Síða 1 af 1
Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 19:25
af AciD_RaiN
Ég var mikið að spá afhverju Intel Core i7 3820 er ódýrari en i7 2700 ? Það er væntanlega einhver sem getur svarað mér með þetta
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 19:30
af worghal
mig minnir að 2700k er 2600k nema hann er prufaður af intel og "hand picked" sem golden chip og kemst örugglega upp í 5ghz stable á góðum voltum.
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 19:32
af Klemmi
Þessir örgjörvar eru mjög sambærilegir í krafti/afköstum eins og sést í
þessu benchmarki.Hins vegar er i7-2700K öflugasti örgjörvinn í sinni línu og þar með leyfir Intel sér að verðmerkja hann frekar hátt. Auk þess er hann, líkt og K segir til um, með ólæstum multiplier.
i7-3820 er ódýrasti LGA2011, og verður líklega lang mesta price/performance bargainið fyrir þann sökkul, allavega til að byrja með. Hann er ekki hugsaður fyrir "enthusiists" og er með læstum multiplier.
Vona að þetta útskýri málið fyrir þér
Og Worghal, ég stórefast um þessa tilgátu, svona svipað eins og þegar maður heyrði að Celeron örgjörvarnir væru afgangsörgjörvar sem hefðu lent á gólfinu hjá Intel....
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 19:35
af AciD_RaiN
worghal skrifaði:mig minnir að 2700k er 2600k nema hann er prufaður af intel og "hand picked" sem golden chip og kemst örugglega upp í 5ghz stable á góðum voltum.
Ég var einmitt búinn að heyra þetta áður. En er 2700k ekki LGA2011 ? Var aðallega að spá hvort hann væri compatible með þessu borði
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s2 ... -modurbord Ég einfaldlega þekki ekkert inn á Intel
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 19:36
af worghal
eins og ég undirstrikaði, þá minnti mig þetta bara því einhver nefndi þetta við mig.
annars hef ég sjálfur ekkert spáð í þessu, minn 2600k heldur allveg ágætlega í við 2700k
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 19:52
af Tiger
AciD_RaiN skrifaði: En er 2700k ekki LGA2011 ?
Nei hann er 1155
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:10
af AciD_RaiN
Úff. Getur einhver bent mér á gott móðurborð sem myndi styðja HD 7970 skjákort og i7 2700k ? Eru þetta eitthvað vitlaus borð?
http://tl.is/vara/23699 http://budin.is/mourbor-intel/3901827-x ... 80754.html
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:13
af chaplin
Þetta borð myndi virka, en ég skil þó ekki afhverju fólk er að eyða rúmlega 20.000kr aukalega í 2700 yfir 2600, þar sérstaklega þar sem nánast allir 2600K eru vel öryggir með 4.8-5.0 GHz.
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:20
af worghal
af hverju ekki að skella sér í EVGA z68
?
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:32
af AciD_RaiN
Reyndar þarf ég ekkert svakalegt borð eins og er. Bara svona byrjendapakkann í Intel
Ætla að fá mér svo alvöru uppfærslu í haust en þetta verður að duga þangaðtil...
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:46
af Tiger
AciD_RaiN skrifaði:Reyndar þarf ég ekkert svakalegt borð eins og er. Bara svona byrjendapakkann í Intel
Ætla að fá mér svo alvöru uppfærslu í haust en þetta verður að duga þangaðtil...
Ef ég væri að fara að uppfæra aftur í haust myndi ég bara halda mig við það sem ég er með nema einhverja hluta vegna það gengi bara engan vegin (sem ég efast um). Spara og kaupa svo high end vél í haust frekar en kaupa núna og selja með tapi í haust.
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:47
af bulldog
eða kaupa bara aðra vél með high end dæmi
ekkert að selja
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 21:02
af mundivalur
chaplin skrifaði:Þetta borð myndi virka, en ég skil þó ekki afhverju fólk er að eyða rúmlega 20.000kr aukalega í 2700 yfir 2600, þar sérstaklega þar sem nánast allir 2600K eru vel öryggir með 4.8-5.0 GHz.
Er ég eini 2700k gaurinn
Tölvutækni auglýsti þá fyrst á 55þ en voru svo lengi að fá hann að ég lét buy.is redda þessu og borgaði 60þ, munurinn á þessu fyrir mig er að ég get verið á 5.1ghz í stað 4.6ghz með sömu volt eða 1.45-6v ,sem er hámark 24/7 í dag ekki 1.52v
Samasem
(samt hefði ég ekki borgað 70þ)
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 21:15
af AciD_RaiN
Þetta er bara svo mikið rusl sem ég er með. Sjáið það í undirskriftinni en í haust ætla ég mér að fara í Ivy þegar hann verður búinn að vera til í einhvern smá tíma. Planið er að smíða kassann alveg frá grunni og fljúga með plöturnar í sprautun í danmörku. Alveg sama þó þetta fari með tapi ef allt gengur eftir.
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 21:17
af Akumo
AciD_RaiN skrifaði:Þetta er bara svo mikið rusl sem ég er með. Sjáið það í undirskriftinni en í haust ætla ég mér að fara í Ivy þegar hann verður búinn að vera til í einhvern smá tíma. Planið er að smíða kassann alveg frá grunni og fljúga með plöturnar í sprautun í danmörku. Alveg sama þó þetta fari með tapi ef allt gengur eftir.
Selur mér svo 460 kortið þitt
Re: Intel i7 verðmunur og gæðamunur?
Sent: Mán 30. Jan 2012 21:19
af AciD_RaiN
Akumo skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Þetta er bara svo mikið rusl sem ég er með. Sjáið það í undirskriftinni en í haust ætla ég mér að fara í Ivy þegar hann verður búinn að vera til í einhvern smá tíma. Planið er að smíða kassann alveg frá grunni og fljúga með plöturnar í sprautun í danmörku. Alveg sama þó þetta fari með tapi ef allt gengur eftir.
Selur mér svo 460 kortið þitt
Ekki málið... verður bara að minna mig á það því ég á pottþétt eftir að gleyma því