Síða 1 af 1

Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 12:22
af KermitTheFrog
Sælir. Ég er í smá vandræðum með að skilja eitt hérna.

Mynd

Mynd

Í d lið, þá skil ég ekki alveg hvernig bókin fer að því að umskrifa jöfnuna með því að nota sum og quotient rule. Er einhver hérna sem getur frætt mig um þetta?

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 12:25
af ManiO
Deilir í gegn með n^6.

Þá stefnir (4/n^6) á 0 þegar að n stefnir á óendanlegt. Sama með (3/n^6). Þetta notar product rule.

Þá ertu kominn með bara (0-7)/(1+0).

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 12:28
af Viktor
Sýnist það eina sem gerist í d-lið vera að það er að öllum stærðum er deilt með n^6. Reglurnar eru svo notaðar til einföldunar, en eru nánast óþarfar, því þetta eru það einföld dæmi.

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 12:37
af KermitTheFrog
Ókei, þannig að í svipuðu dæmi (1 - n^3)/(70 - 4n^2) myndi maður deila með n^3 eða n^2?

n^2 ekki satt?

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 12:50
af ManiO
KermitTheFrog skrifaði:Ókei, þannig að í svipuðu dæmi (1 - n^3)/(70 - 4n^2) myndi maður deila með n^3 eða n^2?



Ef þú ert að láta n stefna á óendanlegt þá er markgildið í þessu dæmi óendanlegt (eða ekki til ef að þú vilt vera pott þéttur).

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 12:52
af KermitTheFrog
Jább ég held ég sé að ná þessu núna. Takk fyrir.

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 14:26
af J1nX
holy mother of god.. hvaða áfangi er þetta eiginlega?? stæ999 ? :D

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 14:26
af KermitTheFrog
Kunniði eitthvað mikið á runur? T.d. hvernig á að finna summu óendanlegrar raðar. Hvernig finnur maður t.d. summuna í dæminu hér að neðan?

Mynd

J1nX skrifaði:holy mother of god.. hvaða áfangi er þetta eiginlega?? stæ999 ? :D


703

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 15:02
af ManiO
Þú getur leyst þetta upp í tvær raðir.

Báðar eru frá n= 0 upp í óendanlegt.

Ein er 1/2^(2n) og hin er 1/2^(1+n/2).

Síðan ættiru að vera með reglu sem að segir þér hvernig þú reiknar úr þessu.


Svarið er 2 + sqrt(2).


EDIT: Ég virðist hafa klúðrað e-u í mínum reikningum, en svarið er rétt.

Re: Hjálp með stærðfræði

Sent: Fös 04. Nóv 2011 16:32
af KermitTheFrog
Jamm svarið er rétt en málið er bara að hvorki bókin né glósurnar frá kennaranum skýra nógu vel hvernig maður á að athafna sig við að reikna þetta.

En ég reyni að krafsa eitthvað útúr þessu. Ég held ég sé að skilja þetta nokkurnveginn.