Síða 1 af 1

Ábyrgðarskilmálar

Sent: Fim 12. Jan 2012 17:22
af tdog
Ég var að lesa yfir pappíra frá Epli.is, þurfti að fara aðeins með vélina mína í skoðun og neðst á blaðinu stendur.

Apple veitir 3ja mánaða ábyrgð á útskiptum vörum og varahlutum. Við ábyrgðarútskipti yfirfærist eftirlifandi ábyrgð upphaflega keyptu vörunnar á þá sem afhent er en skal þó aldrei vera minni en 3 mánuðir.


Má þetta? Er ekki lögbundin 5 ára ábyrgð og 2ja ára kvörtunarréttur neytenda á öllum vörum seldum á Íslandi?

Re: Ábyrgðarskilmálar

Sent: Fim 12. Jan 2012 17:29
af chaplin
Af því sem ég best veit er full ábyrgð á útskiptum hlutum, td. ef það er skipt um móðurborð í árs gamalli fartölvu er ný 2 ára ábyrgð á móðurborðinu en allt annað í tölvunni er ennþá í eins árs ábyrgð.

Endilega leiðréttið mig ef það er rangt..

Re: Ábyrgðarskilmálar

Sent: Fim 12. Jan 2012 17:33
af worghal
ég mundi áætla að þetta sé þegar hlutur fer í viðgerð og er ekki lengur í ábyrgð og fær svo kanski nýtt jack plug og þá er 3 mánaða ábyrgð á þessum útskipta hlut. en þegar það er X eftir af ábyrgðinni þá yfirfærist sá tími á útksiptann hlut, en utan ábyrgðar er það aldrei minna en 3 mánuðir.

6mánuðir eftir af ábyrgð, fer í viðgerð, fær nýtt jack tengi, nú er 6 mánaða ábyrgð á jack tenginu.
væri það rétt ?

Re: Ábyrgðarskilmálar

Sent: Fim 12. Jan 2012 17:35
af tdog
Já það er talað um það á þessum pappír Worghal.

Re: Ábyrgðarskilmálar

Sent: Fim 12. Jan 2012 18:33
af Klemmi
Hárrétt hjá Danna.

Og þessir ábyrgðarskilmálar hjá Epli standast ekki lög.

3. gr. Lögin eru ófrávíkjanleg.
Ekki er heimilt að semja um eða bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiða mundi af lögum þessum.


Ef það er já t.d. skipt um jack-tengi, þá kemur ný 2 ára ábyrgð á jack-tengið eitt og sér, en restin af iPodnum rennur úr ábyrgð 2 árum eftir kaup.

tdog skrifaði:Má þetta? Er ekki lögbundin 5 ára ábyrgð og 2ja ára kvörtunarréttur neytenda á öllum vörum seldum á Íslandi?

Neimm, það er ekki 5 ára ábyrgð á öllum vörum, bara þeim vörum sem færa má góð rök fyrir því að eigi að endast í 5 ár, en það hugtak er voðalega teygjanlegt og hefur, eftir því sem ég bezt veit, aldrei verið háð mál sem hefur farið fyrir rétt varðandi þetta. Það hafa mörg mál farið fyrir Neytendasamtökin eða þess háttar stofnanir, en þau gefa aðeins álit sitt og svo ákveður fyrirtækið/neytandinn hvort hann vilji að málið gangi lengra.

Re: Ábyrgðarskilmálar

Sent: Fim 12. Jan 2012 19:02
af END
Ef skipt er um ákveðinn íhlut í ábyrgðarviðgerð má að mínu mati segja að um afhendingu nýs söluhlutar sé að ræða og gildir þá sá kvörtunarfrestur sem leiðir af lögum hvað þann íhlut varðar. Kvörtunarfrestur er almennt tvö ár en getur verið fimm ár ef söluhlut er ætlaður verulega lengri endingartími. Það er rétt sem Klemmi segir að mál er þetta varðar fara sjaldan fyrir dóm enda er kostnaður við að höfða dómsmál oft meiri en þær fjárhæðir sem deilt er um. Hins vegar liggja fyrir mörg álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupalaga sem skýrt hafa fimm ára regluna. Undir hana hafa t.d. verið felld sjónvörp og ísskápar.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum skilmálum Epli.is enda eru lög um neytendakaup ófrávíkjanleg og neytandi er ekki bundinn af samningi sem felur í sér lakari réttarvernd. Ef þeir eru með leiðindi er hægt að leita til áðurnefndrar kærunefndar.

Ég rekst oft á skilmála sem standast ekki t.d. er algengt að tölvuverslanir auglýsi "eins árs rafhlöðuábyrgð" og halda því fram að kvörtunarfrestur sé styttri þar sem um "rekstrarvöru" sé að ræða. Þar sem engin slík undantekning er í lögum eru þessi ákvæði ekki bindandi fyrir neytendur.