Síða 1 af 4
Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 10:40
af GuðjónR
Hagnaðurinn var 1.700 milljarðar síðustu þrjá mánuði ársins, í samanburði þá er landsframleiðsla Íslands á sama tíma 375 milljarðar eða 22% af hagnaði Apple.
Á síðustu þremur mánuðum ársins voru seldir 37 milljón iPhone sem gerir um 0,41 milljón eintaka á dag.
Og forstjórinn er ekki á neinum lúsarlaunum, 44 milljarða takk fyrir.
Heimildir:
MBLVísir
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 11:18
af AciD_RaiN
Hmmm... Kannski maður þurfi að fara að sækja um vinnu
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 11:21
af Gunnar
AciD_RaiN skrifaði:Hmmm... Kannski maður þurfi að fara að sækja um vinnu
var að sækja um sem formaður!!!
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 11:21
af Klemmi
Laun starfsmanna Foxconn, sem framleiða iPhone, eru um 20þús krónur á mánuði. Hvað er forstjórinn metinn á við marga almenna starfsmenn samkvæmt því?
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 11:56
af dori
Klemmi skrifaði:Laun starfsmanna Foxconn, sem framleiða iPhone, eru um 20þús krónur á mánuði. Hvað er forstjórinn metinn á við marga almenna starfsmenn samkvæmt því?
Það hræðir mig að hugsa um hvað tölvur myndu kosta mikið ef við myndum borga öllum sem koma að framleiðslunni almennileg laun.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 11:56
af vesley
Klemmi skrifaði:Laun starfsmanna Foxconn, sem framleiða iPhone, eru um 20þús krónur á mánuði. Hvað er forstjórinn metinn á við marga almenna starfsmenn samkvæmt því?
Fann það út en nennti ekki að telja núllin
MJÖG MARGIR
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 12:01
af addi32
GuðjónR skrifaði:Á síðustu þremur mánuðum ársins voru seldir 37 milljón iPhone sem gerir um 0,41 milljón eintaka á dag.
3 mánuðir = 90 dagar
37 milljónir / 90 dagar = 0,41 milljónir á dag.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 12:07
af fremen
Enda er premium verðið fyrir að vera með þetta ljóta eplamerki á vörunni sinni örugglega að verða með dýrari vörumerkjum heimsins.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 13:13
af urban
Svo eru sumir sem að vilja meina að þetta sé ekki overpriced sem að þeir selja.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 13:35
af GuðjónR
urban skrifaði:Svo eru sumir sem að vilja meina að þetta sé ekki overpriced sem að þeir selja.
Well, verð er svo afstætt. Ef verðið er hátt (eins og það er) en varan selst samt og framleiðandinn hefur ekki undan þá er verðið varla of hátt (overpriced) ? Eða hvað?
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 14:14
af urban
GuðjónR skrifaði:urban skrifaði:Svo eru sumir sem að vilja meina að þetta sé ekki overpriced sem að þeir selja.
Well, verð er svo afstætt. Ef verðið er hátt (eins og það er) en varan selst samt og framleiðandinn hefur ekki undan þá er verðið varla of hátt (overpriced) ? Eða hvað?
jú í rauninni er það.
einfaldlega vegna þess að almenn skynsemi er bara því miður ekki svo almenn.
reyndar eru verðin á Imacinum aðeins undanskilin (aðalega vegna skjásins) en aukahlutir (íhlutir) er alveg fáránlega hátt verðlagðir.
og síðan eru verðin á flest öllu öðru, sem að þetta fyrirtæki selur, í raun alveg út í hött
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 14:26
af chaplin
urban skrifaði:og síðan eru verðin á flest öllu öðru, sem að þetta fyrirtæki selur, í raun alveg út í hött
http://store.apple.com/us/product/MC913ZM/AHvað meinaru? Eru $50 ekki normal fyrir 2M kapal?
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 14:42
af benson
urban skrifaði:GuðjónR skrifaði:urban skrifaði:Svo eru sumir sem að vilja meina að þetta sé ekki overpriced sem að þeir selja.
Well, verð er svo afstætt. Ef verðið er hátt (eins og það er) en varan selst samt og framleiðandinn hefur ekki undan þá er verðið varla of hátt (overpriced) ? Eða hvað?
jú í rauninni er það.
einfaldlega vegna þess að almenn skynsemi er bara því miður ekki svo almenn.
reyndar eru verðin á Imacinum aðeins undanskilin (aðalega vegna skjásins) en aukahlutir (íhlutir) er alveg fáránlega hátt verðlagðir.
og síðan eru verðin á flest öllu öðru, sem að þetta fyrirtæki selur, í raun alveg út í hött
Ég var einu sinni sammála þér.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 14:47
af GuðjónR
urban skrifaði:GuðjónR skrifaði:urban skrifaði:Svo eru sumir sem að vilja meina að þetta sé ekki overpriced sem að þeir selja.
Well, verð er svo afstætt. Ef verðið er hátt (eins og það er) en varan selst samt og framleiðandinn hefur ekki undan þá er verðið varla of hátt (overpriced) ? Eða hvað?
jú í rauninni er það.
einfaldlega vegna þess að almenn skynsemi er bara því miður ekki svo almenn.
reyndar eru verðin á Imacinum aðeins undanskilin (aðalega vegna skjásins) en aukahlutir (íhlutir) er alveg fáránlega hátt verðlagðir.
og síðan eru verðin á flest öllu öðru, sem að þetta fyrirtæki selur, í raun alveg út í hött
Verðin eru há það er alveg óumdeilt, sérstaklega hérna á íslandi þar sem $2200 tölva er seld út úr búð á hálfa milljón.
Svo er að er annar faktor sem spilar inn t.d. iMac kaup. Ég keypti iMac i7 í janúar í fyrra. Þetta var high-end tölva og er í raun ennþá, ég var að fá 340k tilboð í hana.
Hún kostaði 380k í fyrra. Ég er ekki viss um að samsettar PC tölvur seljist með svona litlum afföllum. Reyndar er sambærileg tölva búin að hækka í hátt í 450k í dag og spilar þar okkar æðislega króna og hækkanir á HDD inn í verðið.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 14:58
af dori
GuðjónR skrifaði:Svo er að er annar faktor sem spilar inn t.d. iMac kaup. Ég keypti iMac i7 í janúar í fyrra. Þetta var high-end tölva og er í raun ennþá, ég var að fá 340k tilboð í hana.
Hún kostaði 380k í fyrra. Ég er ekki viss um að samsettar PC tölvur seljist með svona litlum afföllum. Reyndar er sambærileg tölva búin að hækka í hátt í 450k í dag og spilar þar okkar æðislega króna og hækkanir á HDD inn í verðið.
Ástæðan fyrir því að Apple tölvur lækka svona hægt í verði er að það líður að jafnaði um ár milli þess sem þeir uppfæra tölvurnar sínar (og þá er ekki alltaf um virkilega stórar uppfærslur að ræða).
Hversu oft kemur út nýr örgjörvi? Nýr arkitektúr? Ný skjákort? Það er hægt að halda lengi áfram en af því að Apple verðin eru alltaf frosin í ár og fólk miðar yfirleitt við "hvað kostar hluturinn nýr í dag" þá lækka þær minna í verði. Svo spilar það líka inní að þeir eru með línur og fólk
er fífl áttar sig ekki á því að þó svo að gamla tölvan fari af markaðnum þegar nýja útgáfan kemur þá þýðir það ekki að gamla útgáfan ný myndi kosta það sama og nýja útgáfan kostar ný.
Það má líka ekki gleyma því að almennt notar fólk sem er með Apple tölvur (fyrir utan þá sem eru að rendara kvikmyndir sem er mjög lítill hluti notanda leyfi ég mér að fullyrða) aflið í þeim að mjög litlu leyti. Þetta er upp til hópa fólkið sem spilar ekki tölvuleiki ("engir leikir á Mac" eða eitthvað annað rant hér) og þess vegna er ekkert svona "afl" sem ýtir verðinu á notuðu niður þar eins og í PC heiminum.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 15:26
af benson
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 15:34
af GuðjónR
Þetta er að mörgu leiti rétt hjá dóra, efast um að almenningur sé að nýta aflið í botn. Ég þarf t.d. alltaf að vera með það besta (fíkn) en er örugglega ekki að nota nema 1% af því.
Varðandi leiki þá tekur það ekki nema 25 mínútur að installera windows með bootcamp á Mac þannig að sá heimur er að breytast.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 15:35
af fremen
Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 15:44
af GuðjónR
fremen skrifaði:Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Óþarfa komment þú þú hafir ekki efni á þessum gæðavörum sjálfur og sért bitur út í heiminn.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 15:52
af fremen
GuðjónR skrifaði:fremen skrifaði:Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Óþarfa komment þú þú hafir ekki efni á þessum gæðavörum sjálfur og sért bitur út í heiminn.
Þú veist lítið um minn efnahag kallinn, en efni á range rover hef ég að sjálfsögðu ekki. En ég er ekki bitur út í heiminn, þetta er fact.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 15:58
af Tiger
daanielin skrifaði:urban skrifaði:og síðan eru verðin á flest öllu öðru, sem að þetta fyrirtæki selur, í raun alveg út í hött
http://store.apple.com/us/product/MC913ZM/AHvað meinaru? Eru $50 ekki normal fyrir 2M kapal?
Reyndar fær Intel meirhlutan af þessum $50..... var mikil umræða um þetta þegar þetta kom
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 16:00
af GuðjónR
fremen skrifaði:GuðjónR skrifaði:fremen skrifaði:Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Óþarfa komment þú þú hafir ekki efni á þessum gæðavörum sjálfur og sért bitur út í heiminn.
Þú veist lítið um minn efnahag kallinn, en efni á range rover hef ég að sjálfsögðu ekki. En ég er ekki bitur út í heiminn, þetta er fact.
Hljómar samt eins og argasta öfund, "af því að ég get ekki þá eru allir sem geta fífl" og hana nú.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 16:04
af Tiger
fremen skrifaði:Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Góð innkoma hjá nýliða........keep it coming.
Sent from my iPhone theatherd with my iPad and backed up by my MacBook.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 16:08
af fremen
GuðjónR skrifaði:fremen skrifaði:GuðjónR skrifaði:fremen skrifaði:Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Óþarfa komment þú þú hafir ekki efni á þessum gæðavörum sjálfur og sért bitur út í heiminn.
Þú veist lítið um minn efnahag kallinn, en efni á range rover hef ég að sjálfsögðu ekki. En ég er ekki bitur út í heiminn, þetta er fact.
Hljómar samt eins og argasta öfund, "af því að ég get ekki þá eru allir sem geta fífl" og hana nú.
Haha já sennilega hljómar þetta biturt. Ég hef alltaf verið svolítill "verð að eiga" gaur þangað til ég byrjaði í háskóla og var alltaf drjúgur að uppfæra tölvuna fyrir nýjust leikina. En ég hef hinsvegar aldrei náð uppí þá hugmynd að eyða auka pening í eitthvað premium merki eins og Apple. Hvað réttlætir að verðin hjá þeim séu svona há? Eina svarið er, því fólk er tilbúið að borga fyrir það.
Re: Apple skilar methagnað á síðasta ári
Sent: Mið 25. Jan 2012 16:16
af fremen
Snuddi skrifaði:fremen skrifaði:Vandamálið er fíflin sem láta bjóða sér að borga svona mikið fyrir þetta. Á meðan það lið er enn til, er ekkert að því fyrir Apple að halda verðinu svona.
Að eiga iPhone og iPad og MacBook Pro og þetta shit er orðið jafn heimskt status symbol og það að eiga Range Rover og Siberian Husky hund, fólk er snarvangefið í hausnum.
Góð innkoma hjá nýliða........keep it coming.
Sent from my iPhone theatherd with my iPad and backed up by my MacBook.
Awkward, ég er með eldri skráningartíma en þú. Ég er bara level asian lurker.