Síða 1 af 1

Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 18:47
af k0fuz
Sælir vaktarar, ég hef ekki farið lengi í keiluhöllina sem er á höfuðborgarsvæðinu og ég var að lesa eitthvað um 1 árs gamlan póst á huga um að þetta væri orðið að algjöru skítapleisi, liggur við allir spilakassarnir eða leikjaspilin biluð og rándýrt að taka leik í keilu og eitthvað. Vildi bara ath hvort einhver gæti frætt mig um hvernig þetta er í dag?? Er óhætt að stíga fæti þarna inn? :roll: :lol:

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 18:53
af g0tlife
afhverju ekki bara kíkja þangað labba um, skoða og ákveða þig í staðinn fyrir að hlusta á sögur framm og til baka og svo endaru á því að fara þangað hvort sem er

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 18:55
af k0fuz
g0tlife skrifaði:afhverju ekki bara kíkja þangað labba um, skoða og ákveða þig í staðinn fyrir að hlusta á sögur framm og til baka og svo endaru á því að fara þangað hvort sem er


Nenni því ekki. Einfalt.

Einhverjir aðrir sem geta frætt mig? Þetta eru nú einu sinni koníaksstofan þar sem má ræða allt.

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 18:56
af Zethic
Mynd



Skítapleis, 4 þús fyrir klukkutíma eða eitthvað, klikkað dýrt



Flest tækin biluð síðustu tvö skipti sem ég hef farið (sumar) og ekkert þarna hefur í raun breyst, mínus viðhald (allt mjög gamalt og slitið)


En as far as I know er þetta eina keilu pleisið í rvk

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 19:35
af axyne
Ég hef ekki orðið þess var að staðurinn sé að að grotna niður, fór þangað síðast í sumar.

En ég lendi einusinni í leiðindum þegar ég þurfti að afpanta eina braut af 2 og vildi fá endurgreitt, þar sem maður þarf að borga fyrirfram ef maður pantar.

það var s.s ekki hægt en eftir þras þá var mér boðið spilapeninga í staðin.
Afgreiðslumaðurinn rétti mér síðan eina lúku af spilapeningum (án þess að telja), ég taldi og var það ekki uppí helming af því sem ég hafði borgað fyrir brautina. Eftir meira þras þá fékk ég aðra lúku af peningum sem ég og taldi líka og var ekki enn komin með uppí brautina. Nennti ekki að þrasa meira og lét gott heita.

Lendi síðan aftur í svipaðri stöðu þar sem ég hafði pantað og borgað fyrir en þá kom það uppá að hópurinn komst ekki, reyndi að afpanta aftur og þá með góðum fyrirvara. En kom aftur að luktum dyrum, en gat þess í stað gat samið um að fresta pöntunni og fórum við 6 mánuðum seinna.

Var líka í fyrra flott hádegistilboð fyrir fólk í H.R, burger+gos+einn leikur á þúsund kall. Veit ekki hvort það sé ennþá en við í skólanum nýttum okkur þetta oft.

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 19:43
af Dazy crazy
Var ekki keila uppí mjódd?

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 20:10
af machiavelli7
ju hehe keila nidri mjodd good times

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 20:14
af FriðrikH
Mér finnst þetta allt of dýrt, tókum leik með vinnunni um daginn og þau voru voða leiðinleg og stíf, brautin opnaði á mínútunni sem við pöntuðum á og tíminn byrjaði strax að telja. Allt í lagi að hafa hlutina á hreinu en mér fannst þau ferlega óliðleg eitthvað.

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 20:17
af k0fuz
Er rukkað fyrir mínútur? ekki 1 leik?

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 20:32
af J1nX
hægt bæði að kaupa leik og mínútur

Re: Keiluhöllin?

Sent: Fim 20. Okt 2011 22:27
af littli-Jake
Held að það sé mínótuverð á "prime times"