Síða 1 af 1
Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 19:50
af Raidmax
Sælir vaktarar
Ég ætlaði aðeins að forvitnast um og athuga í leiðinni hverjir á vaktinni væru með Sky myndlykill og Sky gervihnattadisk
Svona :
http://www.eico.is/?item=75&v=item Spurningin er hvort maður fær einhverjar íþróttar stöðvar frítt eða hvort það sé sérstök áskrift sem maður þarf að gera við Sky ?
Ef menn eru með svona hvernig finnst þeim þetta ? mæla þeir frekar með þessu en stöð2sport eða Stöð2sport2
Eina ástæðan fyrir því að ég ætlaði að reyna fá mér þetta er útaf ég er að borga 6500.kr á mánuði fyrir Stöð2sport2 (Enska boltann). En mig langar að fá þetta í HD, en ef maður vill það þá þarf maður kaupa Stöð2sport líka,borga meira fyrir HD myndlykill á mánuði og borga á mánuði fyrir sérstaka HD stöð.
Þetta er um 18þúsund á mánuði sem mér finnst bara vera ansarlegt.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 20:28
af valdij
Við erum með svona, og þetta er eina leiðin til að horfa á sjónvarp í dag, þeas. ef maður er með alvöru sjónvarp heima hjá sér. Að geta horft á útsendingar af íþróttum, bíómyndum og þáttum í bara töluvert ágætu úrvali í háskerpu útsendingu er eina leiðin.
Við erum með allar íþrótta stöðvarnar, þeas. sky sports þar sem allir leikirnir eru sýndir og það kostar ekkert aukalega, það er líka Eurosports og allskonar þannig stöðvar fyrir aðrar íþróttir. Svo er mjög sniðugt í Sky sem er tiltölulega nýbyrjað sem heitir "Anytime" þar sem þú getur séð vinsælustu myndirnar/þættina yfir síðustu daga og horft á það (flest allt í HD útsendingu) við erum líka með harðadisk í boxinu okkar og getum því recordað allt sem við horfum á beint inn á boxið og horft á hvenær sem við viljum, mjög þægilegt ef það kemur skemmtileg mynd sem þú villt eiga.
Þannig persónulega get ég varla mælt meira með þessu. Við erum líka með þetta allt í gegnum Eico sem hafa reynst okkur mjög vel.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 20:43
af Daz
valdij skrifaði: Svo er mjög sniðugt í Sky sem er tiltölulega nýbyrjað sem heitir "Anytime" þar sem þú getur séð vinsælustu myndirnar/þættina yfir síðustu daga og horft á það (flest allt í HD útsendingu)
Er þetta eitthvað öðruvísi en þetta sem íslensku stöðvarnar bjóða og kalla frelsi/bíó/eitthvað? (Spyr vegna forvitni).
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 20:44
af Raidmax
Glæsilegt takk kærlega fyrir þetta, ein spurning keyptiru þetta á 120þúsund og hvað ertu að borga sirka á mánuði fyrir allt þetta sem þú taldir upp
?
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 21:04
af hsm
Sky sýnir ekki alla leikina í enska boltanum. Það eru t.d ekki sýndir leikir sem eru spilaðir kl 15:00 á laugardögum. Einhvert samkomulag sem þeir eru með við enska knattspyrnusambandið til að fá fólk á vellina.
Við erum með allan pakkan + ESPN og erum að borga 69 pund á mánuði og svo ef þú vilt HD stöðvarnar þá er það 10 pund aukalega minnir mig.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 21:19
af hagur
Raidmax skrifaði:Sælir vaktarar
Ég ætlaði aðeins að forvitnast um og athuga í leiðinni hverjir á vaktinni væru með Sky myndlykill og Sky gervihnattadisk
Svona :
http://www.eico.is/?item=75&v=item Spurningin er hvort maður fær einhverjar íþróttar stöðvar frítt eða hvort það sé sérstök áskrift sem maður þarf að gera við Sky ?
Ef menn eru með svona hvernig finnst þeim þetta ? mæla þeir frekar með þessu en stöð2sport eða Stöð2sport2
Eina ástæðan fyrir því að ég ætlaði að reyna fá mér þetta er útaf ég er að borga 6500.kr á mánuði fyrir Stöð2sport2 (Enska boltann). En mig langar að fá þetta í HD, en ef maður vill það þá þarf maður kaupa Stöð2sport líka,borga meira fyrir HD myndlykill á mánuði og borga á mánuði fyrir sérstaka HD stöð.
Þetta er um 18þúsund á mánuði sem mér finnst bara vera ansarlegt.
Ekki að ég sé eitthvað að mæla með 365, en 18 þús kall er nú ekki rétt tala (Nema kannski ef þú ert líka með Stöð 2).
Ég er með Sport, Sport 2, Sport HD og tvo HD afruglara (reyndar á ljósi sem er eitthvað örlítið ódýrara en DVB-T) og borga c.a 11þús kall fyrir þennan pakka.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 21:55
af Tiger
Ég er einmitt með SKY HD+ frá Eico (mæli með þeim, mjög liðlegir og þægilegir) og get ekki annað en mælt með þessu. Ég hef ekki stillt á íslenska stöð síðan ég fékk þetta, það er bara ekki séns að horfa á íslenska útsendingu í 52" HD sjónvarpi án þess að augun í manni vilja hengja sig.
Ég er með allan SKY pakkann, ég er að borga innan við 11þús á mánuði fyrir það, tók ekki ESPN pakkan þar sem fótbolti er ekki minn tebolli og því lítið sem þeir sýna sem ég fíla.
Þetta SKY kerfi er bara svo mikil snilld, upptökur, geta ýtt á pásu, spólað til baka ef maður missir af einhverju í útsendingu eða vill sjá aftur. Allir þættirnir manns takast upp hugsunarlaust, SKY anytime er brilliant ofl ofl. Aldrei neitt lagg eða internet vesen....just works.
Konan var ekkert alltof hrifin af þessu fyrst, en ég er nokkuð viss að hún gæti ekki lifað án þess í dag.
Eina í þessum 120þús kr pakka, er að það er að mig minnir smá auka kostnaður við að fá kortið (one time fee) og svo auðvitað uppsettning.
Mæli 100% með þessu.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 22:08
af roadwarrior
Búinn að vera með SKY í hátt í 10 ár. Búinn að vera með SKY HD box núna í allavega 4 ár. Það sem ég hef séð af hérlendum HD útsendingum þá jafnast þær ekki á við HD útsendinguna hjá SKY. Ástæðan, held ég, er sú að SKY þarf ekki að hafa áhyggjur af bandbreidd. Þeir senda allt upp í hnöttinn í bestu mögulegu gæðum en íslenska kerfið þarf að dreifa merkinu margfalt meira sem útheimtir miklu meiri bandbreidd.
Ég mæli með ef menn hafa áhuga á að ná sér í SKY móttakara að fara á eBay.co.uk. Það er leiðin sem ég hef notað alla tíð.
Hef lítið notað Anytime möguleikan, nota miklu meira möguleikan á að taka upp. Þar hefur maður þann möguleika á að taka upp þátt og láta svo boxið taka upp alla þætti sjálfvirkt í framhaldi af þeim þætti ef maður líkaði við hann. Það er hægt að sjá alla dagskránna viku fram í tímann og biðja þá boxið um að taka upp það sem maður hefur áhuga á. Það er hægt að taka upp 2 rásir í einu eða horfa á eina rás meðan þú tekur aðra upp á meðan. Líka ef það koma dagskrárauglýsingar fyrir þætti sem eru að byrja og þú hefur áhuga á að horfa á þá þarf bara að ýta á einn takka og þátturinn er komin á upptökuplan.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 22:18
af Raidmax
Jáa þetta hljómar fáranlega nice ! En hvað rásir fylgja þessum Sky pakka ? þarf maður að kaupa þennan mótakara og myndlykilinn á 120þúsund ? getur maður ekki leigt þetta ?
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 22:29
af roadwarrior
Raidmax skrifaði:Jáa þetta hljómar fáranlega nice ! En hvað rásir fylgja þessum Sky pakka ? þarf maður að kaupa þennan mótakara og myndlykilinn á 120þúsund ? getur maður ekki leigt þetta ?
Neibb ekki hægt að leigja. Þú verður að kaupa allan búnað. Þú verður líka að athuga að þú þarft að setja upp disk. Ef þú ert í fjölbýli þá þarftu leyfi frá öðrum eigendum. Þú getur líka ekki til dæmis hringt sjálfur beint í SKY til að kvarta eitthvað því þá loka þeir í hvelli á þig. Þú verður að hafa samband við þann sem útvegaði þér kortið til að gera einhverjar breytingar hjá SKY, td áskriftarbreytingar. En svo gætu hlutirnir verið að breytast á næstunni eftir dóminn á kráareigandanum í Bretlandi sem SKY fór í mál við vegna þess að eigandinn keyfti áskrift frá Grikklandi en SKY fór í fýlu, mjög svipað og 365 fer í fýlu við SKY fyrir að "leyfa" sölu á áskriftum til Íslands. Evrópudómstóllinn dæmdi kráareigandanm í vil.
Re: Sky HD Myndlykill
Sent: Þri 08. Nóv 2011 22:56
af Tiger
roadwarrior skrifaði:Hef lítið notað Anytime möguleikan, nota miklu meira möguleikan á að taka upp.
Já það er frábært að geta tekið upp og allt það, en erfitt að fylgjast með öllum stöðvum og finna það sem mann langar í alltaf, plúss að í anytime eru ENGAR AUGLÝSINGAR sem þú þarft að spóla yfir ef þú tekur beint uppúr dagsskránni