Síða 1 af 1
Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 22:33
af GuðjónR
Getiði mælt með einhverju góðu hljómborði fyrir byrjendur?
Stelpan mín (8 ára) er að læra á hljómborð í skólanum og þarf að eiga eitt heima til að æfa sig á.
Man ekki hvort kennarinn talaði um 4/8 eða 5/8 veit ekki einu sinni hvað það þýðir.
Allaveganna...hefur einhver reynslu af hljómborðum og getur mælt með byrjendavænu hljómborði.
Budget... ~50k, má svo sem kosta eitthvað meira ef það gæðin réttlæta það.
Thx.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 22:45
af DJOli
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 22:47
af GuðjónR
DJOli skrifaði:http://www.hljodfaerahusid.is/is/mos/viewProductGroup/8/
Gangi þér vel með stelpuna
Takk fyrir það
En það sem mig virkilegar vantar er að vita hvað ég á að kaupa...
Ég hef 0. reynslu af þessu dóti.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 22:53
af DJOli
ekki málið
Færð þetta hljómborð:
http://www.hljodfaerahusid.is/is/mos/3638/og þennan stand:
http://www.hljodfaerahusid.is/is/mos/4513/á undir 50
Svo stendur í lýsingu hljómborðsins:
"Gott Yamaha hljómborð fyrir byrjendur."
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 22:55
af GuðjónR
Takk fyrir þetta, þetta kemur vel til greina.
Fleiri ábendingar vel þegnar.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 23:33
af capteinninn
Sniðugt líka að fara í Hljóðfærahúsið, ég kann ekkert á nein hljóðfæri en var eitthvað að leika mér að trommum í stutt tímabil og keypti nokkra hluti þarna. Þeir eru mjög hjálpsamir, getur bara lýst því hvað þú ert að leita að og þeir velja eitthvað fyrir þig
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fim 20. Okt 2011 23:53
af tdog
Ég myndi fara í Tónastöðina og fá að tala við Andrés þar. Þeir eru með gæðavörur, ég hef keypt mín hljómborð þar og flestar mínar græjur. Gangi ykkur vel.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fös 21. Okt 2011 00:22
af GuðjónR
Hljóðfærahúsið og Tónastöðin...
Ég hef þá eitthvað til að vinna út frá
Takk fyrir það.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fös 21. Okt 2011 01:16
af Gizzly
Sammála Tdog, Andrés er topp náungi. Vill alltaf helst eiga viðskipti við Tónastöðina vegna frábærrar þjónustu.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Fös 21. Okt 2011 01:19
af Plushy
Tónastöðin er málið, hlakka alltaf til að fara þangað
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Lau 22. Okt 2011 23:56
af Hargo
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Sun 23. Okt 2011 00:21
af Plushy
lol ég er búinn að vera spila á þetta í korter núna.
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Sun 23. Okt 2011 01:05
af kjarribesti
Plushy skrifaði:lol ég er búinn að vera spila á þetta í korter núna.
Same
Re: Vantar gott hljómborð fyrir byrjanda
Sent: Sun 23. Okt 2011 01:12
af GuðjónR
hehehe þetta er snilld!
Er reyndar búinn að sækja nokkur svona app's fyrir iPadinn...en það verður líka að kaupa alvöru