Síða 1 af 1
Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 16:36
af FriðrikH
Hitastillingarnar hjá mér voru farnar að vera svolítið leiðinlegar á 2 ofnum þannig að ég ákvað að kaupa nýjar, og hvað annað átti maður að kaupa heldur en nýja fansí stöffið sem Danfoss auglýsing endalaust þessa dagana.
En ég er farinn að halda að ég sé með ævaforna ofnloka sem þessar nýju hitastýringar passa ekki á, þekkir einhver af ykkur hvaða tegund ofnloka þetta er?:
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 16:45
af Oak
held að þetta stykki skrúfist af og svo kemur nýi danfoss.
þú þarft held ég alveg örugglega að skrúfa fyrir heita vatnið.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 16:57
af biturk
þarft örugglega að taka hnéið af til að skipta um lokann
þessi loki er hefbundinn, vantar bara snúninkkgsplaststykkið með tölunum á!
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 16:59
af Kristján Gerhard
Þetta er líklega
FJVR lokahús. Þessi loki er á retúrlögninni frá ofninum. Ég held að þessir nýju „Living“ hitastillar frá Danfoss séu bara fyrir framrásarhitastilla.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 17:08
af lukkuláki
Ég fékk mér nýja danfoss og setti hann á nákvæmlega svona loka. Ekkert vandamál.
Heitir RAV minnir mig og það er spjald í kassanum sem sýnir hvaða adaptera þú notar.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 17:21
af tanketom
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 18:01
af Garri
Þetta er retor krani.
Ég er nokkuð öruggur á því að þú þurfir öðruvísi lok á hann ef venjulegan loka, þar sem þessi nemur hitann á rörinu en venjulegur hitann á loftinu.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 19:15
af aRnor`
http://www.danfoss.com/Iceland finnur living danfoss og getur fundið þar leiðbeiningar af þessu ef þær eru ekki í pakkanum af hitastillinum
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 19:24
af FriðrikH
Kristján Gerhard skrifaði:Þetta er líklega
FJVR lokahús. Þessi loki er á retúrlögninni frá ofninum. Ég held að þessir nýju „Living“ hitastillar frá Danfoss séu bara fyrir framrásarhitastilla.
Ég var einmitt búinn að skoða þá og það er adapter í kassanum fyrir þá, en þessi loki sem er á ofninum hjá mér er bara með 2 dældum í þannig að adapterinn passar ekki á (er ætlaður fyrir 3 dældir).
Ég var með nákvæmlega eins hitastilli og eins og á myndunum frá Tanketom.
En jú, þetta er á return lögninni á ofninum.
Það er spurning hvort maður þurfi bara að láta setja nýja loka á ofnana, þessir örugglega orðnir ævafornir. Er það ekki djobb fyrir pípara.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 19:25
af spankmaster
FYI
Danfoss Living (þessu fínu og fannsí sem allstaðar er verið að auglýsa) Virka ekki sem skildi nema að hann sé staðsettur á efri hluta ofnsins. Hann virkar ekki eins og hann á að gera ef hann er settur á ofninn að neðan. Þetta sagði mér starfsmaður í píulagningardeild húsasmiðjunar
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 19:32
af FriðrikH
spankmaster skrifaði:FYI
Danfoss Living (þessu fínu og fannsí sem allstaðar er verið að auglýsa) Virka ekki sem skildi nema að hann sé staðsettur á efri hluta ofnsins. Hann virkar ekki eins og hann á að gera ef hann er settur á ofninn að neðan. Þetta sagði mér starfsmaður í píulagningardeild húsasmiðjunar
Sjitt maður, ætli maður skili þessu drasli þá ekki bara
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 19:51
af Kristján Gerhard
FriðrikH skrifaði:spankmaster skrifaði:FYI
Danfoss Living (þessu fínu og fannsí sem allstaðar er verið að auglýsa) Virka ekki sem skildi nema að hann sé staðsettur á efri hluta ofnsins. Hann virkar ekki eins og hann á að gera ef hann er settur á ofninn að neðan. Þetta sagði mér starfsmaður í píulagningardeild húsasmiðjunar
Sjitt maður, ætli maður skili þessu drasli þá ekki bara
Tja... annaðhvort það eða færa stillitéð niður í staðinn fyrir ofnlokann sem þú settir myndina af og setja nýjan Danfoss RA loka uppi. Þá geturðu notað nýju fínu græjuna. En ef þú skilar þessu getur þú fengið nýjan haus á þennan sem þú ert með
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 20:12
af FriðrikH
Takk fyrir þetta Kristján, maður kannski skoðar að skipta þessu upp til að koma nýja fíneríinu á.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 20:19
af Myro
Það sem þú þarft að fá þér er hitanemi fyrir retúrloka
http://www.danfoss.com/Iceland/Products ... 6aca3.htmlÞú þarft ekki að skipta um retúrlokann nema að hann sé hættur að hleypa í gegnum sig eða farinn að leka. Mundu samt að liðka til pinnann sem stendur út úr lokanum áður en þú setur hitanemann á. Ef þú ferð svo í það að skipta um loka þá er best að fara yfir í túrloka eins og þá sem nýju Danfoss Living hitanemarnir virka á.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 20:58
af FriðrikH
Takk fyrir það Myro, og velkominn á vaktina!
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 21:36
af FriðrikH
Þið virðist nokkrir hér sem þekkið þetta ágætlega, mér finnst heitavatnsreikningurinn hjá mér frekar hár (um 8.500 á mán. í um 120fm íbúð). Það eru gamlir pottofnar í íbúðinni og allir með vatnshitastýrðum ofnlokum. Mundi meika sens og skila sér í lægri heitavatnsreikningi að:
a) Láta skipta um loka á öllum ofnum og setja þá þessa túrloka á ofnana með lofthitastýringu.
b) Skipta um ofna og þá náttúrulega fara í lofthitastýringu í leiðinni.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 21:37
af IL2
Hreyfðu littla pinnan sem stendur þarna út, ýtir honum inn og tilbaka . Ef það rennur samt ekki í gegnum ofnin, takktu þá húsið sem hann er í burtu, þar fyrir innan er gormur sem þú ýtir á nokkrum sinnum og þá ætti allt að vera komið í lag. Hafðu handklæði fyrir neða það getur komið smá vatn en ekkert alvarlegt.
Húsin sjálf duga endalaust.
Ertu oft með opna glugga þegar þú ferð eitthvað? Lokaðu fyrir alla ofnana og athugaðu hvort þeir kólni ekki allir. Ertu með sérmæli eða sameigilegan.
Það að fara að skipta um alla loka/ofna er dálititð mál og tekur tíman sinn að fá það til baka. Það gæti verið nóg að samstilla kerfið.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 21:50
af FriðrikH
IL2 skrifaði:Hreyfðu littla pinnan sem stendur þarna út, ýtir honum inn og tilbaka . Ef það rennur samt ekki í gegnum ofnin, takktu þá húsið sem hann er í burtu, þar fyrir innan er gormur sem þú ýtir á nokkrum sinnum og þá ætti allt að vera komið í lag. Hafðu handklæði fyrir neða það getur komið smá vatn en ekkert alvarlegt.
Ofnarnir eru alveg að hitna, nú er ég eiginlega bara að pæla hvort það sé lógískt að skipta um kerfi á þessu, þ.e.a.s. fara í lofthitastýringu (sjá síðasta innlegg frá mér).
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 22:05
af Kristján Gerhard
Eins og Il2 segir þá endast lokarnir þvísemnæst endalaust. Athugaðu frekar að allir hitastillarnir (hausarnir) séu í lagi. Ekki láta glugga standa opna eldur lofta rösklega og skrúfa fyrir ofnana á meðan. Bakrásarkerfin virka alveg þó þau vinni öðruvísi.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Sun 15. Jan 2012 22:45
af IL2
Í stuttu máli, nei. Kostirnir við túrloka eru þeir að þeir eru fljótir að loka þegar t.d sólin skín inn um gluggan en á móti líka fljótir af stað ef þú opnar gluggan.
Einu sinni var vinsælt að vera með retúrloka þar sem gátu verið miklar sveiflur á hita, t.d eldhús, böð, andyri og slíkt. Þau kerfi eru mjög stabíl þegar þú er búinn að finna réttu stillinguna og á ekkert að þurfa að hreyfa lokana mikið sem er oftast á stæðan fyrir því að þeir standa á sér þegar fer að kólna.
Þú getur fengið upplýsingar um notkun aftur í tíman hjá Orkuveitunni sem þá segir þér hvort notkunin hafi aukist óeðlilega eða ekki.
Er þetta hús eða íbúð, nýfluttur eða ekki. Sameigilegur mælir eða ekki. Gamalt fólk í húsinu, farið mikið í bað. Hvað er þetta gamalt húsnæði?
Meðatal er 4.350 í fjölbýli og 5.300 í einbýli þannig að þetta er í hærra lagi. En þú verður að svara eitthvað af þessum spurningum til að maður viti meira.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Mán 16. Jan 2012 00:04
af FriðrikH
Þetta er íbúð á 2. hæð af 3. Byggð 1954 Ég hef búið hér í 4,5 ár. Íbúðin er með sinn eigin mæli, það er ekki farið mjög mikið í bað, þó 2 krakkar á heimilinu, annar þeirra fer oftast í bað, restin sturtar sig.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Mán 16. Jan 2012 00:30
af tdog
Hvernig eru þessir Danfoss Living að plumma sig, er dulítið spenntur fyrir þeim. Er í eldgömlu (1908) húsnæði með þó spánýjum ofnalögnum. Ég er með túrloka. Hefði hug á að prófa þetta í svefnherberginu hjá mér. Einhver með reynslusögu?
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Mán 16. Jan 2012 00:35
af IL2
Ok, ef þú ert búinn að vera þarna þetta lengi þá ætti notkunarsagan að segja þér hvort að notkunin hefur aukist óeðlilega. Miðað við byggingarárið er þér óhætt að leggja eitthvað ofan á meðaltalið en notkunarsagan segir þér allt sem segja þarf.
Pottofnar eru ágætir ofnar hita aðeins öðruvísi en hinir, að skipta um alla loka gæti munað einhverju en ég myndi fyrst samstilla kerfið og athuga hvort það breytti einhverju.
Re: Hjálp, hvernig ofnloki er þetta??
Sent: Mán 16. Jan 2012 00:38
af IL2
tdog, best að byrja á að taka fram að ég er ekki pípari . Að skipta um loka myndi skipta eynhverju en ekki þessum tölum sem sem sagt er.