Síða 1 af 1
Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 17:30
af Jon1
Sælir er eitthver hérna sem veit hvar ég get fundið lög um svona ósamþykktar íbúðir, málið er mig vantar að vita hvort ég eigi eitthvern rétt á sameignar görðum og bílastæðum í ósamþykktri íbúð. Allavega ég heyrði að svo væri ekki og langar á fá þetta á hreynt, er búinn að reyna að leita á lagasafni alþyngis en fynn ekkert
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 18:57
af Daz
Án þess að þekkja lögin myndi ég halda að vandamálið væri að ósamþykktar íbúðir hafa engann lagaramma í kring um sig. Íbúðin á ekki part af sameigninni (s.s. kemur ekki fram sem séreign í eignaskiptayfirlýsingu og þar með ekki með %eign í sameign.) og hefur því ekkinýtingarrétt sem eignarréttur veitir.
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 20:05
af BjarniTS
Held að þú ættir að reyna bara að hafa hljótt um það að þú búir í svoleiðis íbúð og leggja bara örlítið lengra frá í staðinn.
Þú hefur held ég ekkert með þér , engan hljómgrunn né bakland ef að þú ætlar að leita réttar þíns varðandi þetta mál.
Gangi þér nú samt vel
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 20:21
af beatmaster
Lagalega ertu ekki í íbúð og átt ekki rétt á neinu ef að hún er ósamþykkt
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 20:37
af Jon1
það er málið, ég vil ekki eiga part af þessu, því ef ég á part af þessu, það er að seigja bílastæðunum sem eru hvort eð er alltaf full og alltaf verið að stela úr bílunum þar eða garðinum sem er ónýtur eftir krakkana sem búa á eftri hæðinni, en hinsvegar þá ef ég á ekki % af þessu þarf eg ekki að borga % af aðgerðunum sem eru að fara í gang og myndu sjá til þess að ég kæmist ekki aftur í skóla
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 20:45
af Kristján
já þú ert í raun ekki með neinn rétt til neins þarna en svo líka þá er örugglega ekki hægt að láta þig borga í einhverjar aðgerðir eða neitt því þetta er ósamþykkt íbúð.
allavega mundi ég halda það veit það svo sem ekki, asnalegt að þú fáir ekki bilastæði eða neitt en þarft svo að borga í viðgerðir og eða viðhald.
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 20:49
af tdog
Vertu feginn að þurfa ekki að þrífa sameignina
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Fös 21. Okt 2011 21:21
af Vaski
Ef þú átt einhver % í eigninni, þarft að borga þessa sömu % í viðhaldi/viðgerðum, alveg sama í hvað eignahluturinn þinn er notaður (íbúð, geymsla, stigagangur, os.frv.). Því miður í þín dæmi
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Lau 05. Nóv 2011 16:51
af Jon1
Vaski skrifaði:Ef þú átt einhver % í eigninni, þarft að borga þessa sömu % í viðhaldi/viðgerðum, alveg sama í hvað eignahluturinn þinn er notaður (íbúð, geymsla, stigagangur, os.frv.). Því miður í þín dæmi
það er pointið, ég á ekki % í þessari sameign sem er verið að fara í viðgerðir á, þannig enginn kostnaður , ég á bara part af húsinu en ekki garðinum eða bílastæðinu
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:13
af rapport
Þú átt einhver % af heildar fasteigninni... og það er það sem gildir (óréttlátt ef þú hefur svo engann rétt á að nota bílastæðið)
Ekki nema að það sé skjalfest hverjir eigi bílastæðið, ef það er skráð einhversstaðar að bílastæðið sé séreign ákveðinna íbúða og teljist ekki sem sameign hússins, þá sleppur þú alveg 100%.
Í raun meikar það 100% sens ef bílastæðin eru merkt íbúðum, að bílastæðið teljist þá séreign en ekki sameign, alveg eins og geymslur.
Eina sameignin væri þá gestabílastæðin.
Þetta er farið að verða smá svolítið athyglisvert mál...
Verður að leyfa okkur ða fylgjast með...
Re: Ósamþykktar íbúðir og lög um þær
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:28
af flottur
ef þú átt part af húsinu þá þarftu að taka þátt í þessum kostnaði sama hvort þú viljir eður ei, ef þú átt ekki part af húsinu þá lendir greiðslan á eiganda þess.
Garðinum er yfirleitt skipt í svæði og er farið eftir því hversu margar íbúðir eru í byggingunni, t.d 4 íbúðir-25% af garðinum til hverrar íbúðar.
Bílastæðin - það sem rapport sagði.