Síða 1 af 1

besta forritið til að taka upp

Sent: Mán 12. Des 2011 00:24
af tomasjonss
Jæja piltar og stúlkur

Langaði að spyrja:
Ég stunda námið mitt í tölvunni. Í gegnum heimasíðu Háskólans nálgast ég fyrirlestra sem eru með glærum.

Eini gallinn við þetta er að fyrirlestrarnir eru aðeins aðgengilegir í X langan tíma.

Ég er semsé að velta fyrir mér hvort þið getið mælt með einhverju forriti til þess að taka þetta upp, þ.e. hljóð og mynd, vil nefnilega endilega ná glærunum líka :megasmile

Þetta er ekki spilað í gegnum Windows media player, heldur hefur HÍ eigin spilara sem ég hef ekki séð annarstaðar.

Var að spá hvort það væri ekki hægt að nota eitthvert upptökutæki svipað og sumir ykkar nota kannsk til þess að taka upp þegar þið eruð að spila leiki.

Með fyrir fram þökk

TJ

Re: besta forritið til að taka upp

Sent: Mán 12. Des 2011 00:34
af Hjaltiatla
http://www.techsmith.com/camtasia.html#
Veit ekki hvort þetta sé besta forritið, en þetta gerir það sem þú ert að leitast eftir.

Re: besta forritið til að taka upp

Sent: Mán 12. Des 2011 00:40
af Plushy
Fraps?

Re: besta forritið til að taka upp

Sent: Mán 12. Des 2011 01:32
af tomasjonss
snilld. Takk!