Síða 1 af 3

Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:30
af pattzi
Shitt Vitiði afhverju varð rafmagnslaust á akranesi það er allt svart allstaðar :)

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:43
af cure
Veðrið ?? :-k

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:50
af Plushy
Það flökti ljósið hjá mér í smástund hérna í grafarvoginum en sló ekkert út.

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:51
af Hvati
Plushy skrifaði:Það flökti ljósið hjá mér í smástund hérna í grafarvoginum en sló ekkert út.

Það sama hér í árbænum

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:53
af GuðjónR
Er á Kjalarnesi...og ljósin hérna eru eins og biluð neon skilti, hef aldrei séð þau blikka svona áður.

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:55
af Ripparinn
Blikkar allt hérna megin lika

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:55
af Revenant
Þið getið séð álag á raforkukerfinu á vef landsnets.

Blikkaði aðeins ljósið hjá mér og 300MW duttu út úr netinu.

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 18:56
af cure
Hvati skrifaði:
Plushy skrifaði:Það flökti ljósið hjá mér í smástund hérna í grafarvoginum en sló ekkert út.

Það sama hér í árbænum

sama á Álftanesi

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:01
af pattzi
Komið Aftur \:D/

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:02
af Haxdal
pattzi skrifaði:Shitt Vitiði afhverju varð rafmagnslaust á akranesi það er allt svart allstaðar :)

var ekkert rafmagnslaust, það slökktu allir ljósin í mótmælaskyni við niðurstöðu héraðsdóms útaf máli mannsins sem fær ekki betur frá tryggingunum eftir að hann slasaðist við að hjálpa samstarfskonu sinni sem lenti undir stálbita.



:troll

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:05
af C2H5OH
er í 105 og ljósin blikka svona af og til...

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:19
af sakaxxx
sama hér er í 104 og ljósin blikka kannski maður ætti að slökkva á tölvunni :-k

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:20
af ORION
Mætta halda að landsnet sé að reyna gefa mér flog... 110

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:27
af lukkuláki
Vona að rafmagnið haldi annars þarf ég að rjúka út og keyra niður 38 servera á 30 mínútum ! :mad

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:32
af ORION
lukkuláki skrifaði:Vona að rafmagnið haldi annars þarf ég að rjúka út og keyra niður 38 servera á 30 mínútum ! :mad


1,266 á mínútu?

Mynd

8-[

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:33
af Daz
lukkuláki skrifaði:Vona að rafmagnið haldi annars þarf ég að rjúka út og keyra niður 38 servera á 30 mínútum ! :mad

iss, ef rafmagnið fer þá þarf ég að TALA við konuna og börnin!

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:35
af C2H5OH
er að spá í hvort þetta tengist þessu eitthvað en kemst einhver inná http://www.bilasolur.is eða er það bara netveitan hjá mér, er hjá hringdu

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:37
af lukkuláki
bilasolur.is er úti

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:38
af g0tlife
C2H5OH skrifaði:er að spá í hvort þetta tengist þessu eitthvað en kemst einhver inná http://www.bilasolur.is eða er það bara netveitan hjá mér, er hjá hringdu


er hjá símanum og kemst ekki inná

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:39
af kfc
textavarp.is er líka úti

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:44
af Daz
http://www.downforeveryoneorjustme.com/bilasolur.is

Frekar en að spamma allar síður sem maður kemst ekki inná, bara kíkja á svona síðu frekar.

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:46
af GuðjónR
VodaFone sjónvarpið er víst úti (RUV - fréttir)

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:50
af playman
2012 strax farið að seygja till sín :lol:

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 19:50
af haywood
ljósin flöktu á tímabili, virðist vera komið í lag núna.... 101

Re: Rafmagnslaust á akranesi

Sent: Þri 10. Jan 2012 20:11
af Danni V8
Ljósin fóru einmitt að flökta hérna hjá mér. Svo ég slökkti bara á þeim.

Síðan er fullt af fólki á Facebook hjá mér að tala um flöktandi ljós, sjónvarp að detta út og ekki koma inn aftur, ljósastaurar í heilu hverfunum að slökkna.. allt á Suðurnesja svæðinu nema einn í RVK.