Síða 1 af 1

Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 09:16
af DJOli
Ég man eftir því í denn þá var hægt að fá rosalega skemmtileg hljómtæki, svona litlar samstæður.
Rosalega sexy beasts með tveim flottum hátölurum.

Dæmi:
Mynd

Síðasta flotta samstæðan sem ég sá var hjá Sjónvarpsmiðstöðinni, og var það Jvc mx-gt80.
Mynd

Svo sér maður youtube myndbönd með nýrri týpum, og klórar sér í hausnum á meðan maður pælir í því af hverju í fjandanum við fáum ekki svona í búðir hérlendis.

http://www.youtube.com/watch?v=URladL7X ... re=related

Re: Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 10:49
af vesley
Mér finnst þetta nú vera hrikalega ljótar hátalarastæður.

Þetta var nú vinsælara fyrir 5-10 árum.

Re: Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 11:31
af Klemmi
Því þetta voru vinsælar fermingargjafir á sínum tíma, en hvaða krakki vill dýrt útvarp/geislaspilara í dag þegar hann getur fengið fartölvu?

Re: Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 11:34
af Danni V8
Síðan er alveg hægt að fá mini samstæður. Útlitið á þeim er bara í takt við tímann í dag.

Re: Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 12:48
af appel
Þetta var hefðin í gamla daga, við systkinin fengum öll einhverjar svona græjur. Eldri bræður mínir voru með svaka pioneer græjur í svona skápum á hjólum, tók heljarinnar pláss, enda með plötuspilara líka, og jú svo hátalarar. Í dag vill fólk bara vera með iPod, fartölvu og heyrnartól, eða bara tölvuhátalara við tölvuna.

Gallinn við svona græjur er að þú getur lítið notað þetta nema til þess að spila geisladiska eða hlusta á útvarp. Ansi dýrt bara í það. Hvað ef þú vilt spila tónlist af tölvunni eða streyma af netinu? Passar ekki alveg fyrir nútímann.

Re: Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 13:30
af atliax
appel skrifaði:Gallinn við svona græjur er að þú getur lítið notað þetta nema til þess að spila geisladiska eða hlusta á útvarp. Ansi dýrt bara í það. Hvað ef þú vilt spila tónlist af tölvunni eða streyma af netinu? Passar ekki alveg fyrir nútímann.


Það er aux-in (RCA) á þessum:

Mynd

(bróðir minn fékk svona í fermingargjöf á sínum tíma)

Re: Hljómtæki og Ísland

Sent: Mán 06. Feb 2012 13:33
af SolidFeather
Krabbamein.