Vefritskoðun
Sent: Fim 29. Des 2011 05:31
Fyrir sjö árum fengu Danir barnaklámssíu á interneti Dana. Sumir sögðu að það væri slæm hugmynd
en aðrir sögðu að þeir sem það gerðu væru bara barnaníðingar, eða að reyna að hjálpa barnaníðingum.
Sumir sögðu að það væri á móti stjórnarskránni okkar, sem það var, svo að ritskoðunin var útfærð
þannig að hún væri formlega sjálfboðin (sem hún var ekki í raun), sem að tryggði það að þetta
væri ekki formlegt brot á stjórnarskrá Dana.
Sumir vöruðu við því að þegar að undirbygging ritskoðunarkerfisins væri í stað, þá yrði hún
líklegast notuð til að ritskoða aðra hluti. Þeim var svarað „Aldrei! Þetta er EINUNGIS til þess að
koma í veg fyrir þennan viðbjóðslega glæp og mun aldrei verða notað til að ritskoða aðra hluti.“
Spólum fram í tímann um nokkur ár, og dönsku plötuútgáfendunum líkaði ekki of vel við vefsíðuna allofmp3.com,
svo að þeir fóru til dómstóla til þess að fá dómsúrskurð um það að dönsku netfyrirtækin
þyrftu að ritskoða allofmp3.com af danska internetinu. Dómarinn sagði í hnotskurn „Þið eruð nú þegar
með undirbygginguna í stað, svo að ykkur mun ekki stafa neinn kostnaður af því“ og varð því við
beiðni plötuútgáfendanna. Þetta var ekki brot á stjórnarskránni þeirra af því að þetta var skipun frá dómara.
Síðan þá hafa fleiri síður verið ritskoðaðar, nefnilega skráarskiptasíður. Þar ber helst að nefna
ThePirateBay, sem að fann út að dómstólar leyfðu þeim ekki einu sinni að bera mál sitt í réttarsal
né einu sinni senda þeim útdrátt.
Síðan gerðu pólítíkusar þeirra sér grein fyrir því að þeir gætu með þessari ritskoðunaraðferð verndað
og aukið skattainnheimtu. Þar ber helst að nefna veðmálasíður, þeim bar nefnilega að borga mikla
skatta undir lögunum. Opinbera ástæðan var sú að lágmarka hrikalega sjúkdóminn spilafíkn.
Þeir ákváðu að erlendir veðmálabjóðendur þyrftu auk þess að borga skatta í rekstrarlandi sínu
að borga skatta í Danmörku ef að þeir ættu að vera sjáanlegir frá Danmörku. Ef að þeir neituðu
að borga, ding ding, þeir gætu þá verið ritskoðaðir af danska internetinu. Pólítíkusarnir samþykktu
síðan lög sem að gáfu dómstólum leyfi til að skipa dönskum netfyrirtækjum að ritskoða vefsíður
þeirra af interneti Dana. Ef að danskt netfyrirtæki neitaði að framfylgja þessari ritskoðun,
sem að var, að minnsta kosti formlega, sjálfviljug við fæðingu, þá var það sektað með miklum þunga.
Þegar að þú opnar dyrnar fyrir ritskoðun, þegar að þú segir að hún sé í lagi, þegar að þú sammælist
einhverjum sem að telur sig vera að vinna góðverk með henni, þá veistu vel að hún mun alltaf
hafa mun verri afleiðingar en þú, eða nokkur annar ætlaðir, þó þú viljir ekki trúa því.
Fyrst sóttu þeir að barnaníðingunum en ég gerði ekkert vegna þess að ég var ekki barnaníðingur.
Síðan sóttu þeir að eineltisleggjurum en ég gerði ekkert vegna þess að ég lagði ekki í einelti.
Síðan sóttu þeir að saklausum vefsíðum en ég gerði ekkert vegna þess að mér bar ekki tjón af því.
Síðan sóttu þeir að mér, en þegar að því kom var enginn eftir til þess að standa með mér.
Vodafone og Síminn ruddu veginn fyrir því sumarið 2009 að hvers kyns vefsíður
væru ritskoðaðar af interneti Íslendinga. Skilyrðin fyrir því að Íslendingum
var meinaður aðgangur að vefsíðu voru einungis að á hana megi skrifa texta og/eða
að á hana sé mögulegt að setja erótískt efni af einstaklingum undir 18 ára aldri.
Það þarf ekki klárustu menn til þess að sjá að þau skilyrði ættu að vera óásættanleg
hverjum sem annt þykir um netfrelsi og að einhverjar allra stærstu vefsíður
heimsins falla undir þau bæði. Það þarf heldur ekki svartsýnustu menn til þess
að sjá fram á að þau skilyrði, þó léleg séu, munu aldrei haldast sem þau einu
sem að réttlæta ritskoðun vefsíðna og léna, og allra annarra vefsíðna á sama netþjóni.
Staðan hér á landi og viðmót aðviðkomandi aðila hér er hræðilega eins áséð
og það sem að Danir höfðu fyrir nokkrum árum, og það eina sem að maður getur
gert þegar að landsmönnum er sama um afleiðingar ritskoðunar, er að bíða,
vona, og horfa á það óumflýjanlega koma fyrir – þó að það hefði verið hægt að stöðva.
Verður einhver eftir til að standa með þér þegar að þú ert ritskoðaður?
en aðrir sögðu að þeir sem það gerðu væru bara barnaníðingar, eða að reyna að hjálpa barnaníðingum.
Sumir sögðu að það væri á móti stjórnarskránni okkar, sem það var, svo að ritskoðunin var útfærð
þannig að hún væri formlega sjálfboðin (sem hún var ekki í raun), sem að tryggði það að þetta
væri ekki formlegt brot á stjórnarskrá Dana.
Sumir vöruðu við því að þegar að undirbygging ritskoðunarkerfisins væri í stað, þá yrði hún
líklegast notuð til að ritskoða aðra hluti. Þeim var svarað „Aldrei! Þetta er EINUNGIS til þess að
koma í veg fyrir þennan viðbjóðslega glæp og mun aldrei verða notað til að ritskoða aðra hluti.“
Spólum fram í tímann um nokkur ár, og dönsku plötuútgáfendunum líkaði ekki of vel við vefsíðuna allofmp3.com,
svo að þeir fóru til dómstóla til þess að fá dómsúrskurð um það að dönsku netfyrirtækin
þyrftu að ritskoða allofmp3.com af danska internetinu. Dómarinn sagði í hnotskurn „Þið eruð nú þegar
með undirbygginguna í stað, svo að ykkur mun ekki stafa neinn kostnaður af því“ og varð því við
beiðni plötuútgáfendanna. Þetta var ekki brot á stjórnarskránni þeirra af því að þetta var skipun frá dómara.
Síðan þá hafa fleiri síður verið ritskoðaðar, nefnilega skráarskiptasíður. Þar ber helst að nefna
ThePirateBay, sem að fann út að dómstólar leyfðu þeim ekki einu sinni að bera mál sitt í réttarsal
né einu sinni senda þeim útdrátt.
Síðan gerðu pólítíkusar þeirra sér grein fyrir því að þeir gætu með þessari ritskoðunaraðferð verndað
og aukið skattainnheimtu. Þar ber helst að nefna veðmálasíður, þeim bar nefnilega að borga mikla
skatta undir lögunum. Opinbera ástæðan var sú að lágmarka hrikalega sjúkdóminn spilafíkn.
Þeir ákváðu að erlendir veðmálabjóðendur þyrftu auk þess að borga skatta í rekstrarlandi sínu
að borga skatta í Danmörku ef að þeir ættu að vera sjáanlegir frá Danmörku. Ef að þeir neituðu
að borga, ding ding, þeir gætu þá verið ritskoðaðir af danska internetinu. Pólítíkusarnir samþykktu
síðan lög sem að gáfu dómstólum leyfi til að skipa dönskum netfyrirtækjum að ritskoða vefsíður
þeirra af interneti Dana. Ef að danskt netfyrirtæki neitaði að framfylgja þessari ritskoðun,
sem að var, að minnsta kosti formlega, sjálfviljug við fæðingu, þá var það sektað með miklum þunga.
Þegar að þú opnar dyrnar fyrir ritskoðun, þegar að þú segir að hún sé í lagi, þegar að þú sammælist
einhverjum sem að telur sig vera að vinna góðverk með henni, þá veistu vel að hún mun alltaf
hafa mun verri afleiðingar en þú, eða nokkur annar ætlaðir, þó þú viljir ekki trúa því.
Fyrst sóttu þeir að barnaníðingunum en ég gerði ekkert vegna þess að ég var ekki barnaníðingur.
Síðan sóttu þeir að eineltisleggjurum en ég gerði ekkert vegna þess að ég lagði ekki í einelti.
Síðan sóttu þeir að saklausum vefsíðum en ég gerði ekkert vegna þess að mér bar ekki tjón af því.
Síðan sóttu þeir að mér, en þegar að því kom var enginn eftir til þess að standa með mér.
Vodafone og Síminn ruddu veginn fyrir því sumarið 2009 að hvers kyns vefsíður
væru ritskoðaðar af interneti Íslendinga. Skilyrðin fyrir því að Íslendingum
var meinaður aðgangur að vefsíðu voru einungis að á hana megi skrifa texta og/eða
að á hana sé mögulegt að setja erótískt efni af einstaklingum undir 18 ára aldri.
Það þarf ekki klárustu menn til þess að sjá að þau skilyrði ættu að vera óásættanleg
hverjum sem annt þykir um netfrelsi og að einhverjar allra stærstu vefsíður
heimsins falla undir þau bæði. Það þarf heldur ekki svartsýnustu menn til þess
að sjá fram á að þau skilyrði, þó léleg séu, munu aldrei haldast sem þau einu
sem að réttlæta ritskoðun vefsíðna og léna, og allra annarra vefsíðna á sama netþjóni.
Staðan hér á landi og viðmót aðviðkomandi aðila hér er hræðilega eins áséð
og það sem að Danir höfðu fyrir nokkrum árum, og það eina sem að maður getur
gert þegar að landsmönnum er sama um afleiðingar ritskoðunar, er að bíða,
vona, og horfa á það óumflýjanlega koma fyrir – þó að það hefði verið hægt að stöðva.
Verður einhver eftir til að standa með þér þegar að þú ert ritskoðaður?