Síða 1 af 3
RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:15
af tanketom
Sælir vaktara.
Ég er í smá vandræðum með heimaverkefni hérna ætlaði fá smá hjálp frá ykkur, ég veit þetta er leikskóla dæmi fyrir suma en ég á bara enþá eftir að fatta stærðfræðina bakvið þetta
1)
5 míkroamper eru jafnt og: (Þetta er væntanlega (a))
a) 5*10-6 A
b) 500.000 A
c) 0,005 A
d) 5*10(6) A
2) 8 MΩ eru: (Þetta er þá 8000kΩ ? því að 8 M eru 80.000?)
a) 8000Ω
b) 8*10-6 Ω
c) 8000kΩ
d) 80*10(6)Ω
3) Brauðrist sem er fyrir 230 V, tekur 2.5 A. Hvað er viðnámið í brauðristinni hátt? (Þetta er þá 92 Ω rétt?)
a) 575 Ω
b) 92 Ω
c) 0,011 Ω
d) 92 kΩ
Re: RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:24
af Tbot
Skoðaðu þessa síðu til að læra á SI einingar,
http://en.wikipedia.org/wiki/SI_prefixM stendur fyrir mega eða 10(6)
3. Jafnan er U=I*R => R=U/I
Re: RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:29
af Kristján
þetta er eins basic og það gerist í rafmagnsfræðinni
allt rétt hjá þér nema 8M eru 8.000.000 og 8K er 8.000
Re: RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:31
af FreyrGauti
Kristján skrifaði:þetta er eins basic og það gerist í rafmagnsfræðinni
allt rétt hjá þér nema 8M eru 8.000.000 og 8K er 8.000
Hann er að gefa upp svarmöguleikana, s.s. 8M er jafnt og A, B, C eða D.
1 = A
2 = C
3 = 92 Ω
Semsagt þú ert með þetta allt rétt.
Gott að eiga þennan þríhyrning á blaði.
Re: RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:34
af Garri
Miðað við mína 30 ára gömlu þekkingu..
1) a 10^-6
2) c 8.000 k-ohm (8M <> 80.000)
3) d 92 ohm
Re: RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:43
af tanketom
Garri skrifaði:Miðað við mína 30 ára gömlu þekkingu..
1) a 10^-6
2) c 8.000 k-ohm (8M <> 80.000)
3) d 92 ohm
8M = 8.000.000 ( ég ruglaðist uppi það eru ekki 80.000)
Re: RAM 103
Sent: Mán 06. Feb 2012 18:55
af Klemmi
a)
c)
b)
Allt rétt hjá þér
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 13:43
af tanketom
Nokkrar spurningar hérna í viðbót
Vill bara vita hvort þetta sé ekki alveg 100% hjá mér
1) Viðnám er 5kΩ og tengist við 1,5V rafhlöðu. Hver verður straumurinn?
a) 300μA
b) 300A
c) 0,3A
d) 300mA
2) Við erum með viðnám sem er 50 Ω og straumurinn er 3000 mA. Hvað þarf spennan að vera há?
a) 24V
b) 150kV
c) 150 V
d) 16,7 V
3) Þrjú viðnám eru raðtengd, U1 = 15V, U2 = 10V og U3 = 5V. Straumurinn er 500 mA. Hvað verður Rh hátt?
a) 15Ω
b) 60Ω
c) 0.06Ω
d) 60kΩ
4) Fjórar jafnstórar mótstöður eru raðtengdar. Spenna er 230V og Staumurinn 5A. Hvað er hver mótstaða stór?
a) 46Ω
b) 11,5Ω
c) 1150Ω
d) 230Ω
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 14:05
af dori
Þetta er flest basic Ohm's law og SI eininga dæmi. Ég veit reyndar ekki hvað er verið að tala um í dæmi 3 og hef engan tíma/áhuga á að leita bara fyrir þetta.
1. 1,5V/5kΩ=0,0003A=300µA
2. 50Ω*3A=150V
3. Ég veit ekki alveg hvað þetta U1/U2/U3 og Rh dót er.
4. 230V/5A=46Ω
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 14:22
af tanketom
dori skrifaði:Þetta er flest basic Ohm's law og SI eininga dæmi. Ég veit reyndar ekki hvað er verið að tala um í dæmi 3 og hef engan tíma/áhuga á að leita bara fyrir þetta.
1. 1,5V/5kΩ=0,0003A=300µA
2. 50Ω*3A=150V
3. Ég veit ekki alveg hvað þetta U1/U2/U3 og Rh dót er.
4. 230V/5A=46Ω
já okey var með sömu útkomur en já U1/U2/U3 dæmið er semsagt að þeir vilja fá hvað R heildar er. R = ohm U = V(vött) I = A(amp)
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 14:27
af DJOli
mig langar að fara í ram 103.
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:10
af Eiiki
Það er bara hin heilaga jafna V=IR eða vír
Sumir notast við U í staðin fyrir V sem ég næ ekki alveg...
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:17
af tlord
3) Þrjú viðnám eru raðtengd, U1 = 15V, U2 = 10V og U3 = 5V. Straumurinn er 500 mA. Hvað verður Rh hátt?
a) 15Ω
b) 60Ω
c) 0.06Ω
d) 60kΩ
heildarspenna = 15 + 10 + 5 = 30 V
R = U / I = 15 / 0.5 = 60 ohm
semsagt b
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:20
af tlord
4) Fjórar jafnstórar mótstöður eru raðtengdar. Spenna er 230V og Staumurinn 5A. Hvað er hver mótstaða stór?
a) 46Ω
b) 11,5Ω
c) 1150Ω
d) 230Ω
R = U / I = 230 / 5 = 46
46 / 4 = 11,5 eða b
(4 raðtengdar 11,5 eru 46)
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:34
af axyne
Eiiki skrifaði:Það er bara hin heilaga jafna V=IR eða vír
Sumir notast við U í staðin fyrir V sem ég næ ekki alveg...
U meikar mikið meira sense þar sem afleidda SI einingin er V fyrir spennu, asnalegt þykir mér því að tákna spennu með bókstafinum V.
U = 50V eða V = 50V ??
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:40
af Eiiki
axyne skrifaði:Eiiki skrifaði:Það er bara hin heilaga jafna V=IR eða vír
Sumir notast við U í staðin fyrir V sem ég næ ekki alveg...
U meikar mikið meira sense þar sem afleidda SI einingin er V fyrir spennu, asnalegt þykir mér því að tákna spennu með bókstafinum V.
U = 50V eða V = 50V ??
hehe já en fyrir latann mann eins og mig þá lít ég á það þannig þá er þetta enn einn stafurinn sem þarf að muna
En annars er hægt að troða inn subscript í táknið V ef að V eitt og sér truflar þig. Þannig kenna þeir þetta allavega hérna upp í háskóla
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:41
af tlord
U er spenna mæld í V eða Volt
I er straumur, mældur í A eða Amper
R er mótstaða mæld í Ω eða Ohm
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:47
af dori
tlord skrifaði:4) Fjórar jafnstórar mótstöður eru raðtengdar. Spenna er 230V og Staumurinn 5A. Hvað er hver mótstaða stór?
...
(4 raðtengdar 11,5 eru 46)
Haha, vá. Þetta kennir manni að lesa orðadæmi.
Also, mótstöður = viðnám?
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 15:52
af Klaufi
dori skrifaði:tlord skrifaði:4) Fjórar jafnstórar mótstöður eru raðtengdar. Spenna er 230V og Staumurinn 5A. Hvað er hver mótstaða stór?
...
(4 raðtengdar 11,5 eru 46)
Haha, vá. Þetta kennir manni að lesa orðadæmi.
Also, mótstöður = viðnám?
Já.
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 16:24
af dori
Spes hjá þeim sem gerir þessi dæmi að velja sér ekki annað orðið og nota það.
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 16:31
af tanketom
Það væri geeeðveikt að búa til nýan tálk fyrir skóla?
semsagt ef manni vantar aðstoð og svona
Virðist vera mikið af fólki hérna með vit í hausnum, en takk fyrir alla hjálpina, kann svo sannarlega að meta þetta
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 16:47
af Eiiki
tanketom skrifaði:Það væri geeeðveikt að búa til nýan tálk fyrir skóla?
Ekki galin hugmynd!
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 16:51
af tlord
dori skrifaði:Spes hjá þeim sem gerir þessi dæmi að velja sér ekki annað orðið og nota það.
nei, snjallt
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 17:35
af Squinchy
Væri ekki betra að lesa bara bókina félagi ?, virkaði fyrir mig
Re: RAM 103
Sent: Þri 07. Feb 2012 20:20
af tanketom
Squinchy skrifaði:Væri ekki betra að lesa bara bókina félagi ?, virkaði fyrir mig
það fer eftir því hvort þú skiljir bókina
frekar erfitt þegar maður er ílla hataður af kennaranum sem er að reyna gera allt til þess að lata mig falla
Þarf að tala við skóla stjóran um það reyndar