1.Ef það er 8 pinna tengi á PSU sem er verið að tengja í 4-pin tengið á móðurborðinu þá er hægt að óvart tengja það vitlaust, checka hvort það sé málið, það skiptir máli hvaða 4-pin af 8-pin tenginu fara í 4-pin tengið.
2.
Klemmi skrifaði:En annars er það bara að vera viss um að allar tengingar séu fullkomnlega í sambandi og einnig að þið hafið ekki sett koparplattana sem fara undir móðurborðið á rétta staði þ.e.a.s. að þeir séu ekki að valda skammhlaupi milli móðurborðs og kassa.
x2 , checka á öllum skrúfum og skrúfgöngum að það sé enginn málmur að fara í borðið, á heldur ekkert að herða skrúfur alltof mikið á móðurborðinu.
3.Ef þið voruð með kælikrem checka hvort eitthvað hafi sullast á móðurborðið eða útfyrir, þurrka það ef svo er. Gá líka hvort örgjörvinn sé ekki alveg örugglega 100% í slottinu..
4.Checka hvort power takka tengið sé ekki örugglega rétt fest við móðurborðið.
Hvaða aflgjafa og skjákort ertu með? Er allt nýtt?