Síða 1 af 1

Birting á myndum úr eftirlitsmyndavélum..

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:32
af Glazier
Hef stundum verið að pæla..

Venjulegur ljósmyndari má labba út á götu, inn í búðir og aðra almenningsstaði og taka myndir af hverjum sem er og birta síðan á netinu.
Hvað er öðruvísi við eftirlitsmyndavélar þegar það er brotist inn?

Ef ég er úti að labba með myndavélina mína og góða aðdráttarlinsu, verð vitni að því að einhver er að brjótast inn í verslun má ég þá birta mynd af því á netinu?
Ef já, afhverju má þá ekki birta úr eftirlitsmyndavélinni.. það er varað við henni en ekki mér :roll:

Re: Birting á myndum úr eftirlitsmyndavélum..

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:36
af worghal
reyndar þá þarf leifi frá búð/verslunar miðstöð/almennum vinnu stað til að taka myndir.

Re: Birting á myndum úr eftirlitsmyndavélum..

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:37
af AncientGod
Hvað með ferðamenn sem labba um og taka myndir ? enda oftast að sitja það á facebook eða eithverjar þannig síður.

Re: Birting á myndum úr eftirlitsmyndavélum..

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:42
af worghal
en aftur á móti þá gæti þetta tengist því að myndin sé sönnunargagn og ef að leit af viðkomandi aðilum er ekki að skila sér þá er byrtar myndir í blöðum eða á netinu.
ég persónulega skil ekki af hverju þetta er ekki gert strax. en ef þú verður vitni að slíkum viðburði þá þarftu að láta lögreglu vita fyrst áður en þú sjálfur byrtir myndirnar.

en, ég er ekki 100% á þessu.

Re: Birting á myndum úr eftirlitsmyndavélum..

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:55
af Daz
Af því þú gætir verið að bendla saklausann aðila við glæp? T.d. að myndin sé ekki 100% skýr og gæti verið af meira en einum aðila. Við þurfum þá líka að treysta þínum orðum fyrir því að viðkomandi sé brotlegur um eitthvað. S.s. betra að fara varlega og "banna" svona myndbirtingu, frekar en að leyfa hana alveg og allir ásakandi alla um allskonar afbrot.