Síða 1 af 2

[Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fim 22. Des 2011 15:46
af GuðjónR
Nú eru jólin að bresta á, kannski hefði ég átt að spyrja að þessu eftir jólin en ákvað að skella þessu upp núna.
Ath. þú getur breytt atkvæði þínu eftir á.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fim 22. Des 2011 15:55
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:Nú eru jólin að bresta á, kannski hefði ég átt að spyrja að þessu eftir jólin en ákvað að skella þessu upp núna.
Ath. þú getur breytt atkvæði þínu eftir á.


Þetta eru einhverjar 10-11 gjafir sem kosta kannski að meðaltali 8þús kall, meira fyrir foreldra og kærustu, minna fyrir vini... svo já, ég negldi á 75-100þús kallinn :)

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fim 22. Des 2011 16:25
af bulldog
Klemmi !!!! Hvað um mig :dissed

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fim 22. Des 2011 16:29
af worghal
þar sem ég er borderline blankur þá er það 0-25þús, en ég er líka góðhjartaður og kaupi fyrir alla fjölskylduna og alla vini :D

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fim 22. Des 2011 16:36
af bulldog
Ég fór með um 30-35 þús þar sem ég er bara á örorkubótum og keypti að vísu 2 jólagjafir handa sjálfum mér gtx 580 3 gb skjákort og 2 skákbækur fyrir aðeins meira.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fim 22. Des 2011 16:41
af einarhr
Er ekki erfitt að fá fram niðurstöðu í þessari könnun þar sem notendur hér á Vaktinni, sem sumir eru (börn/unglingar) aðrir einstæðir og svo fjölskyldufólk, eyða mismiklu í jólagjafir vegna fjölda gjafa.

Kanksi væri gott að koma með eina könnun í viðbót sem væri td Hvað gefur þú margar jólagjafir í ár til að fá heildarútkomuna?

Sjálfur eyði ég um 25 þús í jólagjafir, handa foreldrum mínum, bræðrum mínum og börnum þeirra. Sjálfur er ég einstæður því fáar gjafirsem ég þarf að kaupa. Ég var alin upp við það að það er hugsunin á bak við gjöfina sem gildir en ekki verðgildi hennar O:)

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 17:49
af bulldog
það væri líka gaman að sjá skoðannakönnun hvað ertu búinn að eyða miklu í tölvuíhluti á árinu 2011 :)

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 18:15
af intenz
0-25.000 ???

Af hverju eru ekki fleiri valmöguleikar fyrir neðan 25.000 kr.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 18:31
af chaplin
Innkaupalistinn minn var að hækka um 56.000kr vegna kraft-valkvíða sem ég fékk.

Vissu þið að kvennmannsskór geta kostað alltaf að 56.000kr!?

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 18:53
af ZiRiuS
3 í famillíunni og svo 4 starfsmenn hjá mér sem fá gjöf, hugsun og ekki hugsun það er bara allt svo dýrt núna, er örugglega í kringum 50þ ... skil ekki hvernig þið kaupið allt á 25 eða minna? Allt í Tiger eða?

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 19:03
af lukkuláki
daanielin skrifaði:Innkaupalistinn minn var að hækka um 56.000kr vegna kraft-valkvíða sem ég fékk.

Vissu þið að kvennmannsskór geta kostað alltaf að 56.000kr!?


Let me guess, leðurstígvél ? :) Rándýrt helv.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 19:08
af braudrist
Ég er að spá í að gefa kellingunni klósettbursta, hvernig líst mönnum á það? :D

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 19:12
af SolidFeather
braudrist skrifaði:Ég er að spá í að gefa kellingunni klósettbursta, hvernig líst mönnum á það? :D



Drullusokkurinn er líka vinsæll

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 20:10
af chaplin
lukkuláki skrifaði:
daanielin skrifaði:Innkaupalistinn minn var að hækka um 56.000kr vegna kraft-valkvíða sem ég fékk.

Vissu þið að kvennmannsskór geta kostað alltaf að 56.000kr!?


Let me guess, leðurstígvél ? :) Rándýrt helv.

Haha, beint í mark.. :lol:

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 20:22
af Moquai
intenz skrifaði:0-25.000 ???

Af hverju eru ekki fleiri valmöguleikar fyrir neðan 25.000 kr.


Hvað meinaru?

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 21:16
af vesi
SolidFeather skrifaði:
braudrist skrifaði:Ég er að spá í að gefa kellingunni klósettbursta, hvernig líst mönnum á það? :D



Drullusokkurinn er líka vinsæll



ekki má gleyma baðvigtinni líka,,

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 21:19
af AntiTrust
Á annað hundruð þúsund hugsa ég.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 21:24
af lukkuláki
Hver svaraði milljón eða meira ? Gefðu þig fram ! :)

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 21:27
af Magneto
lukkuláki skrifaði:Hver svaraði milljón eða meira ? Gefðu þig fram ! :)

hahaha, þú sagðir það sem allir voru að hugsa :lol: :twisted:

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 21:39
af GuðjónR
Magneto skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Hver svaraði milljón eða meira ? Gefðu þig fram ! :)

hahaha, þú sagðir það sem allir voru að hugsa :lol: :twisted:

hehehe ég var líka að velta þessu fyrir mér, kannski einhver að grínast...þarf samt ekki að vera.
Pottþétt einhverjir hérna sem hafa vel efni á grand jólagjöfum.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 22:18
af Glazier
GuðjónR skrifaði:
Magneto skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Hver svaraði milljón eða meira ? Gefðu þig fram ! :)

hahaha, þú sagðir það sem allir voru að hugsa :lol: :twisted:

hehehe ég var líka að velta þessu fyrir mér, kannski einhver að grínast...þarf samt ekki að vera.
Pottþétt einhverjir hérna sem hafa vel efni á grand jólagjöfum.

Sé fyrir mér einhvern sem hefur keypt utanlandsferð fyrir heila fjölskyldu (4-6 manns) á flottu hóteli eða eitthvað álíka :)

Edit: Nú eru þeir orðnir tveir :shock:

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 23:37
af intenz
Moquai skrifaði:
intenz skrifaði:0-25.000 ???

Af hverju eru ekki fleiri valmöguleikar fyrir neðan 25.000 kr.


Hvað meinaru?

0-5.000
5.000-15.000
15.000-25.000

Flestir eru á bilinu 0-25.000 þannig það gefur enga skýrari mynd á eyðslu notenda.

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Fös 23. Des 2011 23:49
af urban
verslaði allar núna í kvöld.
5 gjafir, rétt öðru hvoru megin við 35 þús

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Lau 24. Des 2011 00:44
af coldcut
intenz skrifaði:0-5.000
5.000-15.000
15.000-25.000

Flestir eru á bilinu 0-25.000 þannig það gefur enga skýrari mynd á eyðslu notenda.


þetta er nú ekki Gallup sko :D

Re: [Könnun] Hvað eyðir þú miklu í jólagjafir?

Sent: Lau 24. Des 2011 00:47
af braudrist
heyriði, þessi könnunar dæmi er rammgallað

Ég er örugglega búinn að kjósa svona 50 sinnum :)