Síða 1 af 3
Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:46
af FuriousJoe
Þetta vantar bara, virkar þannig að ÞÚ segir okkur hvaða jákvæði hlutur/atburður er að fara að gerast næstu daga í þínu lífi!Hjá mér,
Útborgun á morgun, ætla að skella mér á 40" flatskjá og xbox360 fyrir konuna, svo er hún ólétt og allt að gerast
(fyrsta barn!)
Hmm, jólahlaðboð um helgina, þar fellur einhver jólabjórinn er ég viss um!
Einnig mögulegt að ég séi að fara að skella mér á SG2, er enþá að ákveða mig en búinn að fá grænt ljós frá konunni!
Jæja, næsti?
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:48
af Plushy
Til hamingju með að vera fara fá þér flott sjónvarp og leikjatölvu!!
(og barnið kannski líka ^^)
Ég er að fara finna mér stól, kaupa fullt af jólagjöfum og læra undir próf.
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:49
af MatroX
til hamingju með óléttuna:D
annars er ég að fara uppfæra tölvuna svo fer að styttast í jólin
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:50
af KrissiP
Afmæli á Laugardaginn og Jólahlaðborð
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:51
af biturk
ég er að fara á næturvakt næstu tíu daga, er að verða búinn með meira prófið, er í vel launaðri vinnu og er búnað vera að spila diablo 2
life is good!
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:51
af AncientGod
Tölvan er endurlífguð
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:52
af SolidFeather
http://farm6.static.flickr.com/5059/5568765167_9d930ecf56.jpg
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:52
af Hjaltiatla
Jákvætt að
Zedro hafi loksins fattað að það var komið nóg af dramatík út þetta árið
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:54
af inservible
Jól = FOOD
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:54
af FuriousJoe
biturk skrifaði:ég er að fara á næturvakt næstu tíu daga, er að verða búinn með meira prófið, er í vel launaðri vinnu og er búnað vera að spila diablo 2
life is good!
Flottur !
Endilega halda þessu áfram fólk, fyllum þennan þráð af jákvæðni!
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:55
af Halldór
útborgun
nýir skjáir, nýtt lyklaborð og ný headphones
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:57
af Gúrú
Einhver féll
vægast sagt fyrir
þessu,
einkaskilaboðin 3 sem ég kom að kættu mig mjög mikið.
Tölvutengt náði ég að endurlífga Syncmaster skjáinn minn með því að kaupa 800 króna virði af þéttum í Miðbæjarradíó
og lóða þá í stað þeirra biluðu, felt good.
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:03
af worghal
til hamingju með tilvonandi nördann
en annars er ég að fara að versla mér miða á Wacken núna um mánaðarmót
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:05
af axyne
Er farinn að sjá fyrir endann á lokaverkefninu í skólanum
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:17
af lifeformes
Var að skila af mér stóru verkefni í vinnuni í dag sem gékk mjög vel, og auðvitað besti dagur mánaðarins PAY DAY.
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:25
af GuðjónR
Maini skrifaði:Útborgun á morgun, ætla að skella mér á 40" flatskjá og xbox360 fyrir konuna, svo er hún ólétt og allt að gerast
(fyrsta barn!)
Innilega til hamingju! Það eru engar smáræðis breytingar í vændum hjá þér Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir þennan þráð! Hann er eitthvað það jákvæðasta sem ég hef séð í langa tíma
Það jákvæða hjá mér: Fæ næstum sólarhring frí frá börnunum næstu helgi, það hefur aldrei gerst áður. Ætla að njóta þess, fara út að borða, drekka góðan bjór og kannski...já kannski fara í bíó! En ég hef ekki gert það síðan í maí 2003, fór þá með konuna (ólétta) í lúxussalinn að horfa á Matrix.
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:32
af biturk
GuðjónR skrifaði:Maini skrifaði:Útborgun á morgun, ætla að skella mér á 40" flatskjá og xbox360 fyrir konuna, svo er hún ólétt og allt að gerast
(fyrsta barn!)
Innilega til hamingju! Það eru engar smáræðis breytingar í vændum hjá þér Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir þennan þráð! Hann er eitthvað það jákvæðasta sem ég hef séð í langa tíma
Það jákvæða hjá mér: Fæ næstum sólarhring frí frá börnunum næstu helgi, það hefur aldrei gerst áður. Ætla að njóta þess, fara út að borða, drekka góðan bjór og kannski...já kannski fara í bíó! En ég hef ekki gert það síðan í maí 2003, fór þá með konuna (ólétta) í lúxussalinn að horfa á Matrix.
breitinar.......úff já, ég vona samt innilega að þú sért jafn heppin og við konan að hhafa barn sem svaf nokkurn veginn eðlilega
mundu svo bara að þetta er æðislegur tími og þó hann verði erfiður og stundum þreytandi (tíminn) að þá verða þetta einar af þínum bestu minningum nokkurn tímann
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:38
af Daz
Bleh. Ekkert spennandi framundan hjá mér. Bara vinna vinna vinna (og svo sinna fjölskyldunni þessa á milli). Ekkert til að kvarta yfir, bara ekkert til að vera spenntur yfir heldur. Meðaltalið getur verið svo óspennandi stundum.
Var þetta nógu jákvætt?
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:38
af Varasalvi
Var að klára að setja seríur í gluggana svo ég er kominn í jóla skap, það er alltaf jákvætt
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:42
af ManiO
Próftörnin byrjar á mánudaginn, svo daginn eftir prófin klárast tekur við rótarfylling og svo vinna. Get ekki beðið. Og ég þoli ekki jólin.
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:43
af beatmaster
Nýr turn á leiðinni vonandi á næstu dögum, tölvuskápurinn minn hefur staðið tómur núna of lengi, þó er ASUS lappinn minn ótrúlega skemmtilegur til síns brúks en of margir um hann
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:48
af jagermeister
byrja og klára jólaprófin og svo býst ég við ágætisdjammi, vinnu og góðum mat yfir jólin!
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:50
af MarsVolta
Klára prófin, kaupa Skyrim og MW3, þetta getur ekki klikkað
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:54
af Icarus
Gengur vel í vinnunni svo á von á 200þ í bónus þaðan. Svo er maður á leiðinni til Íslands eftir þrjár vikur og maður á líka afmæli fljótlega, það er alltaf gaman.
Re: Jákvæði þráðurinn
Sent: Þri 29. Nóv 2011 22:58
af vesley
5 lokapróf framundan og 2 þeirra eru sama dag (1.Des) Prófaþunglyndi að nálgast
En slepp við lokapróf í stærðfræði því ég rústaði stærðfræðinni í haust!
Styttist í payday
Svo fer að koma jólafrí