Síða 1 af 1
Tollur af fartölvum
Sent: Fös 04. Nóv 2011 16:54
af JohnnyX
Fer ég ekki með rétt mál með að ef maður kaupir tölvu úti þarf maður bara að borga VSK við heimkomu?
Re: Tollur af fartölvum
Sent: Fös 04. Nóv 2011 16:58
af FriðrikH
jú, bara vsk og tollafgreiðslugjald sem er 3.500 held ég ef tölvan plús sendingakostnaður er meira en 30.000
Re: Tollur af fartölvum
Sent: Fös 04. Nóv 2011 17:09
af JohnnyX
FriðrikH skrifaði:jú, bara vsk og tollafgreiðslugjald sem er 3.500 held ég ef tölvan plús sendingakostnaður er meira en 30.000
Takk fyrir svarið. En þá er ég með aðra spurningu, ég kem með hana sjálfur heim og hún kostar meira en 30.000kr.
Þarf ég þá að borga þetta tollafgreiðslugjald? Er það ekki bara ef sent er?
Re: Tollur af fartölvum
Sent: Fös 04. Nóv 2011 17:11
af FriðrikH
Nú þekki ég það ekki 100%, spurning um að senda póst á tollinn varðandi það.
Re: Tollur af fartölvum
Sent: Fös 04. Nóv 2011 18:00
af gardar
FriðrikH skrifaði:jú, bara vsk og tollafgreiðslugjald sem er 3.500 held ég ef tölvan plús sendingakostnaður er meira en 30.000
Ert þú ekki að tala um tollskýrslugjald sem er einhver 3500 kall ef þú lætur póstinn gera tollskýrsluna. (Getur gert skýrsluna sjálfur ef þú hefur kunnátu til)
Svo kemur alltaf tollafgreiðslu/tollmeðferðargjald, sem er oftast einhver 500-1000kr og ekki er hægt að sleppa við að borga.