Síða 1 af 2

Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 08:17
af GuðjónR
Ég er nú bara í sjokki eftir að hafa lesið þessa grein.
Hvert stefnum við eiginlega :dissed

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 08:21
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:Ég er nú bara í sjokki eftir að hafa lesið þessa grein.
Hvert stefnum við eiginlega :dissed


Mér heyrðist hann segja í fréttum í gær að þetta væri 20. innbrotið/tilraun síðan hann hóf rekstur en ekki sl. 2 árin.
Hann er búinn að vera í rekstri í þó nokkuð mikið meira en 2 ár. Ætli við séum ekki að tala um 12 - 13 ár ?

En ef þetta er rétt frétt þá er ég líka í sjokki.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 08:23
af GuðjónR
Þetta er á mánaðarfresti hjá mér, tilraun til innbrots,“ segir Björgvin Þór Hólm en innbrotið í nótt var tuttugasta tilfellið þar sem einhver annað hvort brýst inn, eða reynir það, á tveimur árum.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 08:31
af biturk
setja bara jarðsprengjur í búðina sem virkjast á ákveðnum tíma til ákveðins tíma

mætti meira að segja setja bara litla hleðslu af amfo í, þá er eiðileggingin á vörum í lágmarki en vís dauði fyrir þann sem stígur oná það :happy

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 08:57
af MatroX

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:02
af lukkuláki
Hann segir samt þetta bara til að það sé á hreinu :)

"Þetta er í 20. skipti sem er reynt að brjótast inn í Tölvuvirkni frá því ég byrjaði rekstur"

Sirka 1 mínúta 20 sek.
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV54282255-F908-4391-85B8-26EC33E7371F

Og það eru mikið meira en 2 ár síðan hann hóf rekstur Tölvuvirkni.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:28
af GuðjónR
lukkuláki skrifaði:Hann segir samt þetta bara til að það sé á hreinu :)

"Þetta er í 20. skipti sem er reynt að brjótast inn í Tölvuvirkni frá því ég byrjaði rekstur"

Sirka 1 mínúta 20 sek.
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV54282255-F908-4391-85B8-26EC33E7371F

Og það eru mikið meira en 2 ár síðan hann hóf rekstur Tölvuvirkni.



Þá hefur hann verið laus við innbrot alveg þangað til fyrir tveimur árum síðan.
Muniði hvað það eru mörg ár síðan hann flutti í þetta húsnæð? Hann var á öðrum stað fyrstu árin.
Spurning fyrir hann að flytja sit um set?

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:29
af emmi
Held að þessir þjófar kunni nú alveg að leita að heimilisföngum í símaskránni. :) En auðvitað er það auðveldara fyrir þá að athafna sig þegar verslanir eru svona útúr, annað ef þær væru staðsettar þar sem meiri traffík er utan venjulegs opnunartíma.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:33
af GuðjónR
emmi skrifaði:Held að þessir þjófar kunni nú alveg að leita að heimilisföngum í símaskránni. :)

hahahaha jájá
Það sem ég meinti var að ég efast um að þetta sé eitthvað "persónulegt" ... að þeir séu að brjótast inn bara af því að búðin heitir Tölvuvirkni eða eigandinn heitir Björgvin.
Miklu frekar vegna þess að staðsetningin á búðinni virðist vera heppileg fyrir þá, þ.e. þjófana.
Það var eiginlega pælingin mín. ;)

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:36
af emmi
Amm, kom mér reyndar á óvart að þessir skjáir væru bara þarna inni í hillu, hélt að þetta væri læst inní skáp eða herbergi þar sem það fer svo lítið fyrir þessu.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:45
af GuðjónR
emmi skrifaði:Amm, kom mér reyndar á óvart að þessir skjáir væru bara þarna inni í hillu, hélt að þetta væri læst inní skáp eða herbergi þar sem það fer svo lítið fyrir þessu.

Já, eða á læstum lager...

Annars er ég kominn með nýtt nafn á búðina. Björgvin sagðist þurfa að breyta búðinni í virki:

Tölvuvirki

edit: sá eftir að ég skrifaði þetta að appel var á undan með þessa hugmynd, greinilega fleiri að hugsa það sama :happy

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 09:54
af emmi
:happy

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 10:05
af armada9
var ekki talað um að það seu 2 ár síðan einhverjur komust inn og minir að það hafi verið talað um að þeir hafi bakað pallbíl in um rúðuna

búnar að vera einhver slati af inbrotstilraunum þarna á milli

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 10:08
af lukkuláki
Hann var í Hlíðarsmára 8 og var búinn að gera það að algjöru virki með svakalegum rimlum en ég hef ekki komið á nýjasta staðinn þarna í Holtasmára.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 10:09
af Heihachi
Gjaldþrota þjóð : fólk vantar hluti : á ekki fyrir mat, hvað þá high teck LCD tækni ect, -hvað á það að gera annað en að brjótast inn ? : aldrei fær það vinnu, enginn framtíð, ekkert nema nákvæmlega þetta, sorglegt en þetta er fact, -Við erum Gjalþrotakynslóðin.

Ísland i dag : broke
Ísland næstu 10 ár : broke

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 10:13
af Heihachi
Sárvorkenni ykkur elsku dúllunum, -þegar þið flytjið út úr kjallaranum frá mömmu og pabba, það er helv hart að lifa á þessu andsk. landi, -ef þú ert ekki með 300k ISK í vasanum eftir að búið er að borga húsið, utility ect...

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 10:19
af urban
voðalegur væll er þetta
ég lifi fínt og hef engan 300 þús í vasann eftir að borga reikninga.
enda sé ég ekki afhverju í ósköpunum það á að þurfa 70k á viku eftir reikninga

og þar að auki segiru enga vinnu að fá.

ég sagði upp í einni vinnu um síðustu áramót.
15 mín eftir að ég sagði upp var ég kominn með loforð fyrir 2 vinnum.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 12:02
af vikingbay
urban skrifaði:ég sagði upp í einni vinnu um síðustu áramót.
15 mín eftir að ég sagði upp var ég kominn með loforð fyrir 2 vinnum.


Er þetta ekki dáldið spurning um að þekkja rétta fólkið? Varla sóttiru um á tveimur stöðum og gast fengið þær báðar :?

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 12:51
af urban
vikingbay skrifaði:
urban skrifaði:ég sagði upp í einni vinnu um síðustu áramót.
15 mín eftir að ég sagði upp var ég kominn með loforð fyrir 2 vinnum.


Er þetta ekki dáldið spurning um að þekkja rétta fólkið? Varla sóttiru um á tveimur stöðum og gast fengið þær báðar :?



tjahh þekkja rétta fólkið, veit það svo sem ekki, fór bara til tveggja manna sem að ég kannast við hjá sitthvoru fyrirtækinu og bað um vinnu.

ég gat valið úr hvora ég vildi.
ég hefði alveg getað fengið vinnu á allaveganna 3 eða 4 stöðum í viðbót hefði ég athugað það.
ég ákvað bara að biðja um á þessum 2 stöðum

fólk gleymir því bara annsi oft að ísland er stærra en höfuðborgarsvæðið.

það er nóga vinnu að hafa í mínu bæjarfélagi og hefur vantað fólk í vinnu

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 12:56
af Danni V8
Er ekki hægt að koma fyrir svona grind sem er rúlluð niður þegar það er lokað, alveg eins og í Smáralind og Kringlunni? Þá þurfa þjófarnir að komast framhjá glerinu og grindinni...

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:02
af gardar
Heihachi skrifaði:Gjaldþrota þjóð : fólk vantar hluti : á ekki fyrir mat, hvað þá high teck LCD tækni ect, -hvað á það að gera annað en að brjótast inn ? : aldrei fær það vinnu, enginn framtíð, ekkert nema nákvæmlega þetta, sorglegt en þetta er fact, -Við erum Gjalþrotakynslóðin.

Ísland i dag : broke
Ísland næstu 10 ár : broke


Ég leyfi mér nú einhvernveginn að efast um að þetta sé venjulegt heimilisfólk sem er að standa í þessum innbrotum, eru þessi innbrot ekki alltaf framin af einhverjum dópistum?

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:17
af Arnarr
Það er alveg nó af vinnu að hafa... spurning um að fara út og leita bara!

gardar skrifaði:
Heihachi skrifaði:Gjaldþrota þjóð : fólk vantar hluti : á ekki fyrir mat, hvað þá high teck LCD tækni ect, -hvað á það að gera annað en að brjótast inn ? : aldrei fær það vinnu, enginn framtíð, ekkert nema nákvæmlega þetta, sorglegt en þetta er fact, -Við erum Gjalþrotakynslóðin.

Ísland i dag : broke
Ísland næstu 10 ár : broke


Ég leyfi mér nú einhvernveginn að efast um að þetta sé venjulegt heimilisfólk sem er að standa í þessum innbrotum, eru þessi innbrot ekki alltaf framin af einhverjum dópistum?

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:21
af GuðjónR
Það er örugglega hægt að herða varnirnar, og ég er ekkert viss um að þetta séu endilega dópistar.
Þessir glæpir virðast vera orðnir svo skipulagðir og hraðir. Þjófarnir vissu greinilega að glerið var skothelt þess vegna réðust þeir á hurðina.
Eins punkta eða þriggja punkta læsing, skiptir engu máli þegra þú ert með kúbein, þú ert kannski 10-20 sec í gegnum einn punkt en 40- 60sec í gegnum þrjá.

Miðað við ástandið þá verða verslunareigendur að fara spá í hvar þeir eru með búðirnar, t.d. Tölvutækni var alltaf í Hamraborg og ég held að þeir hafi sloppið öll árin þar við innbrot (klemmi leiðréttir ef ég fer með rangt mál) svo flytja þeir í ágúst á nýjan stað sem er meira úr alfaraleið og hafa síðan þá lent í þremur innbrotum.
Það gerir eitt á mánuði, alveg eins og hjá Tölvuvirkni, hafa att og start ekki líka fengið sinn skerf? Já og buy.is sem er út úr alfaraleið líka en þar hefur ítrekað verið brotist inn.
Ef menn ætla að setja upp verslanir utan alfararleiðar og jafnvel í iðnaðarhverfum með svona varning sem er vinsæll hjá þjófum þá er eins gott að gera það í gluggalausi húsnæði með þykkri stálhurð.

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:27
af TraustiSig
Danni V8 skrifaði:Er ekki hægt að koma fyrir svona grind sem er rúlluð niður þegar það er lokað, alveg eins og í Smáralind og Kringlunni? Þá þurfa þjófarnir að komast framhjá glerinu og grindinni...


Nákvæmlega það sem ég hugsaði.. Er ekkki ódýrar að fá sér sterka járngrind sem er fest upp í loftið og dreginn niður þegar það er verið að loka á daginn.

Annaðhvort svona
Mynd

eða svona

Mynd

Re: Tuttugasta innbrotstilraunin í Tölvuvirkni á tveimur árum

Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:30
af KermitTheFrog
GuðjónR skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Hann segir samt þetta bara til að það sé á hreinu :)

"Þetta er í 20. skipti sem er reynt að brjótast inn í Tölvuvirkni frá því ég byrjaði rekstur"

Sirka 1 mínúta 20 sek.
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV54282255-F908-4391-85B8-26EC33E7371F

Og það eru mikið meira en 2 ár síðan hann hóf rekstur Tölvuvirkni.



Þá hefur hann verið laus við innbrot alveg þangað til fyrir tveimur árum síðan.
Muniði hvað það eru mörg ár síðan hann flutti í þetta húsnæð? Hann var á öðrum stað fyrstu árin.
Spurning fyrir hann að flytja sit um set?


Hann var í sama hverfi þarna áður, bara 1-2 götum ofar. Getur verið að þetta sé í 20. skipti síðan hann flutti þangað, en það eru örugglega svona ca. 1-2 ár síðan.