á mánuði.

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Mið 22. Feb 2012 10:26
af wicket
Það hafa allir misjafna sögu að segja um öll þessi fyrirtæki þannig að það kemur ekki nein vitræð umræða kannski um þetta hérna :)

Ég var hjá Vodafone og það var allt að gjörsamlega, netið var lélegt, sjónvarpið að pixlast von og viti og reikningar komu aldrei réttir.

Er með Ljósnet hjá Símanum í dag og ég er ánægður. ÞEtta virkar, þetta er hratt og ekkert vesen.

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Fös 24. Feb 2012 13:08
af intenz
Síminn með netið, alltaf, alla daga!

Er með Ljósnet og er mjög ánægður!

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Fös 24. Feb 2012 13:59
af corflame
Er hjá Voda og er mjög ánægður. Var áður hjá símanum og var líka ánægður þar, fékk bara betri díl hjá Voda.

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Fös 24. Feb 2012 15:00
af gutti
er hjá símanum eina galli er að ljósnet er ekki komið hjá mér en er kringum blokkina hjá mér Hátúni 10a :slapp frekar léglegt en vona fá fyrir lok sumarið :hnuss copy paste frá síðunna hjá þeim Búið er að tengja ljósnet í eftirfarandi húsnúmer. Götuheiti Húsnúmer Póstnúmer
Hátúni 1, 2, 2a, 2b, 3, 4, 5, 6, 6a, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47 105 ég er í 10a :mad

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Fös 24. Feb 2012 15:49
af gardar
intenz skrifaði:Síminn með netið, alltaf, alla daga!

Er með Ljósnet og er mjög ánægður!



+1

siminn er med lang besta route-id ur landi

you get what you pay for

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Fös 24. Feb 2012 17:50
af fallen
Búinn að vera með internet hjá Símanum í 10 eða 11 ár (byrjaði með 256 kb/s ADSL) og það er svo sjaldan sem eitthvað feilar að það er nánast ótrúlegt. Alltaf Síminn.

Re: Siminn VS Vodafone

Sent: Fös 24. Feb 2012 18:14
af Hargo
lukkuláki skrifaði:Heima: Var hjá Símanum og þar var allt að + allt svo dýrt er búinn að vera hjá Vodafone í nokkur ár núna og er mjög sáttur.
Fyrirtækið sem ég er að vinna hjá er líka að gefast upp á Símanum og færa sig til Vodafone þar erum við að tala um þjónustu upp á nokkur hundruð þúsund á mánuði.


x2

Færði mig frá Símanum árið 2006, búinn að vera hjá Vodafone síðan.