Síða 1 af 2
spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 18:36
af greenpensil
ég var að pæla um búðin.is. ég er búinn að reyna að spurja þá en þeir svara mér ekki þannig ég ætla bara að spurja ykkur.
Hvað eru lengi að koma með ps3 sem var pöntuð frá þeim?
Hvar sér maður hvar hver vara er á lager?
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 18:43
af dadik
Af hverju ertu að pæla í þessu?
Ertu virkilega að spá í að eiga viðskipti við fyrirtæki sem svarar ekki einföldustu fyrirspurnum?
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:00
af Gizzly
Ég hef ekkert of góða reynslu af þjónustunni þarna. Myndi ekki mæla með þeim til að vera fullkomlega hreinskilinn.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:13
af AncientGod
Gizzly skrifaði:Ég hef ekkert of góða reynslu af þjónustunni þarna. Myndi ekki mæla með þeim til að vera fullkomlega hreinskilinn.
samála þér, ætla aldrei aftur að versla við þá ömurlegt búð.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:15
af Glazier
Finnst þetta nú bara fínasta verslun.. hef verslað bæði við þá og buy.is og finnst þeir betri en buy.is
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:25
af Hjaltiatla
Verslaði vinnsluminni af þeim, það gekk vel.
Tók reyndar 10 daga en það er innan afhendingarramma sem þeir lofa á síðunni.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:28
af Kristján
hringdu bara þangað daglega
ertu buinn að hringja þangað?
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:29
af greenpensil
Kristján skrifaði:hringdu bara þangað daglega
ertu buinn að hringja þangað?
ég er ekki búinn að hringja þangað.
og hvað meinið þið með því að þetta sé léleg búð?
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:33
af AncientGod
Slæm þjónusta, svara póstum seint, klúðra sendingum og margt fleira allavega þetta er það sem ég lenti í.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:34
af Gizzly
Svöruðu aldrei einu einasta emaili, þurfti að hringja svona fimm sinnum til að fá að tala við nokkurn mann og þegar ég vildi fá endurgreitt "fóru þeir strax í það". Enn ekkert sést af þeim peningum..
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:36
af AncientGod
Hjá mér það tók 2 vikur að fá endurgreitt =S
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:37
af Gizzly
Óttalegir braskarar ef þú spyrð mig...
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:41
af AntiTrust
Strákar, þið verðið bara að gera ykkur grein fyrir því að þið eruð að versla við fyrirtæki (budin.is/buy.is) sem eru með eins lítinn ramma utan um fyrirtækið og hægt er, til þess að geta komið vörum til ykkar á eins lágu verði og mögulegt er.
Auðvitað er ekki afsakanlegt að vera 1-2 vikur að endurgreiða vöru, en ég veit það fyrir víst að Kári, sem rekur budin.is er maður sem hægt er að treysta.
Ef þið viljið TOPP þjónustu, þá verslið þið í stærri verslunum og/eða umboðum - og borgið þá auðvitað þetta premium extra fyrir þjónustuna.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:44
af Gizzly
Geri mér fulla grein fyrir því. En mér finnst lágmarks þjónusta að amk svara fyrirspurnum innan viss tímaramma (sem þeir gerðu aldrei, hef enn ekki fengið svar við emaili sem ég sendi fyrir mörgum vikum..).
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:45
af worghal
svo er auðvitað spurningin, hvað eru margir starfsmenn hjá budin.is ?
er friðjón ekki einn með buy.is ?
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:46
af Gizzly
Ég held að þeir séu þrír sem eru að halda utan um þetta. Eða svo segjir að minnsta kosti síðan hjá þeim. Og ég hef haft miklu betri reynslu af buy.is heldur en búðinni
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:47
af AncientGod
budin er með svona 6 held ég með friðjón er einn og hann svara þegar maður verður smá treggur og spammar á hann.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:50
af HelgzeN
hef verslað af búðin.is ekkert vesen gekk frábærlega.
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:52
af k0fuz
Ég hef slæma reynslu af þeim. Sagt eitt og annað sem stenst engan vegan.. klúðruðu meðal annars pöntununni minni. Þurfti að bíða MJÖG lengi... sem betur fer var þetta bara minnislyklar sem ég var að panta svo það skipti ekki öllu máli þótt ég þyrfti að bíða..
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Sun 16. Okt 2011 19:55
af AncientGod
ég þurfti að bíða eftir fartölvu í 2 mánuði svo segja þeir við mig að það klúðraðist eithvað =S
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Mán 17. Okt 2011 16:55
af greenpensil
Ætla að hringja í þá. Veit einhver símanúmerið hjá þeim því að ég finn það ekki neins staðar?
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Mán 17. Okt 2011 17:01
af Kristján
greenpensil skrifaði:Ætla að hringja í þá. Veit einhver símanúmerið hjá þeim því að ég finn það ekki neins staðar?
ertu ekki að grínast ??
prufaðu að leita á budin.is .....
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Mán 17. Okt 2011 17:56
af hsm
Kristján skrifaði:greenpensil skrifaði:Ætla að hringja í þá. Veit einhver símanúmerið hjá þeim því að ég finn það ekki neins staðar?
ertu ekki að grínast ??
prufaðu að leita á budin.is .....
Ég prufaði að leita þar en fann ekkert símanúmer ???????
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Mán 17. Okt 2011 18:07
af ponzer
hsm skrifaði:Kristján skrifaði:greenpensil skrifaði:Ætla að hringja í þá. Veit einhver símanúmerið hjá þeim því að ég finn það ekki neins staðar?
ertu ekki að grínast ??
prufaðu að leita á budin.is .....
Ég prufaði að leita þar en fann ekkert símanúmer ???????
http://budin.is/content/10-greidslahttp://ja.is/hradleit/?q=B%C3%BA%C3%B0in.is
Re: spurningar varðandi Búðin.is ?
Sent: Mán 17. Okt 2011 18:13
af hsm
Já sko þetta er þá þarna eftir allt saman
En fáránlegt að þetta sé bara þarna á síðunni hjá þeim en ekki UM OKKUR