Síða 1 af 1

Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 16:37
af hauksinick
Nú er ég að reyna að skipta original tækinu úr nýja benzanum. Er með c200 1995 elegance. Þar sem maður stingur
pinnunum inn til að losa og svo toga út er báðum megin bilað.
Til að taka tækið þarf að taka viðarplötuna úr.
Þetta er svona nema til að stilla miðstöðina þá eru tveir hringlaga takkar sem ég sný.
Er búinn að reyna að taka miðstöðvarstútana þarna fyrir ofan úr en það gekk einhvað erfiðlega.
Hvernig tek ég þessa viðarplötu úr svo eg geti tekið allan sleðann með utvarpinu og tekið útvarpið þannig úr?
Mynd

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 16:39
af astro
Ég myndi spyrja fræðimennina á spjallsvæðinu á stjarna.is, fátt sem þeir vita ekki ! :)

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 16:42
af hauksinick
astro skrifaði:Ég myndi spyrja fræðimennina á spjallsvæðinu á stjarna.is, fátt sem þeir vita ekki ! :)


Jaá ég nenni bara ómögulega að gera aðgang að því spjalli.

DanniV8 var svo hjálpsamur síðast að ég var að vona að hann myndi koma með einhver heilræði nú aftur :sleezyjoe

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 16:43
af tlord
svona?

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 16:44
af g0tlife
ég mundi byrja á því að færa stýrið þangað <-----



:troll

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 16:51
af hauksinick
g0tlife skrifaði:ég mundi byrja á því að færa stýrið þangað <-----



:troll

Þetta er væntanlega ekki minn bíll

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 17:21
af playman
Ég er hræddur um að þú verðir að redda þér lyklum til þess að geta tekið útvarpið úr.
Svo virðist sem að útvarpið haldi takka borðinu föstu (ásamt skrúfum auðvitað)(en auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér)
ættir að geta farið á eitthvað benz verkstæði og reynt að fá þá til að lána þér lykil, fyrir kanski 1000 kall,
lyklarnir eru að kosta um 8$ á ebay.

en þetta er það sem að ég fann sem gæti hjálpað þér.
http://www.youtube.com/watch?v=pwoDp8Z6I30
http://www.youtube.com/watch?v=wr-jEznMGRg
http://www.benzworld.org/forums/w140-s- ... moval.html

Svo fann ég þessa síðu sem gæti gagnast þér í framtíðinni.
http://mercedes-w201.5go.ru/
hún er á rúsnesku, en þú getur bara látið google þíða hana yfir á ensku.

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 17:55
af Oak
hvernig getur dæmið á hliðunum fyrir stykkin verið bilað?

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 19:50
af lukkuláki
Þú ættir að geta reddað þér með þunnum hnifum sem þú stingur inn til hliðar við tækið báðum megin
í einu nema þetta sé einhver sudda festing ég hef allavega alveg getað reddað mér svoleiðis.

Held að málið sé að ýta á járn sem spennist út í göt á rammanum í kringum tækið á hliðunum.

Mynd

En ég gæti haft rangt fyrir mér kannski er þetta öðruvísi á Benz

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Fös 20. Jan 2012 21:22
af Danni V8
Ég veit ekki hvernig þetta er í Benzanum, en þegar ég tók mælaborðið í sundur á BMW hjá mér sem var með snúningsskífum til að stilla hitann og blástursstyrkinn þá þurfti ég að losa allt miðstöðvar stilli unitið frá miðjustokknum og síðan tilta því aðeins þannig að það kæmist í gegnum gatið. Þá gat ég tekið miðjustokkinn af. Ef maður er með digital eins og á myndinni sem þú sýndir þá er oftast ekki meira mál en að losa stilli unitið og taka það úr sambandi en með skífunum eru hundleiðinlegir vírar sem eru oftast nokkrum cm of stuttir og alveg pikkfastir í draslið. Bara leiðinlegt að losa þannig. Eflaust ennþá leiðinlegra með útvarpið ennþá í, en ég gat tekið það úr fyrst.

Ertu ekki annars alveg pottþétt að setja pinnana undir tækið en ekki á hliðarnar, eins og venjan er.

Mynd

http://www.mb-treff.de/anleitungen/w202 ... /index.php Hér er síða á þýsku þar sem það var verið að eiga við miðstöð eins og þú ert eflaust með, þarna sérðu að hann tekur snúningsskífurnar ekki úr.

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Lau 21. Jan 2012 14:58
af hauksinick
Vill bara byrja á að þakka ykkur fyrir alla þessa hjálp

Ég er með svona lykla en öðru megin er eins og einhver hafi verið með röng verkfæri og þar með eyðinlagt öðru megin festinguna.

Er núna að reyna að taka útvarpið út án þess að eyðinleggja viðarplötuna. Nú er málið að koma útvarpinu í heilu lagi ekki alveg á toppi listans

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Lau 21. Jan 2012 15:04
af hauksinick
Tækið er komið úr og í fínu ásigkomulagi

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Lau 21. Jan 2012 15:29
af playman
hauksinick skrifaði:Tækið er komið úr og í fínu ásigkomulagi

Góður :happy
Hvað gerðiru?

Re: Meiri benz vandræði

Sent: Lau 21. Jan 2012 18:12
af hauksinick
playman skrifaði:
hauksinick skrifaði:Tækið er komið úr og í fínu ásigkomulagi

Góður :happy
Hvað gerðiru?

Kíkti á útvarp hjá félaga mínum sem var alveg eins og ég var með.

Sá hvernig festingarnar virkuðu, sá þannig að festingarnar voru farnar úr skorðum. Þannig ég stakk stálspaða meðfram útvarpinu báðum megin og setti þannig lása í skorður. Stakk svo pinnunum í beggja megin og PLOFF!!... Fauk úr eins og í sögu \:D/