Matti21 skrifaði:Ég var bara að benda á að það eru rosalega margir sem drulla yfir þessi samtök án þess að vita almennilega hvað þeir eru að tala um. Hlutverk STEF er að gæta hagsmuna hagsmuna tónlistarmanna á landinu og ég veit um fólk sem hefur farið til STEF þegar tónlistin þeirra var notuð í leyfisleysi og STEF hafa staðið sig frábærlega. En ég veit líka um tónlistarmenn sem telja sig hafa komið illa úr STEF og líst ekkert á þetta batterí. Mér er slétt sama um þessa stofnun. Ég vill bara að menn færi rök fyrir því af hverju þeim sé illa við hana.
Matti21: Menn eru á móti samtökum eins og STEF og SMÁÍS af því að þessi samtök standa stundum í vegi fyrir tækniframförum, og hafa reglulega verið staðin að því að ýkja eða vera með gífurleg ósannindi í opinberum fréttaflutningi.
T.d. að halda því fam að "ólöglegt niðurhal á netinu" sé aðal ástæðan fyrir því að sala á smáskífum hafi minnkað.
Mönnum dettur ekki einusinni til hugar að fólk sé bara löngu hætt að vera tilbúið til þess að borga 1500-2500kr fyrir einn geisladisk sem inniheldur sama lagið í 5 mismunandi útgáfum.
Önnur ástæða er vinnufyrirkomulag þessara stofnana:
Fyrir einhverjum árum komst í fréttirnar þegar verslunareigandi spilaði tónlist eftir sjálfa sig inn í versluninni sinni.
STEF fór fram á að verslunin greiddi stefgjöld, og var nær óhaggandi í þeim efnum.
Þegar eigandinn falaðist eftir því hvort að hann fengi þá STEF gjöldin endurgreidd þar sem þetta væri jú eigin tónlist, þá var það ekki inn í myndinni.
STEF voru alveg óhaggandi þar til þetta varð fréttaefni eftir að verslunareigandinn fór með málið í fjölmiðla til að benda á þessa vitleysu.
Önnur ástæða er framkoma þessara stofnana.
Sem dæmi.
Ef að einhver nákominn þér deyr, og þú sérð um að skipuleggja jarðaförina, þá án þess að athuga nokkuð hvaða tónlist var spiluð í jarðaförinni, mun STEF senda þér reikning.
Algengt gjald er í kringum 70.000kr (Eða var það amk fyrir nokkrum árum.)
Ath, þeir senda reikninginn
ALVEG ÓHÁÐ því hvaða tónlist var spiluð eða ekki spiluð.
Reikningurinn er sendur fyrir allar jarðafarir sem haldnar eru.
Og flestir reikningar eru eflaust borgaðir þegjandi og hljóðalaust.
Hinsvegar, ef að engin "tónlist" var spiluð í kirkjunni, annað en gamlir sámlar og dót eftir löngu dauða höfunda, þá áttu ekki að þurfa að borga stefgjöld.
Hvernig svarar STEF ef þú kemur með slíka "staðhæfingu".
Jú þeir rétta þér eyðublað þar sem þú þarft að fylla inn alla sálma / lög sem voru sungin/spiluð, ásamt HÖFUNDI til þess að hægt sé að sjá hvort að viðkomandi hafi verið dauður nógu lengi til þess að hægt sé að sleppa við stefgjöld.
Ég get alveg sagt ykkur það að leggjast í slíka vinnu er eitthvað sem að þú hefur engan áhuga á að standa í á meðan þú ert að jarða pabba, mömmu, bróður, afa, son, dóttir etc.
Fólk er undir nógu miklu álagi fyrir þegar nákominn einstaklingur fellur frá, og STEF nýtir sér það til þess að reyna að græða pening á viðkomandi með því að senda innistæðulausan reikning og vona að fólk borgi bara til þess að þurfa ekki a hugsa um þetta frekar.