FriðrikH skrifaði:ég er mjög hlynntur því að tölvuverkstæðin taki svona nett skann yfir myndir þó að þýði smá hnýsni í einkalíf sumra. Mér finnst það þess virði ef það er hægt að ná svona pakki inn á milli.
Með sömu rökum þá finnst þér í lagi að fangelsa 10 einstaklinga, þar af 9 saklausa, afþví að þessi eini seki náðist?
Menn geta verið með mismikið af persónulegum myndum og gögnum. Og ég sé ekkert jákvætt við það tölvuverkstæði séu að hnýsast í einkalíf annarra.
Ef þeir hefðu fundið e-ð annað, t.d. "prívat" myndir af honum og konunni, væri þá ekki líklegt að sú mynd hefði endað á netinu innan skamms?
Ie ef að siðferðiskenndin er ekki skárri en svo að það sé í lagi að skoða persónuleg myndasöfn viðskiptavina, þá er þokkalega líklegt að siðferðiskenndin komi ekki í veg fyrir að sömu aðilar taki afrit af "áhugaverðum" myndum til að deila sín á milli sem enda svo alltaf á endanum á "public" svæði.
(Slíkt og annað eins hefur gerst.)
Sama gildir um önnur prívat tæki, svosem gsm síma. Ef að GSM sími fer í viðgerð afþví að það er vandamál með hljóð þá er varla í lagi að verkstæðið skoði allar myndirnar svona sem "nett skann".
Og hvar dreguru mörkin? Eiga sömu aðilar að skoða emailið hjá viðkomandi (nett skann) til að sjá hvort hann sé að gera e-ð brotlegt af sér?
Ef ég ræð pípara afþví að vaskurinn minn lekur, og hann þarf að færa til dót úr hillu þar sem myndaalbúmin mín eru, er þá í lagi að hann "renni í gegnum"(nett skann) myndaalbúmin til að athuga hvort það sé eitthvað óeðlilegt í þeim?
Þetta er stórhættulegt hugafar og mér finnst að það eigi aldrei að finnast það í lagi að menn í þjónustustarfi séu að misnota aðstoðu sína í að hnýsast í einkalíf annarra.
Mér finnst voðalega lítið hægt að hrósa tölvuverkstæði með svona vinnubrögð.
Mjög "unprofessional" að mínu mati.
Ath með fyrirvara um að ég veit ekki nema að þessar myndir hafi kannski verið blatantly augljósar og ekki hægt að komast hjá því að sjá þær.
Og eins og axyne segir, getur verlverið að þetta hafi uppgvötast öðruvísi. En fréttir "hljómar" eins og að það sé tölvuverkstæðinu "að þakka" að hann var gripinn.